web.archive.org

Íslensku Tónlistarverðlaunin – Fyrri verðlaunahafar

Smelltu á flipana hér fyrir ofan til þess að skoða tilnefningar síðustu ára.

Djass & Blús

Tónverk ársins

By Myself All Alone ­- eftir Sigurð Flosason af plötunni The Eleventh Hour með Sigurði Flosasyni

Kraftmikið en þó ljóðrænt verk, með sterkri sveiflu og dramatískri undiröldu, sem býr yfir öllum bestu þáttum tónskáldskapar Sigurðar.

Heima ­- eftir Ástvald Zenki Traustason af plötunni Hljóð með Ástvaldi Zenki Traustasyni

Tær impressjónísk fegurð ríkir í þessu verki Ástvaldar, þarsem hann leitar jafnt til nútímans og fyrri tíma og vekur upp þjóðlegar minningar.

Íslendingur í Alhambrahöll ­- eftir Stefán S. Stefánsson af plötunni Íslendingur í Alhambrahöll með Stórsveit Reykjavíkur

Stórsveitarverk af bestu sort þar sem blandast saman áhrifin frá Alhambra í márískum tónum, ekta stórsveitarsveiflu og flottum einleiksköflum.

Stuð – eftir Agnar Má Magnússon af plötunni Craning með ASA trio

Fönkskotið djassverk Agnars Más er góður vettvangur hins sterka samleiks sem og spuna þeirra ASA félaga.

Sveðjan ­- eftir ADHD af plötunni ADHD 5

Klassískt píanóupphaf, mjúkur lofkenndur saxófónblástur og ágengur hrynur, sameinast í þessari ljúfu ballöðu sem kristallar allt það besta í tónlist fjórmenninganna í ADHD.

Plata ársins

5 ­- ADHD

Efalítið besta skífa ADHD, þar sem þeir halda áfram að þróa tónlist sína og blanda ýmsum áhrifum úr popptónlist nútímans og eletrónik við djassinn. Seiður saxófónsins og firnasterkur hrynveggur efla andstæðurnar sem tónlist þeirra félaga sameinar.

525 ­- Gunnar Gunnarsson

Einstaklega vönduð tríóplata Gunnars Gunnarssonar píanista, þar sem Ásgeir Ásgeirsson gítaristi og Þorgrímur Jónsson bassaleikari falla vel inní kyrrðarmynd Gunnars. Fornir og nýjir sálmar á dagskrá, þar á meðal Morgunsálmur Gunnars.

Craning ­- ASA trio

Vel heppnuð skífa þar sem djassinn blandast á stundum rokkaðri hryntónlist nútímans, án þess að nokkurn tímann sé gefið eftir í spunalist djassins og svo skjóta fallegar ballöður upp kollinum á milli stuðlaganna.

The Eleventh Hour ­- Sigurður Flosason

Ein albesta skífa Sigurðar og er þá mikið sagt. Með honum eru þrír danskir djassleikarar í fremstu röð, Kaupmannahafnarkvartett Sigurðar Flosasonar. Flutningur vandaður, kvartettinn vel samspilaður og lögin mörg í hæsta gæðaflokki og hefur Sigurður sjaldan blásið betur.

Íslendingur í Alhambrahöll ­- Stórsveit Reykjavíkur

Fyrsta íslenska stórsveitarskífan þar sem sami maður bæði semur, útsetur og stjórnar öllum stórsveitardjassinum. Sá er Stefán S. Stefánsson, reyndasta stórsveitartónskáld Íslands. Verkin eru ólík innbyrðis – sterk stórsveitarsveifla, márískar tónhendingar, hugljúfar ballöður og rokkskotinn hrynur, blandast saman í frábærum leik sveitarinnar og einleikara hennar.

Tónhöfundur ársins

ADHD

Fjórmenningarnir í ADHD, Óskar og Ómar Guðjónssynir, Davíð Þór Jónsson og Magnús Trygvason Elíassen hafa unnið saman verkin á nýja diski sveitarinnar, sem er rökrétt framhald fyrri tónsmíða þeirra, þar sem grípandi melódíur og viðkvæmur spuni er oft rammaður inn í þétt ofinn hljóðmúr hrynsins.

ASA trio

Félagarnir í ASA tríóinu, Andrés Þór gítaristi, Agnar Már organisti og Scott McLemour trommari hafa samið þrjú lög hver sem mynda sterka heild í kraftmiklum fönkskotnum flutningi tríósins sem um leið speglar marga sterkustu strengi samtímadjassins.

Sigurður Flosason

Sigurður Flosason heldur áfram að bæta í lagasjóð sinn, að þessu sinni á þremur skífum: The Eleventh Hour, Blátt líf og Í nóttinni. Þarna má finna hefðbundna djassópusa í bland við blúsaðar melódíur og ljúf sönglög.

Snorri Sigurðarson

Snorri Sigurðarson er næmur á fallegar melódíur, oft með skírskotun í eldri djassverk og klassísk þemu. Tónverk hans eru grípandi þegar best lætur.

Stefán S. Stefánsson

Verk Stefáns fyrir Stórsveit Reykjavíkur eru stórvirki í tónskáldskap Íslendinga. Tilfinningin fyrir eðli stórsveitarinnar bregst honum aldrei.

Tónlistarflytjandi ársins

ADHD

Draumkenndur spuni þeirra félaga með sterkri tengingu við það besta í hryntónlist nútímans hefur aflað þeim vinsælda hér heima sem á meginlandi Evrópu.

ASA trio

Kraftmikið tríó sem flytur samtímadjass af bestu tegund og leitar víða fanga í rýþmískri tónlist okkar tíma. Auk þess að flytja eigin tónsmíðar eru helstu tónskáld djassins jafnan á dagskrá þeirra félaga.

Samúel Jón Samúelsson

Samúel er einn fremsti básúnuleikari okkar og hljómsveitarstjóri og með hinni kraftmiklu afrófönkdjasssveit sinni, Samúel Jón Samúelsson Big Band hefur hann vakið óskipta hrifningu á djasshátíðum, jafnt á Íslandi sem Þýskalandi og víðar.

Sigurður Flosason

Sigurður Flosason hefur að vanda komið víða við, gefið út fjórar skífur á árinu sem spanna blússkotinn djass til þriðja straumsins, þar sem djass og klassík mætast. Hann hefur leikið mikið á Norðurlöndunum og hér heima þetta árið, auk þess að vera aðalstjórnandi Stórsveitar Reykjavíkur.

Stórsveit Reykjavíkur

Stórsveit Reykjavíkur, flaggskip Íslandsdjassins, hélt fjölmarga tónleika á árinu undir stjórn Sigurðar Flosasonar þar sem boðið var upp á dagskrá, allt frá klassísku stórsveitarsvingi til nýrri tónsmíða, auk tónleika með tónverkum Stefáns S. Stefánssonar, sem höfundur stjórnaði.

Tónlistarviðburður ársins

Blúshátíð Reykjavíkur

Sex daga blúshátíð í Reykjavík þarsem heyra mátti klassískar blússveitir eins og Blúskompaníið og Tregasveitina, Vini Dóra og kornunga íslenska blúsleikara ásamt erlendum gestum.

Jazzhátíð Reykjavíkur

Fjölbreytt og vel heppnuð hátíð þar sem heyra mátti þverskurð af íslensku djasslífi, íslenska djassleikara í samvinnu við erlenda og nýjustu strauma í amerískum og evrópskum djassi. Hátíðin stóð í viku og var haldin í hinum ýmsu sölum Hörpu.

Stórsveit Reykjavíkur og Stefán S. Stefánsson í Kaldalóni

Tónleikar þar sem Stórsveit Reykjavíkur flutti nýtt og nýlegt efni eftir Stefán S. Stefánsson, sem jafnframt stjórnaði sveitinni.

Popp & Rokk

Plata ársins ­- Rokk

In The Eye Of The Storm ­- Mono Town

Frábær frumburður þar sem vandað er til verka, bæði í lagasmíðum og hljómgæðum.

Með vættum ­- Skálmöld

Kraftmikil og hrá plata með þjóðlegu yfirbragði þar sem rokkið er eins og slagveðursrigning í andlitið.

Ótta ­- Sólstafir

Áhrifaríkt uppgjör á einstakri plötu.

Rökrétt framhald ­- Grísalappalísa

Kraftmikil, frumleg og frískleg plata þar sem tónlist og textar mynda skemmtilega heildarmynd

Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands – ­Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Vitnisburður um vel heppnað samstarf þar sem ólíkir heimar fléttast saman á töfrandi og trylltan máta.

Plata ársins ­- Popp

Batnar útsýnið ­- Valdimar

Gæðapoppplata þar sem söngur, hljóðfæraleikur og útsetningar mynda sterka heild.

Heyrðu mig nú ­- AmabAdamA

Dillandi, litrík og einlæg plata sem endurspeglar frelsi, fegurð og frískleika.

Mexico ­- Gus Gus

Heillandi lagasmíðar og hljóðheimur þar sem kynþokkafullur tregi kallast á við dansvænan taktinn.

Sorrí ­- Prins Póló

Skemmtilegar smásögur í grípandi tónlistarbúningi.

Silkidrangar ­- Samaris

Frumlegt og seiðandi rafpopp umlukið dulúð.

Lag ársins ­- Rokk

ABC ­- eftir Grísalappalísu og Baldur Baldursson af plötunni Rökrétt framhald með Grísalappalísu

Skemmtilegt og grípandi.

Að hausti ­- eftir Skálmöld og Snæbjörn Ragnarsson af plötunni Með vættum með Skálmöld

Vasklegt víkingarokk sem rífur í.

Ótta ­- eftir Sólstafi af plötunni Ótta með Sólstöfum

Eftirtektarverð lagasmíð sem sogar hlustandann að sér með stigvaxandi þunga.

Peacemaker ­- eftir Börk Hrafn Birgisson, Daða Birgisson og Bjarka Sigurðsson af plötunni In The Eye Of The Storm með Mono Town

Grípandi laglína og skemmtileg og vönduð samsetning.

Siblings ­- eftir Oyama og Úlf Alexander Einarsson, Júlíu Hermannsdóttur og Berg Thomas Anderson af plötunni Coolboy með Oyama

Seigfljótandi indírokk sem situr eftir við fyrstu hlustun.

Lag ársins ­- Popp

Color Decay ­- eftir Unnar Gísla Sigurmundsson í flutningi Júníusar Meyvant

Metnaðarfull og vönduð frumraun sem sprettur fullsköpuð fram.

Crossfade ­- eftir Gus Gus af plötunni Mexico með Gus Gus

Grípandi laglína þar sem flottur hljóðheimur kallast á við dansvænan taktinn.

Hossa hossa ­- eftir Magnús Jónsson, Steinunni Jónsdóttur og Sölku Sól Eyfeld af plötunni Heyrðu mig nú með AmabAdamA

Grípandi og gleðilegur smellur sem fær alla til að dilla bossa.

Nýr maður ­- eftir Nýdönsk, Björn Jörund Friðbjörnsson og Daníel Ágúst Haraldsson af plötunni Diskó Berlín með Nýdönsk

Skemmtileg samsuða texta og laglínu – gæðapopp sem grípur.

París norðursins ­- eftir Svavar Pétur Eysteinsson í flutningi Prins Póló úr kvikmyndinni París norðursins

Eyrnaormur sem grefur sig djúpt.

Söngvari ársins

Ásgeir

Fyrir afrek og árangur á árinu um allan heim.

Bjarki Sigurðsson (Mono Town)

Fyrir söng á plötunni In The Eye Of The Storm með Mono Town og lifandi flutning, t.d. á Menningarnótt.

Daníel Ágúst

Fyrir söng á plötunum Mexico með Gus Gus og Diskó Berlín með Nýdönsk.

Jökull Júlíusson (Kaleo)

Fyrir lifandi og kraftmikinn flutning með hljómsveitinni Kaleo.

Valdimar Guðmundsson

Fyrir söng á plötunni Batnar útsýnið og lifandi flutning með Valdimar og fleirum.

Söngkona ársins

Bjartey Sveinsdóttir (Ylja)

Fyrir söng á plötunni Commotion og lifandi flutning með Ylju.

Gígja Skjaldardóttir (Ylja)

Fyrir söng á plötunni Commotion og lifandi flutning með Ylju.

Ragnheiður Gröndal

Fyrir söng á plötunni Svefnljóð

Salka Sól Eyfeld (AmabAdamA)

Fyrir söng á plötunni Heyrðu mig nú og lifandi flutning með AmabaDama og víðar.

Sigríður Thorlacius

Fyrir söng á plötunni Mannabörn með Tómasi R. Einarssyni og plötunni Containing dark með Geislum.

Tónlistarflytjandi ársins

AmabAdamA

Fyrir líflega sviðsframkomu og glaðlega framgöngu sem slegið hefur í gegn.

Dimma

Fyrir kraftmikinn og einlægan flutning á þungarokki þar sem áherslan hefur m.a. verið á að ná til fólks á öllum aldri.

Grísalappalísa

Fyrir einstaklega skemmtilega og óútreiknanlega framgöngu á tónleikum sínum og skapandi samstarf með Megasi á Iceland Airwaves.

Skálmöld

Fyrir sterka sviðsframkomu, jákvæðni og útgeislun sem skilar sér í mögnuðum flutningi á tónleikum sem og leiksviði og hefur náð að hrífa jafnt unga sem aldna.

Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Fyrir tónleika í Eldborg þar sem tókst að skapa einstakt andrúmsloft í ólíklegu, en kraftmiklu samstarfi.

Tónlistarviðburður ársins

ATP Iceland

Vel skipulagður viðburður og metnaðarfull tónlistardagskrá.

Eistnaflug

Fjölsótt og vaxandi rokkhátíð þar sem skapast einstök stemning og enginn má vera fáviti.

Frumflutningur Þjóðlagsins “Ísland” á RÚV

Einstakt framtak þar sem tugir þúsunda radda sameinuðust í flutningi.

Iceland Airwaves

Hátíð sem vex og dafnar jafnt og þétt, færir líf í höfuðborgina og gerir sífellt betur.

Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg

Óvenjuleg samsetning sem skilaði sér í einstökum viðburði og töfrandi tónlistarstemmingu.

Textahöfundur ársins

Björn Jörundur Friðbjörnsson og Daníel Ágúst Haraldsson (Nýdönsk)

Fyrir skemmtilega texta á plötunni Diskó Berlín með Nýdönsk.

Magnús Jónsson og Steinunn Jónsdóttir (AmabAdamA)

Fyrir einlæga og einfalda gleðitexta á plötunni Heyrðu mig nú með AmabAdamA.

Snæbjörn Ragnarsson (Skálmöld)

Fyrir þjóðlega texta þar sem bragfræðin nýtur sín á plötunni Með vættum með Skálmöld.

Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló)

Fyrir hnyttna og grípandi texta á plötunni Sorrí með Prins Póló.

Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson (Valdimar)

Fyrir tilfinningaríka og heillandi texta á plötunni Batnar útsýnið með Valdimar.

Lagahöfundur ársins

Magnús Jónsson (AmabAdamA)

Fyrir líflegar lagasmíðar á plötunni Heyrðu mig nú með AmabAdamA.

Gus Gus

Fyrir vandaðar og metnaðarfullar lagasmíðar á plötunni Mexico.

Mono Town

Fyrir þaulhugsaðar og vel útfærðar lagasmíðar á plötunni In The Eye of The StorMono Town

Skálmöld

Fyrir þjóðlegar og kraftmiklar lagasmíðar sem eiga sér fáar líkar, á plötunni Með vættum.

Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló)

Fyrir grípandi og glettilegar lagasmíðar á plötunni Sorrí með Prins Póló.

Bjartasta vonin

AmabAdamA

Júníus Meyvant

Máni Orrason

Vio

Nýliðaplata ársins

Hekla Magnúsdóttir – Hekla

Russian.girls – Old Stories

Young Karin – n1

Sígild- og samtímatónlist

Plata ársins

Aerial ­- Anna Þorvaldsdóttir

Flytjendur: CAPUT, Duo Harpverk, Nordic Affect, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Tinna Þorsteinsdóttir, Frank Aarnink, Stefán Jón Bernharðsson og Sigurður Þorbergsson.

Einstæður tónheimur Önnu Þorvaldsdóttur í meðförum einvala liðs íslenskra hljóðfæraleikara. Sex verk, samin á árunum 2011-2013 fyrir ólíkar hljóðfærasamsetningar, draga fram þá skýru sýn og hugsun sem býr að baki tónlist Önnu.

Aría ­- Gissur Páll Gissurarson og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Nokkrar af þekktustu tenóraríum ítalskra tónbókmennta í innilegri og lifandi túlkun Gissurar Páls og Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Petri Sakari. Afar skemmtilegur og grípandi diskur.

Fantasíur fyrir einleiksfiðlu – eftir G. P. Telemann ­Elfa Rún Kristinsdóttir

Metnaðarfullt efnisval Elfu Rúnar sem túlkar þessar einleiksfantasíur barokktónskáldsins Telemanns af frábæru innsæi og innlifun en Elfa Rún leikur á barrokkfiðlu í upptökunni. Fyrsti einleiksdiskur Elfu sem er búsett í Berlín og leikur þar jöfnum höndum glænýja og gamla tónlist.

The Negotiation of Context ­- Davíð Brynjar Franzson

Flytjendur: Yarn/Wire (Ian Antonio, Russell Greenberg, Laura Barger, Ning Yu.)

Afar áhugavert tónverk Davíðs Brynjars í þremur sjálfstæðum þáttum þar sem unnið er á nýstárlegan hátt með hljóðheim ásláttarhljóðfæra, orgels og píanós í einkar næmri túlkun Yarn/Wire.

Transfigurato ­- Kristinn Árnason

Tónlist eftir Alonso Mudarra, Silvius Leopoldus Weiss, Johann Kaspar Mertz, Isaac Albeniz, Enrique Granados, Emilio Pujol og Áskel Másson.

Efnisvalið einkennist af mikilli og skemmtilegri breidd, allt frá 16. öld til okkar tíma þar sem gítarleikur Kristins er glæsilegur, fullur af litbrigðum og snerpu.

Tónverk ársins

Ár á a streng ­- eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur

Verkið er látlaust og seiðandi og titillinn vel til fundinn, þar sem hljóðfærin endurspegla hægferðugt áratak í lygnu vatni. Grunntónbil flestra strengjahljóðfæra, fimmundin, er áberandi í verkinu og yfirtónarraðir sömuleiðis. Hægferðug og látlaus tónlist.

Ek ken di nag ­- eftir Daníel Bjarnason

Hér má segja að kveði við nýjan tón hjá Daníel. Titill verksins er á afrikaans og er fenginn úr ljóði suðurafrísku skáldkonunnar Elísabeth Eybers. Í ljóðinu lýsir hún heimþrá til Suður-Afríku. Verkið er áleitið og spennandi og samsetningin, tréblásturshljóðfæri og raddir blandast á sérlega skemmtilegan hátt.

Hér vex enginn sítrónuviður­ – eftir Atla Heimi Sveinsson við texta Gyrðis Elíassonar

Verkið er samið við ljóð Gyrðis Elíassonar og er fyrir sömu hljóðfærasamsetningu og er í Pierrot Lunaire eftir Arnold Schönberg. Verkið er þó fyllilega sjálfstætt og sérlega áhugavert og endurskapar ljóðheim Gyrðis einstaklega vel.

Klarinettukonsert – eftir Svein Lúðvík Björnsson

Rödd klarinettsins er mjög framarlega í verkinu, lagræn og syngjandi og hljómsveitin styður við og rammar hana inn en myndar um leið andstæðu við hana. Klarinettuparturinn er mjög krefjandi, þar sem kvarttónar eru nokkuð áberandi, eins og áður hefur heyrst í verkum Sveins Lúðvíks. Áhrifamikið og glæsilegt verk.

Trajectories ­- eftir Önnu Þorvaldsdóttur

Trajectories fyrir píanó og rafhljóð var upphaflega samið í samstarfi við vídeólistamanninn Sigurð Guðjónsson. Orðið getur þýtt það far eða línu sem stórir massar marka í himingeimnum. Verk Önnu hafa alltaf í sér einhvern kosmískan tón og hér gefur að heyra hægfara ferð þungra massa sem skilja eftir far í huga áheyrandans. Verkið er dimmt og þungt, mjög áhrifamikið.

Tónhöfundur ársins

Anna Þorvaldsdóttir

Fyrir Trajectories. Trajectories fyrir píanó og rafhljóð var upphaflega samið í samstarfi við vídeólistamanninn Sigurð Guðjónsson. Orðið getur þýtt það far eða línu sem stórir massar marka í himingeimnum. Verk Önnu hafa alltaf í sér einhvern kosmískan tón og hér gefur að heyra hægfara ferð þungra massa sem skilja eftir far í huga áheyrandans. Verkið er dimmt og þungt, mjög áhrifamikið.

Atli Heimir Sveinsson

Fyrir Hér vex enginn sítrónuviður. Verkið er samið við ljóð Gyrðis Elíassonar og er fyrir sömu hljóðfærasamsetningu og er í Pierrot Lunaire eftir Arnold Schönberg. Verkið er þó fyllilega sjálfstætt og sérlega áhugavert. Atla Heimi tekst einkar vel að endurskapa heim ljóða Gyrðis í tónum innan Pierrot hljóðfæraskipunarinnar.

Daníel Bjarnason

Fyrir Blow Bright og Ek ken di nag. Í verkinu Ek ken di Nag má segja að kveði við nýjan tón hjá Daníel. Verkið er áleitið og spennandi og samsetningin, tréblásturshljóðfæri og raddir, blandast á sérlega skemmtilegan hátt. Blow Bright var samið að beiðni fílharmóníuhljómsveitar Los Angeles og aðalstjórnanda hennar, Gustavo Dudamel. Verkið endurspeglar vel höfundareinkenni Daníels, fínofinn og úthugsaður vefur tónmálsins er litríkur og fjölbreyttur og útkoman er glæsilegt tónverk í alla staði.

Hildur Guðnadóttir

Fyrir tónlist á plötunni Saman. Fjórða plata Hildar Guðnadóttur sem gefin er út af hinni virtu Touch-útgáfu. Einstök tónhugsun Hildar Guðnadóttur í sinni fegurstu mynd þar sem sellóleikur hennar rennur saman við söngrödd hennar en að auki kemur Skúli Sverrisson bassaleikari við sögu á plötunni. Platan hefur einnig að geyma útsetningu Hildar á sálmi Þorkels Sigurbjörnssonar, Heyr himnasmiður. Einstaklega falleg og vel hugsuð plata.

Jóhann Jóhannsson

Fyrir tónlist við kvikmyndina The Theory of Everything. Jóhann Jóhannsson kveður sér enn á ný hljóðs með framúrskarandi kvikmyndatónlist, að þessu sinni við kvikmyndina The Theory of Everything. Hér blandast saman innsæi og næmni í tónlist sem er undir sterkum áhrifum minimalisma. Með tónlist við kvikmyndirnar Prisoners (2013) og The Theory of Everything (2014) hefur Jóhann stimplað sig rækilega inn í heim kvikmyndatónlistar. Eftirminnileg plata.

Tónlistarflytjandi ársins

Einar Jóhannesson

Fyrir flutning á Klarinettukonsert Sveins Lúðvíks Björnssonar. Leikur Einars á krefjandi einleiksparti Klarinettukonserts Sveins Lúðvíks Björnssonar bar vott um mikla reynslu og túlkun hans var bæði djúp og músíkölsk.

Kammersveit Reykjavíkur og Hanna Dóra Sturludóttir

Fyrir flutning á Pierrot Lunaire eftir Schönberg á opnunartónleikum Listahátíðar í Reykjavík.

Flutningur sveitarinnar og Hönnu Dóru undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar var einstaklega vel samstilltur og túlkun þeirra á þessu magnaða verki eftirminnileg.

Nordic Affect

Fyrir tónleika á Myrkum Músikdögum, á Listahátíð í Reykjavík og í Skálholtskirkju.

Tónleikar hópsins eru ætíð fagnaðarefni enda efnisskrá þeirra spennandi blanda af aldagömlum verkum og öðrum splunkunýjum.

Sigurgeir Agnarsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir

Fyrir heildarflutning á verkum Beethovens fyrir selló og píanó í Listasafni Íslands á Listahátíð í Reykjavík. Sigurgeir og Anna Guðný fluttu allar sónötur og tilbrigði Ludwigs van Beethovens á þrennum tónleikum. Metnaðarfullt verkefni og glæsilegur heildarflutningur.

Víkingur Heiðar Ólafsson

Fyrir flutning sinn á Goldbergtilbrigðum Bachs á RMM og Píanókonserti nr. 1 eftir Beethoven með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Víkingur sýndi það og sannaði enn og aftur í ár að hann er einn okkar fremsti tónlistarmaður. Flutningur hans og túlkun verkanna einkenndist af miklum skilningi og einstöku tónlistarlegu innsæi.

Tónlistarviðburður ársins

Reykjavik Midsummer Music

Reykjavík Midsummer Music Festival fór fram í þriðja skipti og hefur áunnið sér fastan sess í tónlistarlífi þjóðarinnar. Verkefnaval er fjölbreytt en hátíðin náði að þessu sinni hámarki í flutningi Víkings Heiðars Ólafssonar á Goldberg-tilbrigðum Bachs.

Sumartónleikar í Skálholti

Sumartónleikar í Skálholti eru elsta og jafnframt ein virtasta tónlistarhátíð landsins og hefur verið haldin á hverju sumri frá stofnun árið 1975. Þar hefur alltaf verið lögð áhersla á barokktónlist annars vegar og glænýja íslenska hins vegar og ótal íslensk tónverk hafa verið samin sérstaklega fyrir hátíðina og frumflutt á tónleikum þar. Vonandi mun hátíðin halda áfram að vera eitt af flaggskipum íslenskrar tónlistar um ókomin ár.

Tónleikahald í Mengi

Mengi stimplaði sig inn á árinu sem einn áhugaverðasti tónleikastaður landsins, þar sem boðið var upp á nýja og ferska tónlist frá stórum hópi tónlistarmanna úr ýmsum áttum. Staðurinn er vettvangur spunatónlistar og tilraunakenndrar tónlistar en slíkan tónleikastað hefur sárlega vantað í íslenskt tónlistarlíf.

Uppsetning Íslensku óperunnar á Don Carlo

Stórkostleg uppfærsla og með því allra besta sem Íslenska óperan hefur gert frá upphafi. Góð heildarmynd og frábær útfærsla með úrvals söngvurum og hljóðfæraleikurum.

