British Antarctic Survey - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![](https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/0/01/BAS_Rothera.jpg/220px-BAS_Rothera.jpg)
British Antarctic Survey er rannsóknarstarfsemi Bretlands á Suðurskautslandinu. British Antarctic Survey er hluti af Natural Environment Research Council. Það hefur um 400 starfsmenn og rekur 5 rannsóknarstöðvar, tvö rannsóknarskip og fimm flugvélar á Suðurskautslandinu. Höfuðstöðvar starfseminnar eru í Cambridge á Englandi.
Upphaf verkefnisins má rekja til Tabarinaðgerðar Breta í Síðari heimsstyrjöld. Eftir stríðið var starfsemin nefnd Falkland Islands Dependencies Survey (FIDS) undir Bresku nýlenduskrifstofunni. FIDS var nefnd British Antarctic Survey árið 1962.