Jón Óli tekur við kvennaliði ÍBV - Vísir
- ️Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
- ️Fri Oct 12 2018
Jón Óli Daníelsson mun þjálfa kvennalið ÍBV á næsta tímabili en félagið tilkynnti það í gærkvöldi.
Fáir þekkja ÍBV jafn vel og Jón Óli en hann hefur verið lengi viðloðinn félagið.
Hann þjálfaði kvennalið ÍBV frá árinu 2007 allt til ársins 2014 með góðum árangri. Þar áður þjálfaði hann í Grindavík.
Á síðasta tímabili var hann aðstoðarþjálfari Kristjáns Guðmundssonar hjá karlaliði ÍBV.
Jón Óli tekur við ÍBV af Ian Jeffs en Jeffs var á dögunum ráðinn aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, en ásamt því verður hann aðstoðarþjálfari karlaliðs ÍBV.