Þýsk sálumessa eftir Brahms ­- Söngsveitin Fílharmónía undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar

Næm túlkun Magnúsar Ragnarssonar á þessu meistaraverki tónbókmenntanna, Þýskri sálumessu eftir Johannes Brahms, var einn af höfuðviðburðum síðasta árs. Metnaðarfullt verkefnaval sem kór, hljómsveit og einsöngvarar skiluðu með afbrigðum vel.

Ævintýraóperan Baldursbrá eftir þá Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson

Metnaðarfull og skemmtileg tónleikauppfærsla á nýrri íslenskri barnaóperu. Framúrskarandi flutningur á nýju íslensku verki sem á vonandi eftir að flytja á sviði. Hér fer saman lifandi og vel samin tónlist við snarpan texta.

Söngvari ársins

Elmar Gilbertsson

Fyrir frammistöðu sína í hlutverki Daða Halldórssonar í óperunni Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson, í uppsetningu Íslensku Óperunnar.

Kristinn Sigmundsson

Fyrir frammistöðu sína í hlutverki Filippusar II Spánarkonungs í uppfærslu Íslensku Óperunnar á Don Carlo eftir Giuseppe Verdi.

Oddur Arnþór Jónsson

Fyrir frammistöðu sína í hlutverki Rodrigo í uppfærslu Íslensku Óperunnar á Don Carlo eftir Giuseppe Verdi.

Ólafur Kjartan Sigurðarson

Fyrir söng sinn í ljóðaflokki Modest Músorgskíjs, Söngvar og dansar dauðans, þar sem Vladimir Ashkenazy stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Jón Svavar Jósefsson

Fyrir söng sinn á tónleikum kammerhópsins Kúbus þar sem lög Karls Ottós Runólfssonar voru flutt í nýjum kammerútsetningum.

Söngkona ársins

Hallveig Rúnarsdóttir

Fyrir söng sinn í Sálumessu Johannesar Brahms í flutningi Söngsveitarinnar Fílharmóníu undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.

Hanna Dóra Sturludóttir

Fyrir hlutverk Eboli í uppfærslu Íslensku Óperunnar á Don Carlo eftir Giuseppe Verdi sem og fyrir söng í Hér vex enginn sítrónuviður eftir Atla Heimi Sveinsson og Pierrot Lunair eftir Arnold Schönberg sem flutt var af Kammersveit Reykjavíkur á Listahátið.

Helga Rós Indriðadóttir

Fyrir hlutverk Elisabettu í uppfærslu Íslensku Óperunnar á Don Carlo eftir Giuseppe Verdi.

Hildigunnur Einarsdóttir

Fyrir söng sinn á tónleikum kammerhópsins Kúbus þar sem lög Karls Ottós Runólfssonar voru flutt í nýjum kammerútsetningum.

Þóra Einarsdóttir

Fyrir frammistöðu sína í hlutverki Ragnheiðar í samnefndri óperu eftir Gunnar Þórðarsson og Friðrik Erlingsson, í uppsetningu Íslensku Óperunnar.

Opinn flokkur

Plata ársins

Kiasmos – Kiasmos

Tónskáldið Ólafur Arnalds og Janus Rasmussen úr Bloodgroup sameina krafta sína undir merkjum Kiasmos. Þeir skapa saman dansvæna tónlist með mínímalískum formerkjum þar sem notast er við rafræna hljóðgjafa í bland við hefðbundin hljóðfæri.

Night Without Moon – Byzantine Silhouette

Byzantine Silhouette hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli fyrir framúrskarandi túlkun á tónlist ættaðri frá Balkanskaga og miðausturlöndum. Á Night without Moon safna þeir saman lögum úr sarpi sveitarinnar og útkoman er frábær.

Saman – Hildur Guðnadóttir

Platan myndar eina heild og er öll verk Hildar, bæði tónlistin og flutningurinn – fyrir utan eitt lag, sem hún útsetur mjög fallega og Skúli Sverrisson bassaleikari leikur með henni í einu lagi. Hildur er sellóleikari og notar sellóið óspart í verkum plötunnar, ýmist hefðbundið eða breytt með rafhljóðum og í nokkrum lögum bætist söngur hennar við. Hildur nær að láta sellóið syngja einstaklega fallega og hlustandinn fær það á tilfinninguna að hún spinni tónlistina fram á því augnabliki sem hún hljómar. Tónlistin er íhugul og falleg og umvefur hlustandann.

Revolution In The Elbow Of Ragnar Agnarsson Furniture Painter – Ívar Páll Jónsson

Söngleikurinn Revolution In The Elbow of Ragnar Agnarson Furniture Painter er hugarfóstur Ívars Páls Jónsonar sem stekkur fram á senuna í þessari frumraun sinni sem fullmótaður laga- og textahöfundur. Grípandi lagasmíðar og frábær flutningur eru aðalsmerki verksins.

Temperaments – Kippi Kaninus

Temperaments er ævintýraleg plata frá Kippa Kanínus. Hún er heldur rythmískari en fyrri útgáfur frá honum en á plötunni er að finna frábæran hljóðfæraleik í bland við smekklega forritaða takta og tóna.

The Theory Of Everything – Jóhann Jóhannsson

Á plötunni er að finna tónlist við samnefnda kvikmynd um enska eðlis- og heimsfræðinginn Stephen Hawking sem fengist hefur við að greina upphaf tímans og alheimsins. Í myndinni er sagt frá lífi hans og ástum en einnig átökum við vísindin og erfið veikindi. Tónlistin er falleg og flæðandi og full af andstæðum og nær að lýsa og styðja við óvenju vítt umfjöllunarefni kvikmyndarinnar; allt frá ástum ungra stúdenta í Oxford við upphaf sjöunda áratugar síðustu aldar, til stórfenglegra viðfangsefna Hawkings og innri átaka þegar hann greinist með erfiðan sjúkdóm og er ætlað stutt líf. Stórar og margbreytilegar tilfinningar sem tónlistin nær að túlka óstudd, allt frá upphafi plötunnar til loka hennar.

Tveir heimar – Sigurður Flosason

Djass spuni og klassískt tónmál mætast á þessari óvenjulegu plötu þar sem Sigurður fer út fyrir þægindarammann. Hann túlkar nokkur þriðja straums tónverk eftir þrjá íslensk tónhöfunda sem samin voru sérstaklega fyrir hann á þrjátíu ára tímabili.

Upptökustjóri ársins

Axel Árnason ­- Fyrir upptökur á plötunni Með vættum með Skálmöld

Heilsteyptur og þungur rokkhljómur þar sem hljóðfæraleikur og söngtúlkun njóta sín til hins ítrasta.

GusGus ­- Fyrir upptökur á plötunni Mexico með GusGus

Einkennandi danstónlistarhljómur GusGus skapar taktfastan tónlistarbræðing sem hreyfir við hlustendum.

Friðfinnur Sigurðsson ­- Fyrir upptökur á plötunni Silkidrangar með Samaris

Heillandi hljóðvefur sem hæfir tónsmíðunum og lyftir þeim á næman og eftirtektarverðan máta.

Jóhann Jóhannsson ­- Fyrir upptökur á plötunni The Theory Of Everything

Platan inniheldur seiðandi fagra kvikmyndatónlist Jóhanns.

Valgeir Sigurðsson og Ben Frost ­- Fyrir upptökur á plötunni Aurora með Ben Frost

Áræðnar tónlistarfléttur Frosts skapa ólgandi hljómlistarstraum sem Valgeiri tekst að fanga á einstakan hátt.

Plötuumslag ársins

Gus Gus – Mexico – Hönnuður: Alex Czetwertynski

Kippi Kanínus – Temperaments – Hönnuðir: Inga og Orri

My Bubba – Goes Abroader – Hönnuður: My Bubba

Prins Póló – Sorrí – Hönnuður: Svavar Pétur Eysteinsson

Úlfur Kolka – Borgaraleg óhlýðni – Hönnuður: Maria Herreros og Úlfur Kolka

Tónlistarmyndband ársins

Dísa – Stones – Leikstjóri: Máni M. Sigfússon

FM Belfast – Brighter Days – Magnús Leifsson

Mammút – Þau svæfa – Leikstjórar: Sunneva Ása Weisshappel og Katrína Mogensen

Rökkurró – The Backbone – Leikstjórar: Sunneva Ása Weisshappel og Anni Ólafsdóttir

Úlfur Úlfur – Tarantúlur – Leikstjóri: Magnús Leifsson

Popp og rokk

Lagahöfundur ársins – popp og rokk

Drangar

Fyrir samnefnda plötu þar sem frumleg notkun hljóðfæra í bland við fjölbreyttan söng og sterkar lagasmíðar nýtur sín vel.

Emilíana Torrini

Fyrir Tookah; ljúfar lagasmíðar sem láta lítið yfir sér í byrjun en reynast þéttofnar og marglaga við nánari hlustun.

Hjaltalín

Fyrir Enter 4, þar sem hljómsveitin fer óhefðbundnar og margslungnar leiðir í lagasmíðum sínum.

John Grant

Fyrir Pale Green Ghosts. Einlæg og öflug tónlist Johns Grant er hér samfléttuð raftónlist, sums staðar á ögrandi hátt, svo að úr verður einstök blanda.

Mammút

Fyrir Komdu til mín svarta systir. Sterkar lagasmíðar, skemmtileg uppbygging og útsetningar, þar sem kraftmikill söngurinn er studdur dyggilega af frumlegum hljóðfæraleik.

Lag ársins – popp og rokk

Crack In a Stone – Hjaltalín

Margbrotið lag sem grípur mann strax á fyrstu sekúndum: trommur, gítar og frábær bassalína; Högni og Sigríður syngja saman lagið, sem byggist upp í litla sinfóníu með Bítlalegum hljóðheimi. Áhrifaríkt og fallegt.

GMF – John Grant

Þetta fallega, rólega lag stingur skemmtilega í stúf við kjarnyrtan textann; söngur Johns Grant er mjúkur og sterkur í senn og undirstrikar kaldhæðnina í textanum. Einfaldlega vel samið lag.

Salt – Mammút

Taktföst byrjun, frumlegur millikafli, áleitinn söngur og vel útsettur undirleikur. Vel samið lag með þjóðlagalegri undiröldu sem hrífur mann með sér.

Speed of Dark – Emilíana Torrini

Eitt af þessum lögum sem vekur athygli manns innan um öll hin lögin í útvarpinu; byrjar lágstemmt, en stöðugur takturinn og fallegur söngur Emilíönu sem eins og fléttast um lagið virkar næstum dáleiðandi. Hrífandi lag, bæði fyrir hug og dansgólf.

Glaðasti hundur í heimi – Dr. Gunni og félagar

Eitt af ekki svo mörgum barnalögum sem grípa fullorðna jafn föstum tökum og börnin. Skemmtilegt lag og Friðrik Dór góður í hlutverki hundsins glaðasta.

Mamma þarf að djamma – Baggalútur og Jóhanna Guðrún

Verulega grípandi og gott lag með drepfyndnum og snilldarvel sömdum texta, og punkturinn yfir i-ið er frábær söngur og túlkun Jóhönnu Guðrúnar.

Tónlistarflytjandi ársins – popp og rokk

Áhöfnin á Húna

Fyrir einstaka tónleikasjóferð kringum landið og vel heppnaða bryggjutónleika á fjöldamörgum stöðum, þrátt fyrir misgott veðurfar.

Hjaltalín

Fyrir magnaða útgáfutónleika, áhrifaríka tónleika á Airwaves o.fl.

Mammút

Fyrir kraftmikinn og áhrífaríkan flutning á Airwaves, útgáfutónleikum o.fl.

Of Monsters And Men

Fyrir frábæran flutning á tónleikum víðs vegar um heim, auk eftirminnilegra stórtónleika á Víðistaðatúni sl. sumar.

Skálmöld

Fyrir sterka sviðsframkomu, áhrifamikinn og öflugan flutning og frumleika.

Textahöfundur ársins

Bragi Valdimar Skúlason

Fyrir texta við lög Baggalúts. Einstaklega hnyttinn og flinkur textahöfundur sem leikur sér með tungumálið.

Bubbi Morthens

Sannkallaður sögumaður sem flytur okkur einlæga og sterka samfélagstexta úr nútíð og fortíð á plötunni Stormurinn.

Drangar

Tilfinningaríkir og kjarnyrtir textar á plötunni Drangar.

Íkorni

Vönduð textagerð sem fer vel með ljúfum lagasmíðum á fyrstu plötu Íkorna.

Katrína Mogensen

Munúðarfullir og kraftmiklir textar, sem einkennast af orku og ástríðu,  á plötunni Komdu til mín Svarta systir með Mammút.

Söngvari ársins – popp og rokk

Egill Ólafsson

Einstakur söngvari sem getur brugðið sér í ótal hlutverk. Hélt frábæra afmælistónleika á árinu og stofnaði til samstarfs við ungt tónlistarfólk með góðum árangri. Fjölhæfur og frjór í sinni tónlistarsköpun og flutningi og átti einnig topplag á árinu.

Högni Egilsson

Hæfileikaríkur söngvari og listamaður með mikla útgeislun. Tilnefndur fyrir söng sinn með Hjaltalín og í öðrum verkefnum s.s. á leiksviði og víðar.

John Grant

Gaf út plötuna Pale Green Ghosts og kom fram á fjölda tónleika innanlands- sem utan. Blæbrigðaríkur söngvari sem sýndi á árinu að hann er óhræddur við að reyna nýja hluti og efna til samstarfs við aðra tónlistarmenn í fjölbreyttum verkefnum.

