Skábraut - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skábraut er beinn flötur sem er með horn minna en 90° á þyngdarsvið jarðar. Hægt er að nota skábraut til að auðvelda færslu af hlut um einhverja hæð þannig að í stað þess að lyfta hlutnum beint upp þá er honum ýtt eða hann dreginn upp skáflöt og þá er krafturnn sem þarf til að ýta/draga hlutinn minni á hverju augnabliki en annars. Samt er heildar vinnan framkvæmd sú sama ef talað eru um flöt sem hefur engann núning og meiri ef núningur er tekinn með.
![](https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/8/85/Free_body.svg/300px-Free_body.svg.png)
Eitt af því fyrsta sem eðlisfræðinemar læra er hvernig kraftur virkar á hlut sem settur er á skábraut. Myndin til hægri er skýringamynd sem sýnir hina mismunandi krafta sem virka á hlutinn.
Það eru þrír kraftar sem eru að verki hér.
- Þverkrafturinn (N) sem virkar frá skábrautinni á hlutinn
- Þyngdarkrafturinn (mg) sem virkar lóðrétt niður
- Núningskrafturinn (f) sem virkar samhliða skábrautinni og í öfuga átt við þann kraft sem stýrir hreyfingu hlutarins.
Hægt er að skipta þyngdarkraftinum upp í tvo hluta, einn sem vegur upp á móti þverkraftinum og hefur stærð m·g·cos(θ) og annar sem vinnur samhliða skábrautinni og hefur stærð m·g·sin(θ). Hluturinn færist niður nema að núningskrafturinn sé stærri en m·g·sin(θ), þá stendur hluturinn í stað.