is.wikipedia.org

Sitkabastarður - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sitkabastarður
Hvítsitkagreni

Hvítsitkagreni

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Greni (Picea)
Tegund:

P. x lutzii


Tvínefni
Picea x lutzii
Little

Sitkabastarður eða hvítsitkagreni (fræðiheiti Picea x lutzii) er sígrænt barrtré sem er blendingur á milli sitkagrenis (Picea sitchensis) og hvítgrenis (Picea glauca). Blöndunin á sér stað þar tegundirnar vaxa í námunda hvor við aðra frá norðlægum svæðum í Bresku Kólumbíu til Kenaiskaga í Alaska. Það líkist oft hvítgreni og hefur stuttar og mjúkar nálar og er ekki eins stórgert og sitkagreni. Sitkabastarður er hraðvaxta og frostþolið og þolir lágan sumarhita.

Það hefur sýnt betri lifun í gróðursetningartilraunum á Íslandi en sitkagreni. Sérstaklega með tilliti til haustkals. ( Brynjar Skúlason. „Sitkabastarður“. Frækornið - Fræðslurit Skógræktarfélag Íslands. (37) (2023): . )