Pálmi Gunnarsson

Einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar fór yfir magnaðan feril sinn með stórtónleikum á árinu og sendi frá sér þrefalda ferilsplötu með einu nýju lagi sem fór á toppinn.

Jökull Júlíusson

Kraftmikill söngvari sem komst rækilega á kortið í ár með hljómsveit sinni Kaleo. Jafnvígur á bljúgar ballöður og rífandi rokkslagara.

Eyþór Ingi

Sigraði örugglega í Söngvakeppni sjónvarpsins, kom að fjölbreyttum verkefnum s.s. með Todmobile, Freddie Mercury heiðurstónleikum og gaf út plötu ásamt Atómskáldunum.

Söngkona ársins – popp og rokk

Emilíana Torrini

Fyrir tilfinningaríkan, en áreynslulausan og fallegan söng á plötunni Tookah.

Jóhanna Guðrún

Fjölhæf söngkona sem tekið hefur þátt í fjölbreyttum verkefnum. Fer á kostum með Baggalúti.

Sigríður Thorlacius

Fyrir frábæra túlkun og framkomu, einstaka söngrödd og flutning með Hjaltalín, á plötunni Jólakveðju og víðar.

Katrína Mogensen

Kraftmikil rödd með mikinn karakter, sterk sviðsframkoma og eftirtektarverður flutningur með hljómsveitinni Mammút.

Lay Low

Einlæg í flutningi sínum með mjúka en þó blæbrigðaríka rödd sem nýtur sín vel í einföldum útsetningum þar sem söngurinn stendur fremstur.

Andrea Gylfadóttir

Töfrandi og fjölhæf söngkona sem leikur sér að því að flakka á milli tónlistarstefna. Hefur komið að margbreytilegum verkefnum á árinu með hljómsveit sinni Todmobile, Blúsmönnum og sem sólólistamaður.

Hljómplata ársins – popp og rokk

Drangar – Drangar

Líflegar lagasmíðar, fjölbreyttur og frumlegur flutningur og skemmtilegir textar einkenna þessa fyrstu plötu Dranga.

Tookah – Emilíana Torrini

Heillandi plata sem vinnur á við hverja hlustun. Mjúkar, vel samdar melódíur og seiðandi söngur.

Enter 4 – Hjaltalín

Athyglisverð plata þar sem fjölbreytnin er allsráðandi í óhefðbundnum og dramatískum popplagasmíðum.

Íkorni – Íkorni

Áhugverð frumraun – heillandi, hugljúfar lagasmíðar og fallegur hljóðheimur.

Pale Green Ghosts – John Grant

Sterk plata sem er í senn uppgjör við erfiða tíma og ný framtíðarsýn. Falleg rödd Johns Grant nýtur sín í fjölbreyttum lögum þar sem blandast hugljúfar lagasmíðar söngvaskáldsins og taktföst raftónlistin.

Komdu til mín svarta systir – Mammút

Orkumikið verk sem einkennist af frumkrafti og ástríðu. Sterkir textar og athyglisverðar lagasmíðar fluttar af mikilli tilfinningu.

Kveikur – Sigur rós

Tónlistin á þessari sjöundu plötu Sigur rósar er sem magnað ferðalag um íslenska náttúru; eldur, ís, stormur, rafmagn… og svo loks komist í var. Kveikur er kröftugasta plata sveitarinnar í langan tíma, jafnvel sú kröftugasta frá upphafi. Þykkt, tilkomumikið, fljótandi hraunrokk.

Coca Cola plata ársins

Grísalappalísa – Ali

Vök- Tension

Steinar – Beginning

Bjartasta vonin (Popp, rokk og blús)

Vök

Kaleo

Kött Grá Pjé

Grísalappalísa

Highlands

Djass og blús

Tónhöfundur ársins – Jazz og blús

Kristján Tryggvi Martinsson (K-tríó)

Kristján er frjór tónhöfundur, sem víkur gjarnan frá hefðbundnum leiðum djasshöfunda og skipar húmorinn oft heiðurssess í verkum hans.

Samúel Jón Samúelsson (SJS Big Band)

Samúel skrifar einfaldar en kröftugar línur fyrir stórsveit sína og leitar oft fanga hjá horfnum stórsveitarmeisturum jafnt sem þeim er skína skærast í afrófönkheiminum.

Sunna Gunnlaugsdóttir (Sunna Gunnlaugs)

Sunna er næm á fallegar laglínur þótt hún skrifi ekki síður í hefðbundnum stíl eftir-bopp djassins.

Tómas R. Einarsson

Tómas er meistari í að byggja upp tónverk sín og notar þá jafnt karabísk sem íslensk minni. Laglínurnar eru margar minnisstæðar og sumar hljóma eins og þær hafi alltaf verið til.

Tónverk ársins – Jazz og blús

Ethiopian af plötunni 4 hliðar – Samúel Jón Samúelsson

Hrynfast verk með margar víddir og þrátt fyrir fönkið má greina áhrif frá eldri meisturum  stórsveitardjassins í raddsetningunni.

Janúar af plötunni Bassanótt – Tómas R. Einarsson

Ljúfri laglínunni er gefinn þungi með bassaleik höfundar og það má skynja Ísland ekki síður en Kúbu í tónlistinni.

Smiling Face af plötunni Distilled – Þorgrímur Jónsson

Ballaða þar sem höfundurinn lýsir tilfinningum sínum í sterkum bassaleik í bland við mjúkan píanóleik.

Strokkur af plötunni Meatball Evening – Kristján Tryggvi Martinsson

Verkið er expressjónísk lýsing á miklum umbrotum; stríðhljóma og kynngimagnað.

Tónlistarflytjandi ársins – Jazz og blús

ADHD

Kvartett sem leitar víða fanga í hryntónlist nútímans þó að oftast verði innhverf ballöðutúlkun ofaná. Hver einstaklingur býr yfir persónulegum stíl sem þjónar þó alltaf heildinni.

Samúel Jón Samúelsson Big Band

Hljómsveit þar sem leikgleðin ríkir öllu öðru ofar, fönkaður hrynur og frábærir einleikarar hrífa jafnt dansglaða og þá sem vilja einbeita sér að hlustun.

Sigurður Flosason

Sigurður nálgast fullkomnun í altósaxófónleik sínum, sér í lagi í mjúktóna spuna. Hann er einn afkastamesti tónlistarmaður okkar og auk þess að leika á saxófóna og flautu er hann vaxandi hljómsveitarstjóri og aðalstjórnandi Stórsveitar Reykjavíkur.

Tríó Sunnu Gunnlaugs

Sérstaklega samspilað tríó þar sem einstaklingarnir þekkja hver annan firna vel, enda hafa þeir haldið fjölda tónleika víða um heim lengi vel.

Hljómplata ársins – Jazz og blús

K-Tríó – Meatball Evening

Kröftugur en fágaður djass með skemmtilegum snúningum og útúrdúrum sem koma á óvart. Tónlistin gælir við hlustirnar á sama tíma og hún rótar í huganum og kallar á óvænt hughrif.

Samúel Jón Samúelsson Big Band – 4 hliðar

Lifandi sönnun þess að heitustu hrynslaufur afróbítsins og tælandi tónar brasilísku sömbunnar eiga heima á norðurhjara. Jöklar bráðna, hitastig hækkar og gleðin tekur völdin þegar Samúel telur í.

Sigurður Flosason og Kjeld Lauritsen – Nightfall

Sigurður nálgast fullkomnun í altósaxófónleik sínum, sér í lagi í mjúktóna spuna. Hann er einn afkastamesti tónlistarmaður okkar og auk þess að leika á saxófóna og flautu er hann vaxandi hljómsveitarstjóri og aðalstjórnandi Stórsveitar Reykjavíkur.

Sunna Gunnlaugs – Distilled

Skapandi og hugmyndaríkur tónheimur Sunnu Gunnlaugs, Þorgríms Jónssonar og Scotts McLemore, ásamt þéttofnu samspili sem leyfir tónlistinni að anda á réttum stöðum, er meginstyrkur Distilled.

Bjartasta vonin (Popp, rokk og blús)

Vök

Kaleo

Kött Grá Pjé

Grísalappalísa

Highlands

Bjartasta vonin (Djass og sígild- og samtímatónlist)

Baldvin Oddsson, trompetleikari

Fjölnir Ólafsson, barítónsöngvari

Ingi Bjarni Skúlason, píanóleikari

Rósa Guðrún Sveinsdóttir, söngkona

Sígild- og samtímatónlist

Tónverk ársins – Sígild- og samtímatónlist

Lokalagið úr kvikmyndinni Í draumi sérhvers manns eftir Atla Ingólfsson, frumflutt af Víkingi Heiðari Ólafssyni og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Ilans Volkov á Tectonics-tónlistarhátíðinni 2013.

Þetta er eins konar píanókonsert þar sem píanóið verður æ meira áberandi eftir því sem líður á verkið. Atli vísar í ljóð Steins Steinars: „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið“ þar sem felst mikilvæg vísbending. Verkið er á köflum óreiðukennt, sem skapar áhugaverða spennu eftir því sem líður á verkið. Verkinu vindur fram og píanóparturinn verður æ flóknari og erfiðari. Þetta er óvenjulegt og skemmtilegt verk með kaldranalegan húmor.

Gangverk englanna eftir Gunnar Andreas Kristinsson, frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Ilans Volkovs á Myrkum músíkdögum 2013.

Efniviðurinn er að hluta sóttur í íslenska vögguvísu, „Vaki englar vöggu hjá“, sem fléttast saman við ýmis vélræn ferli, nokkurs konar gangvirki. Þannig birtast fallegar andstæður í verkinu – hið mjúka og innhverfa andspænis hinu vélræna og harða.

Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson. Frumflutt í Skálholti árið 2013.

Þetta er saga Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskupsdóttur sem Gunnar færir í óperubúning. Hann notar tónmál sem er fremur hefðbundið og nýstárlegt í senn og nær að segja þessa erfiðu sögu á skýran og næman hátt og um leið búa til glæsilega óperu sem gaman verður að sjá á sviði.

Höfuðskepnur eftir Hauk Tómasson. Frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórnJohn Storgårds, í nóvember árið 2012.

Verkið er í fimm köflum og er samið með staðsetningu Hörpu í huga „þar sem frumöflin haf, land og norðangarrinn mæta menningunni.“ Hver kafli fyrir sig lýsir einni höfuðskepnu og Haukur sækir efniviðinn í jarðarpúlsinn, ískur íssins, ljós, loft og hinn endanlega skugga. Umfjöllunarefnið er á kosmískum skala og endurspeglast í fjölbreyttri úrvinnslu efnisins, þykkur tónvefur á móti fínlegum, háir tónar á móti dökkum, fastur rytmi á móti fljótandi. Í þessu stórbrotna verki má heyra mörg helstu einkenni tónsmíða Hauks.

Ice Age eftir Huga Guðmundsson. Samið fyrir og frumflutt af Kammerkór danska útvarpsins í desember 2012.

Verkið er samið fyrir kór og rafhljóð við ljóð Sigurbjargar Þrastardóttur. Dúlúðugt og seiðandi verk þar sem hefðbundnir hljómar og glissandó-strófur kórsins og rafhljóð unnin út frá þeim mynda heillandi vef. Eins og oft í verkum sínum tengir Hugi saman nútímann og vísanir hí fortíðina og hér vísar hann aftur í rómantíska skandinavíska kórahefð. Huga lætur vel að skrifa fyrir raddir og hér bætir hann en enn einni fjöður í þann glæsta hatt.

Nostalgia eftir Pál Ragnar Pálsson. Verkið var frumflutt á Myrkum músíkdögum 2013 af Unu Sveinbjarnardóttur og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Ilans Volkovs.

Efniviður verksins er að miklu leyti sóttur í aðrar listgreinar, samnefnda kvikmynd Andreis Tarkovskis, goðsöguna af Sysifos, og verk franska rithöfundarins Alberts Camus um þá goðsögu  – vísanir eru í horfinn tíma og söknuð eftir honum. Allt myndar þær saman eina sterka og áhrifaríka heild og nafn verksins endurspeglar fortíðarþrána enn frekar. Einstaklega áhrifamikið verk.

Tónhöfundur ársins – Sígild- og samtímatónlist

Atli Ingólfsson

Fyrir verkið „Lokalagið úr kvikmyndinni Í draumi sérhvers manns“.

Gunnar Andreas Kristinsson

Fyrir „Gangverk englanna“.

Gunnar Þórðarson

Fyrir óperuna „Ragnheiði“.

Hugi Guðmundsson

Fyrir „Ice Age“

Haukur Tómasson

Fyrir „Höfuðskepnur“.

Páll Ragnar Pálsson

Fyrir fiðlukonsertinn „Nostalgia“.

Tónlistarflytjandi ársins – Sígild- og samtímatónlist

Kammersveit Reykjavíkur

Kammersveit Reykjavíkur hélt eftirminnilega tónleika á Listahátíð í Reykjavík undir stjórn Petris Sakari, þar sem flutt voru valin verk eftir pólska tónskáldið Withold Lutoslawski í tilefni aldarafmælis hans. Leikur sveitarinnar var frammúrskarandi og túlkun sveitarinnar á framsæknum verkum Lutoslawskis undir stjórn Sakaris sannfærandi í alla staði.

Nordic affect

Tónleikaár tónlistarhópsins Nordic affect einkenndist af mikilli fagmennsku og efnisskrár tónleika hópsins voru fjölbreyttar og vandlega samsettar af skýrri heildarsýn. Hópurinn hefur sérhæft sig í flutningi gamallar tónlistar sem og flutningi á samtímatónlist og hefur á þeim árum sem hann hefur starfað auðgað íslenska tónlistarflóru.

Víkingur Heiðar Ólafsson

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari kom fram á fjölmörgum tónleikum á árinu. M.a. frumflutti hann nýjan píanókonsert Atla Ingólfssonar með Sinóníuhljómsveit Ísland og átti hann mörg eftirminnileg augnablik á hátíðinni Reykjavik Midsumer Music. Auk þess lék hann með fjölmörgum íslenskum listamönnum í þáttaröðinni Útúrdúr sem hann ásamt Höllu Oddnýju Magnúsdóttur gerði fyrir RÚV.

Anna Guðný Guðmundsdóttir

Anna Guðný Guðmundsdóttir var mjög virk í tónlistarlífinu í ár og sýndi enn og aftur fram á að hún er einn af okkar fremstu tónlistarmönnum. Hún átti m.a. stórleik á hátíðinni Reykjavik Midsummer Music, á Listahátíð í Reykjavík í flutningi á verki Igors Stravinskys Petrushka og sem kammertónlistarflytjandi á Reykholtshátíð svo fátt eitt sé nefnt.

Schola Cantorum

Schola Cantorum hélt tónleika á Kirkjulistahátíð ásamt 20 manna hátíðarsveit undir stjórn Harðar Áskelssonar sem helgaðir voru verkum eistneska tónskaldsins Arvo Pärt. Kórinn söng af miklu listfengi og náði vel að koma til skila því tímaleysi og tilbeiðslu sem helst einkennir verk Pärts.

Hljómplata ársins – Sígild- og samtímatónlist

Daníel Bjarnason – Over Light Earth

Á hljómdisknum Over Light Earth má finna tvö af nýrri verkum tónskáldsins og hljómsveitarstjórans Daníels Bjarnasonar, auk endurgerðrar á eldra verki. Frábær hljómdiskur þar sem afar vel er vandað til verka.

Hugi Guðmundsson – Djúpsins ró

Djúpsins ró inniheldur kórverk, kammer- og einleiksverk eftir Huga Guðmundsson. Sérlega áhugaverður hljómdiskur og fjölbreytilegur.

Emilía Rós Sigfúsdóttir og Ástríður Alda Sigurðardóttir – Portrait

Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari og Ástríður Alda Sigurðardóttir bjóða upp á margar af helstu perlum verka fyrir flautu á píanó. Frábær flutningur og vel unninn diskur í alla staði.

Vincent d´Indy – Orchestral Works 5 – Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Rumons Gamba

Samstarf Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Rumons Gamba elur af sér fimmta hljómdiskinn með verkum franska síð-rímantíkersins Vincent d´Indy. Frábær flutningur á áhugaverðri tónlist d´Indy og hljóðupptaka til fyrirmyndar.

Þórður Magnússon – La Poesie

Á hljómdisknum La Poesie má finna fjögur nýlega kammertónverk eftir Þórð Magnússon. Verkin eru afar vel skrifuð og ekki er flutningurinn síðri. Frábær diskur.

Söngkona ársins – Sígild- og samtímatónlist

Hallveig Rúnarsdóttir

Hallveig Rúnarsdóttir hlýtur tilnefningu sem söngkona ársins fyrir frammistöðu sína í hlutverki Michaëlu í uppfærslu Íslensku Óperunnar á Carmen sem og fyrir flutning á sumartónleikum Skálholts 2013.

Hanna Dóra Sturludóttir

Hanna Dóra Sturludóttir hlýtur tilnefningu sem söngkona ársins fyrir frammistöðu sína í titilhlutverki Carmen í uppfærslu Íslensku Óperunnar sem og fyrir flutning á Wesendonk-ljóðum eftir Richard Wagner með Sinfóníuhljómsveit Íslands í vor.

Þóra Einarsdóttir

Þóra Einarsdóttir hlýtur tilnefningu sem söngkona ársins fyrir frammistöðu sína í hlutverki Ragnheiðar í samnefndri óperu eftir Gunnar Þórðarsson og einnig fyrir túlkun sína á Vier Letzte Lieder eftir Richard Strauss á tónlistarhátíðinni Reykjavik Midsommer Music.

Söngvari ársins – Sígild- og samtímatónlist

Ágúst Ólafsson

Ágúst Ólafsson hlýtur tilnefningu sem söngvari ársins fyrir þáttöku sína á listahátíð þar sem hann söng á þrennum tónleikum helstu ljóðasöngflokka Roberts Schumann, og fyrir frammistöðu í hlutverki Dancaire í uppfærslu Íslensku Óperunnar á Carmen.

Bjarni Thor Kristinsson

Bjarni Thor Kristinsson hlýtur tilnefningu sem söngvari ársins fyrir frammistöðu sína í hlutverki Zuninga í uppfærslu Íslensku Óperunnar á Carmen og fyrir söng sinn í verkum Wagners með Sinfóníuhljómsveit Íslands í vor.

Eyjólfur Eyjólfsson

Eyjólfur Eyjólfsson hlýtur tilnefningu sem söngvari ársins fyrir frammistöðu sína í hlutverki Daða Halldórssonar í óperunni Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarsson.

Bjartasta vonin (Djass og sígild- og samtímatónlist)

Baldvin Oddsson, trompetleikari

Fjölnir Ólafsson, barítónsöngvari

Ingi Bjarni Skúlason, píanóleikari

Rósa Guðrún Sveinsdóttir, söngkona

Tilnefningar óháð flokkum

Tónlistarviðburður ársins

Eistnaflug 2013

Einhvern tímann hefði Neskaupstaður þótt ólíklegur vettvangur fyrir árlega rokkhátíð, en þangað leggja æ fleiri leið sína, ekki síst erlendir gestir, sem fer sífellt fjölgandi á hátíðinni. Þetta er vel skipulögð rokkhátíð, glæsileg í alla staði og fer ávallt friðsamlega fram. Eistnaflug er gott dæmi um vel heppnaða tónlistarhátíð á landsbyggðinni.

Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson – Ragnheiður, ópera

Frumflutningur á óperunni Ragnheiður í Skálholti haustið 2013 líður þeim sem sáu seint úr minni. Gunnar Þórðarson færir texta Friðriks Erlingssonar á tóna á áhrifaríkan hátt og útkomuna er ekki hægt að kalla annað en stórvirki.

Iceland Airwaves 2013

Iceland Airwaves, sem haldin var í 15. sinn í ár, er ein fremsta tónlistarhátíð landsins. Iceland Airwaves státar af faglegri umgjörð og hefur náð þeim stalli að vera eins konar flaggskip íslenskra tónlistarhátíða. Hróður hátíðarinnar erlendis eykst með hverju árinu og er hún mikilvægur stökkpallur fyrir íslenskar hljómsveitir sem vilja leita út fyrir landsteinana.

Ólafur Arnalds og Sinfóníuhljómsveit Íslands – For Now I am Winter

Leiðir Ólafs Arnalds og Sinfóníuhljómsveitar Íslands lágu saman í fyrsta sinn á tónleikum Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar í Elborgarsal Hörpu í lok nóvember sl.. Innhverf og einlæg tónlist Ólafs naut sín til fullnustu fyrir fullum sal áheyrenda í Eldborg og fegurðin í kyrrðinni ríkti ofar öllu.

Pönk á Patró 2013

Rokksveitin Skálmöld stjórnaði smiðjunni Pönk á Patró sem haldin var í fimmta sinn í Sjóræningjahúsinu. Börn og unglingar lærðu á hljóðfæri, nutu tónlistar á eigin forsendum og svöluðu rokkþörfinni í tónlistasmiðjum. Tónlist Skálmaldar og víkingatextar með fornum háttum í víkingastíl voru á kennsluskránni. Merkilegt grasrótarstarf á landsbyggðinni.

Tónlistarhátíð unga fólksins – Kammer tónlistarhátíð

Markmið hátíðarinnar, sem í ár var haldin í sjötta sinn, er að skapa vettvang fyrir ungt tónlistarfólk til að tjá list sína á tónleikum og standa fyrir metnaðarfullum námskeiðum í tónlist og tónlistartengdum málefnum. Mikill fjöldi íslenskra sem erlendra tónlistarmanna hefur komið fram á hátíðinni og aragrúi ungs tónlistarfólks tekið þátt. Hátíðin er nú einn umfangsmesti árlegi viðburður fyrir klassíska tónlist á Íslandi.

Upptökustjóri ársins

Bjarni Rúnar Bjarnason – Portrait – Emilía Rós Sigfúsdóttir, Ástríður Alda Sigurðardóttir

Fyrir upptökur á Portrait með Emilíu Rós Sigfúsdóttur og Ástríði Öldu Sigurðardóttur. Bjarni Rúnar hefur komið að óteljandi upptökum sem tónmeistari RÚV.. Á þessum hljómdiski sýnir hann og sannar að hann er í fremstu röð. Frábær upptakan fangar í senn vel flutta tónlist og skilar stemmningu tónlistarinnar sterkt til þeirra sem á hlýða.

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir (Lay Low)

Fyrir upptökur á Talking About The Weather með Lay Low. Merkileg plata þar sem Lay Low skilar ótrúlega góðu verki. Hún vann plötuna nánast að öllu leyti ein og óstudd og leysti verkefnið af hendi á faglegan og eftirminnilegan hátt.

Magnús Árni Öder

Fyrir upptökur á Komdu til mín svarta systir með Mammút. Hljómsveitin er með mjög ákveðinn stíl sem Magnús Árni undirstrikar með frumleika sínum og smekkvísi.

Stefán Örn Gunnlaugsson

Fyrir upptökur á plötunni Íkorni með Íkorna. Heilsteyptur hljómur þar sem unnið er með heildarmynd á sama tíma og hvert lag fær viðeigandi meðhöndlun. Útkoman er þéttofinn hljóðvefur.

Sveinn Helgi Halldórsson

Fyrir upptökur á Enter 4 með Hjaltalín. Einstaklega góður heildarhljómur þar sem hljóðfæraleik og öðrum hljóðum er smekklega skeytt saman og fær hlustandann til að gefa upptökunum sérstakan gaum.

Valgeir Sigurðsson

Fyrir upptökur á Over Light Earth sem inniheldur tónlist Daníels Bjarnasonar. Á plötunni eru þrjú tónverk eftir Daníel sem er nostrað við á öllum stigum. Hljóðvinnslan undirstrikar hvern tón og heldur jafnframt vel utanum heildarmyndina.

Hljómplata ársins – Opinn flokkur

Days of Grey – Hjaltalín

Heillandi verkefni sem varð að veruleika vegna áhuga bandarísks kvikmyndaleikstjóra á því að gera þögla mynd við tónlist eftir liðsmenn hljómsveitarinnar Hjaltalín. Niðurstaðan varð kvikmyndin Days of Grey og stemmningsrík tónlist sem líka stendur ágætlega ein og sér.

For Now I am Winter – Ólafur Arnalds

Ólafur Arnalds heldur áfram að þróa tónsmíðar sínar sem sækja minni úr sígildum, nýgildum og rafrænum tónheimum. Útsetningar, vandaður hljóðfæraleikur og söngrödd skipa stóran sess og skapa draumkennt tónmál.

The Lighthouse Project – Amiina

Afrakstur Vitaverkefnisins, hljómleikum sem Amiina hélt í vitum víða um landið árið 2009. Lokkandi og dulúðugur seiður leysist úr læðingi á þessari plötu sem geymir minninguna um sérstætt og fallegt tónlistarverkefni.

Plötuumslag ársins

Mammút – Komdu til mín svarta systir

Hönnun: Alexandra Baldursdóttir, Sunneva Ása Weisshappel og Katrína Mogensen

Ojba Rasta – Friður

Hönnun: Ragnar Fjalar Lárusson

Emiliana Torrini – Tookah

Hönnun: Ali Taylor Mapleloft

Hjaltalín – Enter 4

Hönnun: Sigurður Oddsson

Emilía Rós Sigfúsdóttir & Ástríður Alda Sigurðardóttir – Portrait

Hönnun: Helga Gerður Magnúsdóttir

Tónlistarmyndband ársins

Baarregaard & Briem – Love with you

Stjórn: Harald Haraldsson

Grísalappalísa – Hver er ég?

Stjórn: Sigurður Möller Sívertsen

Ólafur Arnalds – Only the winds

Stjórn: Harald Haraldsson

dj. flugvél og geimskip – Glamúr í geimnum

Stjórn: Steinunn Harðardóttir

Úlfur – Heaven in a wildflower

Stjórn: Máni M. Sigfússon

1. LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS (Popp og rokk)

Ásgeir Trausti – Fyrir lög á plötunni Dýrð í dauðaþögn sem er óvenju heilsteypt og vel mótuð frumraum listamannsins.

Jónas Sigurðsson – Fyrir lög á plötunni Þar sem himin ber við haf þar sem hann á magnað stefnumót við tónlistarfólk frá æskuslóðum sínum í Þorlákshöfn.

Moses Hightower – Fyrir lög á plötunni Önnur Mósebók þar sem unnið er með sálarhljóminn á lágstemndum hrynrænum nótum á skapandi hátt.

Unnsteinn Manuel Stefánsson – Fyrir lög á plötunni Retro Stefson þar sem sveitin heldur áfram að þróa tónmál sitt á ferskan og grípandi hátt.

Hljómsveitin Valdimar – Fyrir lög á plötunni Um stund sem sýnir og sannar að óvænt og kröftug innkoma sveitarinnar í íslenskt popplíf fyrir tveimur var alls engin tilviljun.

2. LAG ÁRSINS (Popp og rokk)

Baldursbrá – Í flutningi Ojba Rasta – Lag og texti: Arnljótur Sigurðsson. Grípandi reggae þar sem íslenskur veruleiki er undirstrikaður rækilega í textanum.

Glow – Í flutningi Retro Stefson – Lag og texti: Unnsteinn Manuel Stefánsson. Vel samsett danspopp sem skapar góða stemningu og fær fólk til að hreyfa sig í takt við hljómfallið.

Leyndarmál – Í flutningi Ásgeirs Trausta – Lag: Ásgeir Trausti, Texti: Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson. Sambræðsla suðlægra undirtóna, hrynrænnar spennu og söngtexta sem hjálpast að við að skapa óvenjulegt og seiðandi popplag.

Sjáum hvað setur – Í flutningi Moses Hightower – Lag: Moses Hightower, Texti: Andri Ólafsson og Steingrímur Karl Teague. Sálarskotið rytmapopp með afslöppuðu grúfi sem skapar vellíðan og fær fólk til að slá taktinn með.

Tenderloin – Í flutningi Tilbury – Lag og texti: Þormóður Dagsson. Frábært lag sem sýnir nýja hlið á tónlistarmanni sem hefur komið víða við á ferli sínum.

3. SÖNGVARI ÁRSINS (Popp, rokk, djass og blús)

Andri Ólafsson – Fyrir sálarfullan og tilfinningaríkan söng á plötu Moses Hightower, Önnur Mósebók sem er rökrétt framhald plötunnar Búum til börn.

Ásgeir Trausti – Fyrir einlægan og heillandi söng á fyrstu plötu sinni, Dýrð í dauðaþögn, sem hæfði beint í mark.

Steingrímur Teague – Fyrir næma og litríka söngtúlkun á plötu Moses Hightower, Önnur Mósebók sem setur ný viðmið í sálarskotnu íslensku poppi.

Unnsteinn Manuel Stefánsson – Fyrir góðan söng og framkomu með hljómsveitunum Retro Stefson, Nýdönsk o.fl. og í Áramótamóti Hljómskálans.

Valdimar Guðmundsson – Fyrir flotta túlkun á fjölbreyttri tónlist á hljómleikum, hljómplötum og í Hljómskálanum.

4. SÖNGKONA ÁRSINS (Popp, rokk, djass og blús)

Andrea Gylfadóttir – Fyrir tjáningafullan söng á fimmtugsafmælistónleikum sínum og með hljómsveitinni Todmobile.

Eivör – Fyrir tígurlega, heillandi og tilfinningaríkan söng á plötunni Room.

Ellen Kristjánsdóttir – Fyrir persónulegan og tjáningaríkan söng á plötunni Sönglög og á plötu Mannakorna Í blómabrekkunni.

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir – Fyrir frábæran árangur og söng á tónleikum með Of Monsters and Men í Hljómskálagarðinum og á Iceland Airwaves.

Sigríður Thorlacius – Fyrir fjölhæfni í söngtúlkun við flutning margvíslegra verkefna á tónleikum og hljómplötum.

5. TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS (Popp, rokk, djass og blús)

Jónas Sigurðsson og Lúðrasveit Þorlákshafnar – Fyrir skemmtilegt samstarf og glæsilega útgáfutónleika í Þorlákshöfn.

Retro Stefson – Fyrir líflega sviðsframkomu og dúndrandi stuð sem skapast jafnan á tónleikum sveitarinnar.

Sigur Rós – Fyrir vandaða og þétta spilamennsku og myndræna tónleika sem snertu við tónleikagestum.

Skálmöld – Fyrir kröftugan tónflutning og nýstárlega sambræðslu tóna og texta sem tengjast þjóðararfinum.

Skúli Sverrisson – Fyrir tónleikahald á árinu þar sem áherslan var á dýpt og einfaldleika.

6. HLJÓMPLATA ÁRSINS (Popp og rokk)

Division of Culture and Tourism – Ghostigital. Flott rafpopp með sterkum einkennum og eftirminnilegri þátttöku ólíkra gestasöngvara.

Dýrð í dauðaþögn – Ásgeir Trausti. Sérstaklega þroskað byrjendaverk með skýrum og persónulegum einkennum.

God’s Lonely Man – Pétur Ben. Vel ígrunduð og vönduð hljómplata sem ber höfundi sínum gott vitni.

Retro Stefson – Retro Stefson. Glæsileg þriðja plata frá einni líflegustu hljómsveit landsins.

Um stund – Valdimar Leiftrandi framhald hjá hljómsveit sem stimplaði sig rækilega inn fyrir tveimur árum.

Þar sem himin ber við haf – Jónas Sigurðsson. Vel heppnuð plata þar sem bryddað er upp á nýjungum og áhugaverðu samstarfi.

Önnur Mósebók – Moses Hightower. Rökrétt og vandað framhald plötunnar Búum til börn sem treystir stöðu Moses Hightower enn frekar.

7. TÓNHÖFUNDUR ÁRSINS (Djass og blús)

Agnar Már Magnússon – Fyrir verk á plötunni Hylur þar sem flæðandi píanóleikur í anda spunans nýtur sín til fullnustu.

Andrés Þór Gunnlaugsson – Fyrir verk á plötunni Mónókróm þar sem heildstætt svipmót og persónlegur stíll eru í fyrirrúmi.

Scott McLemore – Fyrir verk á plötunni Remote Control þar sem áhrif tveggja heima mætast í stílhreinni sköpun.

Skúli Sverrisson – Fyrir verk á plötunni The Box Tree þar sem sérkenni Skúla sem tónsmiðar komast frábærlega til skila.

Tómas R. Einarsson – Fyrir verk á plötunni Laxness þar sem margbreytilegar tónhendingar styðja kvikmyndaverk af öryggi.

8. TÓNVERK ÁRSINS (Djass og blús)

Bjartur – Tómas R. Einarsson. Djúpt dramatísk ljóð í ljúfum tónum.

Fragments – Skúli Sverrisson. Seiðandi djassópus sem sækir á hugann.

Mónókróm – Andrés Þór Gunnlaugsson. Margbreytileg lagasmíð með tónrænni spennu.

Remote Location – Scott McLemore. Íhugult margslungið verk, með sterkri tilvísun í djasshefðina.

9. HLJÓMPLATA ÁRSINS (Djass og blús)

Hylur – Agnar Már Magnússon. Impressjónískur spuni þar sem leitað er fanga í fjölbreyttum hugmyndaheimi píanistans.

Morgana’s Revenge – Björn Thoroddsen og Richard Gillis. Björn og Vestur-Íslendingurinn Richard Gilles í hópi frábærra kanadískra hljóðfæraleikara þar sem hin ýmsu stílbrigði djassins njóta sín firnavel.

Mónókrom – Andrés Þór Gunnlaugsson. Glæsilega vel samspilaður kvartett glímir við spennandi tónlist Andrésar Þórs.

Remote Location – Scott McLemore. Lágstemmd en jafnframt djörf tónlist Scotts blómstrar með íslenska kvintettinum hans.

The Box Tree – Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson. Skúli og Óskar leiða okkur að nýju inní töfraheim tóna sinna, sem hafa haft áhrif víða.

10. TEXTAHÖFUNDUR ÁRSINS (Allir flokkar)

Andri Ólafsson og Steingrímur Teague – Fyrir texta á plötunni Önnur Mósebók.

Einar Georg Einarsson – Fyrir texta á plötunni Dýrð í dauðaþögn.

Hjalti Þorkelsson, Guðni Gunnarsson og Eiríkur Fannar Torfason (Hljómsveitin Múgsefjun) – Fyrir texta á plötunni Múgsefjun.

Jónas Sigurðsson – Fyrir texta á plötunni Þar sem himin ber við haf.

Snæbjörn Ragnarsson – Fyrir texta á plötunni Börn Loka.

11. TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS (Allir flokkar)

Iceland Airwaves – Fyrir fjölbreytni og vel heppnaða hátíð.

Jazzhátíð Reykjavíkur – Fyrir að efla djasslíf í landinu.

Mugison í Hörpu – Fyrir ákaflega vel heppnaðan lokapunkt á farsælu ári 2011.

Reykjavik Midsummer Music – Sjaldan hefur kammertónlist verið flutt hér á landi af jafnmikilli andagift og eldmóði og á þessari hátíð.

Sigur Rós á Iceland Airwaves – Fyrir magnaða tónleika í Laugardalshöll.

Tectonics – Áræðin og spennandi hátíð undir listrænni stjórn Ilans Volkovs.

12. UPPTÖKUSTJÓRI ÁRSINS (Allir flokkar)

Alex Sommers & Sigur Rós – Fyrir plötuna Valtari.

Christopher Tarnow – Fyrir Vetrarferðina.

Georg Magnússon – Fyrir Abel, geislaplötu Nordic Affect hópsins.

Guðmundur Kristinn Jónsson – Fyrir plöturnar Dýrð í dauðaþögn, Okkar menn á Havana, tónlist í Hljómskálanum o.fl. verkefni.

Magnús Árni Öder Kristinsson – Fyrir plöturnar Moment með Láru Rúnars og Önnur Mósebók með Moses Hightower.

Styrmir Hauksson & Hermigervill – Fyrir plötuna Retro Stefson.

13. TÓNHÖFUNDUR ÁRSINS (Sígild- og samtímatónlist)

Anna Þorvaldsdóttir – Fyrir verkið Scape. Anna er listamaður með sterka sýn og eigin rödd í verkum sínum.

Áskell Másson – Fyrir Hornkonsert. Þar nýtir Áskell hljóðfærið og náttúrutónaraðir þess á áhrifaríkan hátt.

Daníel Bjarnason – Fyrir The Isle is Full of Noises og Over Light Earth. Vel samin og áheyrileg verk Daníels Bjarnasonar hafa vakið verðskuldaða athygli undanfarið.

Hugi Guðmundsson – Fyrir verkið Orkestur. Hugi leitar fanga víða og skeytir saman ólíkum heimum í verkum sínum með eftirtektarverðri útkomu.

Þórður Magnússon – Fyrir verkið Saxófónkvartett. Spennandi verk sem sameinar húmor og rótgrónar hefðir.

14. TÓNVERK ÁRSINS (Sígild- og samtímatónlist)

Hornkonsert -Áskell Másson. Vel fléttuð heild. Í verkinu nýtir Áskell hljóðfærið og náttúrutónaraðir þess afar vel.

The Isle is Full of Noises – Daníel Bjarnason. Verkið nær vel andrúmslofti fegurðar og átaka í anda yrkisefnisins.

Orkestur – Hugi Guðmundsson. Í verkinu teflir Hugi fram andstæðum í blæ og stemmningu. Upphafið er gegnsætt en svo hefst annar kafli með miklu brassi og alveg nýjum tón. Glæsilegt og skemmtilegt verk.

Saxófónkvartett – Þórður Magnússon. Spennandi verk – húmor – eitthvað ferskt og nýtt – samt tengt rótgrónum hefðum.

Scape – Anna Þorvaldsdóttir. Scape fyrir “undirbúið píano” er í senn gegnsætt, fínlegt, drungalegt og spennandi. Hér hefur Anna enn einu sinni slegið nýjan tón.

15. TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS (Sígild- og samtímatónlist)

Einar Jóhannesson – Fyrir flutning á Reykjavik Midsummer Music í Hörpu í júní síðastliðnum. Sérstaklega er eftirminnilegur flutningur hans í Kvartetti um endalok tímans eftir Messiaen.

Elfa Rún Kristinsdóttir – Fyrir fiðlupartinn í Sinfonia concertante eftir Mozart á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sl. vor og flutning með kammersveit sinni Kaleidoscope á tónlistarhátíð í Hörpu í október.

Joseph Ognibene, hornleikari og Petri Sakari, stjórnandi – Fyrir frumflutning á Hornkonserti Áskels Mássonar með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Mótettukór Hallgrímskirkju – Fyrir flutning á Níundu sinfóníu Beethovens, Messu í c-moll eftir Mozart og Óttusöngva á vori eftir Jón Nordal og margt fleira á sérlega öflugu 30 ára afmælisári sínu.

Sinfóníuhljómsveit Íslands – Á árinu tókst hljómsveitin á við margbreytileg verk á áræðinn og ferskan hátt. Meðal hápunkta ársins má nefna Beethoven-hringinn og Tectonics hátíðina.

Víkingur Heiðar Ólafsson – Fyrir flutning bæði sem einleikari og kammermúsikspilari á fjölmörgum tónleikum. Hann miðlar tónlistinni á persónulegan og einlægan hátt og tekur áheyrendur með sér í ferðalag inn í undraveröld tónlistarinnar.

16. SÖNGVARI ÁRSINS (Sígild- og samtímatónlist)

Ágúst Ólafsson – Ágúst flutti Des Knaben Wunderhorn af einstöku næmi og listfengi í Salnum í Kópavogi í október.

Gissur Páll Gissurarson – Lyrísk rödd hans naut sín til fulls í eftirminnilegri túlkun á Rodolfo í La Boheme, einu af stærstu tenórhlutverkum óperubókmenntanna.

Hrólfur Sæmundsson – Glæsileg baritónrödd hans naut sín afar vel í hlutverki Shaunards í La Boheme í vor og var túlkun hans sérlega sannfærandi.

Kristinn Sigmundsson – Kristinn kom fram á tónleikum ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni í nóvember. Kristinn söng þar valin verk eftir Schumann, Mahler og Wolf og líður sú túlkun þeim sem á hlýddu seint úr minni.

Viðar Gunnarsson – Heillandi og mikilfengleg túlkun á hinum valdsmannslega herforingja Ferrando í Il Trovatore í haust.

17. SÖNGKONA ÁRSINS (Sígild- og samtímatónlist)

Alina Dubik – Heilsteypt og sannfærandi túlkun á Azucenu í uppfærslu Íslensku óperunnar á Il Trovatore í haust þar sem dökk og mjúk rödd hennar passaði hlutverkinu vel.

Elsa Waage – Elsa söng hlutverk Azucenu í uppfærslu Íslensku óperunnar á Il Trovatore í haust. Sterk nærvera hennar og túlkun á sviði var eftirminnileg í alla staði.

Herdís Anna Jónasdóttir – Ungstirnið Herdís Anna Jónasdóttir sópran var atkvæðamikil í íslensku tónlistarlífi á árinu. Hún söng meðal annars hlutverk Musettu í uppfærslu Íslensku óperunnar á La Boheme í vor.

Hulda Björk Garðarsdóttir – Hulda Björk söng á árinu tvö af helstu sópranhlutverkum óperubókmenntanna, Mimi í La Boheme og Leonóru í Il Trovatore, og gerði það frábærlega.

Þóra Einarsdóttir – Þóra kom víða við í íslensku tónlistarlífi í ár. Hún söng meðal annars hlutverk Mimiar í La Boheme og frammistaða hennar í einu af einsönghlutverkum c-moll messu Mozarts var framúrskarandi.

18. HLJÓMPLATA ÁRSINS (Sígild- og samtímatónlist)

Abel – Nordic Affect og Georgia Browne. Þessi fyrsti geisladiskur Nordic Affect hópsins er afrakstur mikilla rannsókna. Brakandi ferskur flutningur á verkum þessa lítt þekkta tónskálds.

Klarinettukonsertar – Einar Jóhannesson og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einstakur vitnisburður um einn af allra bestu listamönnum þjóðarinnar í einleikshlutverki í verkum eftir Mozart, Weber, Debussy og Jón Nordal.

Ljóð/Lieder/Songs – Auður Gunnarsdóttir og Andrej Hovrin. Auður hefur glæsilega rödd og er túlkun hennar á tónlist ólíkra tónskálda fagmannleg og músikölsk.

Stafnbúi – Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson. Á þessum hljómdiski flytur Steindór Andersen tólf stemmur á sinn einstaka hátt við heillandi útsetningar Hilmars Arnar.

Vetrarferðin – Kristinn Sigmundsson og Víkingur Heiðar Ólafsson. Hér fær meistaraverk Franz Schuberts, ljóðaflokkurinn Vetrarferðin, einhverja bestu mögulegu meðhöndlun sem hægt er að hugsa sér.

19. BJARTASTA VONIN (Djass, sígild- og samtímatónlist)

Andri Björn Róbertsson, bassabaritón

Eva Þórarinsdóttir, fiðluleikari

Jóhann Már Nardeau, trompetleikari

Tómas Jónsson, píanó – og hljómborðsleikari

20. BJARTASTA VONIN (Popp, rokk og blús)

Ásgeir Trausti

Kiriyama Family

Ojba rasta

Tilbury

White Signal

Ylja

21. PLÖTUUMSLAG ÁRSINS

Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson – The Box Tree – Ingibjörg Birgisdóttir og Orri Jónsson

Sigur rós – Valtari – Ingibjörg og Lilja Birgisdætur

Borko – Born To Be Free – Bobby Breiðholt

Retro Stefson – Retro Stefson – Halli Civelek

Ojba Rasta – Ojba Rasta – Ragnar Fjalar Lárusson

22. TÓNLISTARMYNDBAND ÁRSINS

Úlfur – Black Shore – Máni Sigfússon

Sykur – CURLING – Addi Atlondres / Þorgeir F. Óðinsson / Einar Bragi Rögnvaldsson

FM Belfast – DELOREAN – Magnús Leifsson

Retro Stefson – GLOW – Magnús Leifsson

Björk – MUTUAL CORE – Andrew Thomas Huang

TILNEFNINGAR TIL ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA VEGNA VERKA ÁRSINS 2011 VORU KYNNTAR ÞANN 16. DESEMBER 2011 Í GAMLA BÍÓI.

PLATA ÁRSINS (Popp, rokk)

Arabian Horse – GusGus

Biophilia – Björk

Brostinn strengur – Lay Low

Haglél – Mugison

My Head Is An Animal – Of Monsters And Men

Órar – Hjálmar

We Sink – Sóley

LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS (Popp, rokk)

Bubbi Morthens – Hefur lengi verið í fremstu röð lagahöfunda Íslands. Á þessu ári gerði hann plötuna Ég trúi á þig, með lögum í anda “Soul” tónlistarinnar sem fellur vel að hans stíl.

Lay Low – Fyrir fyrstu alvöru íslensku plötuna hennar þar sem lög eru samin við ljóð íslenskra kvenskálda

Mugison – Fyrir frábær lög á íslensku sem hafa stimplað sig rækilega inn í þjóðina

Of Monsters And Men – Fyrir sterka innkomu í íslenskt tónlistarlíf með fersku og grípandi þjóðlagapoppi á plötunni My Head Is An Animal Sóley – Fyrir lögin á plötunni We Sink sem er ein af betri jaðarpoppplötum ársins

LAG ÁRSINS (Popp, rokk)

Brostinn strengur – Lay Low

Crystalline – Björk

Stingum af – Mugison

Lengi skal manninn reyna – Megas og Senuþjófarnir ásamt Ágústu Evu Erlendsdóttur

Little talks – Of Monsters And Men

Yfirgefinn – Valdimar

Within You – GusGus

SÖNGVARI ÁRSINS (Popp, rokk, jazz og blús)

Bubbi Morthens – Í nýjustu plötu Bubba felst áskorun sem hann stenst fullkomlega og vex sem söngvari. Soulið fellur vel að rödd Bubba og Bubbi vel að soulinu.

Daníel Ágúst Haraldsson – Fyrir söng með GusGus á plötunni Arabian Horse og á sviði með hljómsveitinni. Daníel hljómar betur með sveitinni en nokkru sinni áður

Högni Egilsson – Fyrir söng með GusGus á plötunni Arabian Horse og á sviði með hljómsveitinni. Rödd Högna bætir miklu við hljóm sveitarinnar

Mugison – Fyrir söng á plötunni sinni Haglél og minnisverða sviðsframkomu

Sigurður Guðmundsson – Fyrir frammistöðu sína á ýmsum hljómplötum og tónleikum í ár, m.a. fyrir tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt Sigríði Thorlacius

Valdimar Guðmundsson – Fyrir sterka innkomu í tónlistarsenuna á árinu 2011. Hljómsveitin Valdimar hefur átt góðu ári að fagna, þá söng hann titillagið í Okkar eigin Osló og endar árið með útgáfu á plötunni Fjarlæg nálægð þar sem hann og Björgvin Ívar Baldursson vinna saman í fyrsta sinn

SÖNGKONA ÁRSINS (Popp, rokk, djass og blús)

Björk – Fyrir söng á plötunni Biophilia og á tónleikaseríunni Biophilia í Hörpunni. Björk minnir á hvers vegna hún er einn af fremstu og framsæknustu starfandi tónlistarmönnum í heiminum

Andrea Gylfadóttir – Hörku söngkona sem hefur fágætt vald á ólíkum stíltegundum allt frá jazzi til popps

Lay Low – Túlkun hennar á íslenskum ljóðum kynsystra sinna á þriðju breiðskífu sinni, Brostinn strengur, er fullkomlega hennar eigin, þar sem áherslur og öndun stjórna söng hennar sem aldrei fyrr. Næmni og einlægni skína líka úr söng hennar

Sigríður Thorlacius – Fyrir frábæran flutning á ýmsum hljómplötum og tónleikum í ár, m.a. fyrir frammistöðu sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt Sigurði Guðmundssyni

Urður Hákonardóttir – Fyrir glæsilega frammistöðu með hljómsveitinni GusGus. Sterk rödd og flott sviðsframkoma

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS (Popp, rokk, djass og blús)

ADHD – Fyrir frábæra tónleika á árinu, svo sem á Jazzhátíð Reykjavíkur. Sveitin leikur bæði lagræna og framsækna jazztónlist og tekst að höfða til þeirra sem hlusta lítið sem ekkert á jazz

Björk – Fyrir að færa Íslendingum frábæra tónleikaupplifun í Hörpu þar sem úrvalstónlistarfólk og sérhönnuð hljóðfæri komu fyrir GusGus – Fyrir frábæra sviðsframkomu og tónleikaumgjörð þar sem ljós, undirleikur og söngur leika skemmtileg saman

Lay Low – Fyrir einlægni á sviði og mikinn karakter. Lay Low er jafnvíg ein með gítar eða með hljómsveit og er ætíð stór á sviði í sinni hógværð Mugison – Fyrir frábæra tónleikaröð á árinu um allt land og einlæga og skemmtilega sviðsframkomu

Skálmöld – Þetta þungarokksband kom fram sjónarsvið um síðustu áramót með sína fyrstu plötu Baldur. Árið hefur verið viðburðarríkt og hljómleikar þeirra fengið fádæma lof þrátt fyrir það að þeir hafi eingöngu verið að spila lög af einni plötu. Tónlist þeirra er reyndar blanda af rokki, þungarokki, þjóðlagatónlist, kóratónlist og íslenskri tónlistarhefð, sem gefur rokkinu þeirra meiri dýpt.

Stórsveit Reykjavíkur – Fyrir jafnvígan flutning á klassískum jazzverkum og nýrrar framsækinnar jazztónlistar eins og sannaðist á Count Basie tónleikum hennar í Hörpunni og flutningi á íslenskum jazzverkum á Jazzhátíð Reykjavíkur. Engin vafi er á því að Stórsveitin hefur skipað sér í hóp með helstu jazzsveitum Evrópu um þessar mundir

TEXTAHÖFUNDUR ÁRSINS

Aðalsteinn Ásberg – Fyrir texta á hljómplötunni Dauði og djöfull með Sálgæslunni

Bragi Valdimar Skúlason – Fyrir texta á fjölda mörgum hljómplötum, m.a. Ballið á Bessastöðum (sem hann samdi ásamt Gerði Kristnýju), Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og Áfram Ísland!

Mugison – Fyrir texta á hljómplötunni Haglél

Róbert Örn Hjálmtýsson – Fyrir texta á hljómplötunni Ímynd fíflsins með Hljómsveitinni Ég

Þorsteinn Einarsson – Fyrir texta á hljómplötunni Órar með Hjálmum

Þorvaldur Þorsteinsson – Fyrir texta á hljómplötunni (Hugboð um) vandræði með Megasi og Senuþjófunum

TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS

Aldrei fór ég suður

Biophilia Bjarkar í Hörpu

Iceland Airwaves

Jazzhátíð í Reykjavík

Opnunartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 4. 5. og 6. maí

Vetrarferðin í flutningi Kristins Sigmundssonar og Víkings Heiðars Ólafssonar á Listahátíð 16. júní

TÓNHÖFUNDUR ÁRSINS (Djass, blús)

Einar Scheving – Fyrir verk á Land míns föður

Kjartan Valdimarsson – Fyrir verk á hljómplötunni HAK með Stórsveit Reykjavíkur

Ómar Guðjónsson – Fyrir verk á hljómplötunni ADHD2

Sigurður Flosason – Fyrir verk á hljómplötunum Land & Sky og Dauði og djöfull

Tómas R. Einarsson – Fyrir verk á hljómplötunni Strengur

TÓNVERK ÁRSINS (Djass, blús)

Austurver – Af hljómplötunni HAK með Stórsveit Reykjavíkur. Höfundur Kjartan Valdimarsson

Ég hugsa enn um þig – Af hljómplötunni Dauði og djöfull með Sálgæslunni. Höfundur Sigurður Flosason

Kirkjuból – Af hljómplötunni Strengur. Höfundur Tómas R. Einarsson

Merkilegt – Af hljómplötunni ADHD2 með ADHD. Höfundur Ómar Guðjónsson

Sorgardans – Af hljómplötunni Land míns föður. Höfundur Einar Scheving

Steik – Af hljómplötunni HAK með Stórsveit Reykjavíkur. Höfundur Agnar Már Magnússon

HLJÓMPLATA ÁRSINS (Djass, blús)

ADHD2 – ADHD HAK – Stórsveit Reykjavíkur

Land & Sky – Cathrine Legardh og Sigurður Flosason

Long Pair Bond – Sunna Gunnlaugs

Strengur – Tómas R. Einarsson

Squiggle – Frelsissveit Nýja Íslands

TÓNHÖFUNDUR ÁRSINS (Sígild- og samtímatónlist)

Anna Þorvaldsdóttir – Hefur komið með nýjan tón inn í íslenskt tónlistarlíf og hefur verið mjög afkastamikil á árinu. Hún er hæfileikarík og hefur sýnt mikla hæfni í að skrifa fyrir stórar hljómsveitir

Áskell Másson – Er afkastamikið tónskáld og hefur fyrir löngu skipað sér í fremstu röð íslenskra tónskálda. Hann átti tvö glæsileg verk á efnisskrám í vetur sem vöktu verðskuldaða athygli

Daníel Bjarnason -Hefur stokkið fram á svið íslenskrar tónlistar á síðustu árum og vakið óskipta athygli. Hann hefur átt glæsileg verk á árinu

Haukur Tómasson – Hefur einstakan persónlegan tón og hefur átt þrjú mjög öflug verk á þessu ári

TÓNVERK ÁRSINS (Sígild- og samtímatónlist)

Aeriality – Verkið er litríkt og áhrifamikið og sýnir færni Önnu Þorvaldsdóttur í að skrifa fyrir hljómsveit sérlega vel

Birting – Hugleiðslukennt og dreymandi verk eftir Daníel Bjarnason sem grípur hlustandann

Í sjöunda himni – Hljómsveitarverk Hauks Tómassonar sem fer úr smágerðum vef í glæsilegan hápunkt

Konsert fyrir bassaklarinett – Mikil hugmyndaauðgi einkennir verk Steingríms Roloff, og það er vel skrifað bæði fyrir einleikshljóðfærið og hljómsveitina

Lux II – Áhugavert tónmál og framsetning hjá Huga Guðmundssyni – samspil einleikshljóðfæris og hljóðrása gengur einstaklega vel upp Moldarljós – Verkið er litríkt og blæbrigðaríkt, en þó um leið mjög fínlegt. Knappt og áhugavert tónmál frá Hauki Tómassyni

Quatrain – Verk Áskels Mássonar er þjóðlegt en samt með alþjóðlega skýrskotun og einstaklega skemmtilega skrifað fyrir þessa samsetningu. Sérlega grípandi verk.

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS (Sígild- og samtímatónlist)

Caput – Fyrir myndarlegt framlag á Norrænu músíkdögum og sterka innkomu á árinu við ýmis önnur tækifæri – og hlutverki þeirra í að hlúa að nýrri tónsköpun

Graduale Nobili – Hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir vandaðan söng og fallegan hljóm. Myndarlegt framlag á þessu ári

Sinfóníuhljómsveit Íslands – Er einn af máttarstólpum í íslensks tónlistarlífs og hefur blómstrað í nýju húsi á þessi ári

Sæunn Þorsteinsdóttir – Er frábær sellóleikari. Tilnefning fyrir stórkostlegan flutning á sellókonsert Dutilleux með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Víkingur Heiðar Ólafsson – Var atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi á þessu ári, og sýndi mikla færni og styrk

SÖNGVARI ÁRSINS (Sígild- og samtímatónlist)

Finnur Bjarnason – Er framúrskarandi vandaður söngvari og er hann tilnefndur fyrir túlkun sína á Tamino í uppfærslu á Töfraflautu ÍÓ

Garðar Thor Cortes – Fyrir túlkun sína á Tamínó í Töfraflautu ÍÓ

Kristinn Sigmundsson – Er á hátindi ferils síns sem óperu- og ljóðasöngvari. Flutningur hans og Víkings Heiðars Ólafsson á Vetrarferðinni var glæsilegur

Tómas Tómasson – Frammistaða hans í viðurkenndum Óperuhúsum er sannarlega eftirtektarverð m.a. í Bayreuther Festspiele sl. sumar

SÖNGKONA ÁRSINS (Sígild- og samtímatónlist)

Sigrún V. Gestsdóttir – Tilnefnd fyrir ákaflega fallegan flutning á sönglögum eftir Sigursvein D. Kristinsson

Sigrún Hjálmtýsdóttir – Er ein af okkar fremstu söngkonum og hún stendur á hátindi ferils síns. Frammistaða hennar sem Næturdrottningin í Töfraflautunni var glæsileg

Þóra Einarsdóttir – Túlkun hennar á Pamínu í Töfraflautuni var hrífandi

HLJÓMPLATA ÁRSINS (Sígild- og samtímatónlist)

Ceremony of Carols – Graduale Nobili, Jón Stefánsson og Elísabet Waage

Chopin/Bach – Víkingur Heiðar Ólafsson

Lög fyrir söngrödd og píanó – Sigrún Valgerður Gestsdóttir, Kristinn Örn Kristinsson og Einar Jóhannesson flytja lög Sigursveins D. Kristinssonar

Moldarljós – eftir Hauk Tómasson í flutningi Caput

Rizhoma – Anna Þorvaldsdóttir

Tilnefningar ITV fyrir verk ársins 2010 ásamt umsögnum dómnefnda.

Umslag ársins

Sigurður Eggertsson fyrir Pólýfónía með Apparat Organ Quartet

Hallmar Freyr Þorvaldsson fyrir Baldur með Skálmöld

Hrafn Gunnarsson fyrir Helvítis fokking fönk með Stórsveit Samúels J Samúelssonar

Sara Riel fyrir The end is as near as your teeth með Swords of chaos

Lilja Birgisdóttir og Inga Birgisdóttir fyrir Go með Jónsa

Tónlistarflytjandi ársins

Ómar Guðjónsson gítarleikari fyrir öflugt tónleikahald á síðasta ári, bæði með eigin hljómsveitum og fjölmörgum öðrum listamönnum.

Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuill fluttu þrjá síðustu ljóðaflokka Schubert með viku millibili á Listahátíð 2010. Áhrífaríkur flutningur þeirra á þessum helstu ljóðaflokkum tónbókemenntana er þeim sem á hlýddu ógleymanleg stund.

Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari hefur þrátt fyrir ungan aldur fest sig í sessi sem einn okkar albesti strengjaleikari og var flutningur hennar á Árstíðum Vivaldis og Piazolla með Sinfóníuhljómsveit Íslands hreint út sagt frábær.

Agent Fresco fyrir öflugt tónleikahald þar sem hverjir tónleikar eru eins og þeir síðustu.

Jónsi fyrir ótrúlega þétt og afkastamikið ár sem gat af sér tvær plötur og tónleikaferðalag um heim allan.

Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar fyrir að núllstilla afróbítklukkuna á Íslandi. Nú er sami tími í Lagos og á Laugalæknum.

Rödd ársins

Jóhann Smári Sævarsson fyrir magnaða túlkun á Hallgrímspassíu Sigurðar Sævarssonar og Vetrarferð Schuberts. Djúp og safarík rödd Jóhanns gleymist engum sem á hana hafa hlýtt.

Þóra Einarsdóttir fyrir hvern listræna sigurinn á fætur öðrum. Þóra býr yfir einstakri raddtækni og miklu innsæi og tilfinningadýpt. Söngkona í fremstu röð.

Kristinn Sigmundsson stendur á hátindi síns ferils. Auk þess að syngja reglulega á helstu óperusviðum heimsins kom hann fram á hátíðartónleikum á Listahátíðar 2010 og söng þar margar af þeim aríum sem honum standa nærri.

Arnór Dan Arnarson. Ekki bara að sjarminn leki af honum þegar hann er á sviði heldur sveiflar hann sér úr ástríðufullum ofsaöskrum yfir í blíðasta melódíusöng eins og að drekka vatn.

Jón Þór Birgisson. Jónsi notar sérkennilega rödd sína til að túlka hin ólíkustu tilfinningalegu blæbrigði, veri það fjör og gleði eða sorg og söknuður. Þetta gerir hann með texta – eða án!

Ólöf Arnalds sækir í gamla íslenska þjóðlagahefð og bætir um betur og fer algjörlega sínar eigin leiðir í söng og túlkun. Hún skapar töfrandi brothættan söngvef sem á engan sinn líkan.

Bjartasta vonin

Ari Bragi Kárason trompetleikari er einhver efnilegasti trompetleikari sem fram hefur komið um árabil. Blæs ferskum vindum inn í jazzlíf þjóðarinnar.

Sóley Stefánsdóttir söngkona og lagasmiður. Plata hennar Theater Island ber með sér óvenju þroskaðan og framsækin hljómheim.

Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona hefur vakið mikla athygli að undanförnu bæði hér heima og erlendis fyrir framúrskarandi flutning og listrænan þroska.

Hljómsveitin Valdimar datt af himnum ofan að því er virtist með plötu sem hljómar eins og þriðja plata sveitarinnar fremur en frumburður.

Hljómsveitin Just another snake cult. Þórir Bogason, sem stendur á bakvið nafnið, stendur jafnhliða því besta sem er að gerast í tilraunapoppi erlendis með þessari plötu sem glitrar af hugmyndagnægð og glúrinni úrvinnslu.

Textahöfundur ársins

Bjartmar Guðlaugsson fyrir textana á Skrýtin veröld með Bjartmari og Bergrisunum.

Róbert Örn Hjálmtýsson fyrir textana á Lúxus upplifun með hljómsveitinni Ég.

Andri Ólafsson og Steingrímur Teague fyrir textana á Búum til börn með Moses Hightower.

Haraldur F Gíslason og Heiðar Örn Kristjánsson fyrir textana á Meira pollapönk með Pollapönk.

Bragi Valdimar Skúlason fyrir texta fönkóperunnar Diskóeyjunnar og á jólaplötum Baggalúts og Memfismafíunnar.

Jónas Sigurðsson fyrir textana á Allt er eitthvað með Jónasi Sigurðssyni og Ritvélum framtíðarinnar

Tónhöfundur ársins

Jóel Pálsson fyrir lögin á hljómplötunni Horn.

Skúli Sverrisson fyrir lögin á hljómplötunni Sería 2.

Jón Þór Birgisson fyrir lögin á hljómplötunni Go.

Pétur Hallgrímsson fyrir lög sín á hljómplötunni Let me be there með Ellen.

Ólöf Arnalds fyrir lögin á hljómplötunni Innundir skinni.

Bjartmar Guðlaugsson fyri lögin á hljómplötunni Skrýtin veröld.

Lag ársins

“Go do” af hljómplötunni Go

Höfundur: Jón Þór Birgisson. Flytjandi: Jónsi. Útgefandi: XL Recordings og Smekkleysa.

“Crazy car” af hljómplötunni Innundir skinni

Höfundur: Ólöf Arnalds. Flytjendur: Ólöf Arnalds og Ragnar Kjartansson. Útgefandi: One little Indian og Smekkleysa.

“Það geta ekki allir verið gordjöss” úr fönkóperunni Diskóeyjuni

Höfundur: Bragi Valdimar Skúlason. Flytjendur: Ljóti kallinn og Rut (Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigríður Thorlacius) ásamt Memfismafíu Diskóeyjunnar. Útgefandi: Sena.

“113 Vælubíllinn” af hljómplötunni Meira pollapönk

Höfundur: Haraldur F. Gíslason. Flytjendur: Pollapönk.Útgefandi: Record Records.

“Konan á allt” af hljómplötunni Skrýtin veröld

Höfundur: Bjartmar Guðlaugsson. Flytjendur: Bjartmar og Bergrisarnir. Útgefandi: Geimsteinn.

“Hamingjan er hér” af hljómplötunni Allt er eitthvað

Höfundur: Jónas Sigurðsson. Flytjendur: Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtiðarinnar.

Tónverk ársins

Hrím – fyrir hljómsveit

Höfundur: Anna Þorvaldsdóttir.

Hrím er þétt ofið og afar áhrifaríkt verk, tónmálið sterkt, persónulegt og sannfærandi.

Allt hefur breyst, ekkert hefur breyst – fyrir píanó og hljómsveit

Höfundur: Haukur Tómasson. Flytjendur: Víkingur Heiðar Ólafsson og Caput.

Litríkur og sérlega heillandi píanókonsert, fullur af blæbrigðum og grípandi hendingum sem mynda afar sterka heild.

Kvartett – fyrir fiðlu, klarinett, selló og píanó

Höfundur: Þórður Magnússon.

Þórður vinnur frábærlega með liti ólíkra hljóðfæra og skapar tregafullar og magnaðar laglínur í eftirminnilegu tónverki.

Hljómplata ársins – Sígild og samtímatónlist

Hymnodia Sacra – Íslenskt sálmasafn frá 18. öld

Flytjendur: Kammerkórinn Carmina, Nordic Affect, Árni Heimir Ingólfsson. Útgefandi: Smekkleysa.

Platan byggir á merkilegum rannsóknum á tónlistararfi liðinna alda en hér tekst hið vandasama, að flétta saman rannsóknum og tónlistarflutningi svo úr verður einstaklega falleg og lifandi túlkun á tónlist liðinna alda. Mjög vel heppnuð útgáfa.

Iepo Oneipo/Heilagur draumur eftir John Tavener

Flytjendur: Kammerkór Suðurlands, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Hrólfur Sæmundsson, Margrét S Stefánsdóttir, Hilmar Örn Agnarsson. Útgefandi: Smekkleysa.

Stórgóð og innileg túlkun Hilmars Arnar Agnarssonar, Kammerkórs Suðurlands, einsöngvara og hljómsveitar á upphöfnum og heilandi tónverkum Tavener sem geta, þegar best lætur, hrifið hlustanda með sér yfir á aðra plánetu. Afbragðs plata.

Hallgrímspassía – Tónlist Sigurðar Sævarssonar við Passíusálma Hallgríms Péturssonar

Flytjendur: Schola Catntorum, Caput, Jóhann Smári Sævarsson, Hörður Áskelsson. Útgefandi: Aspir.

Afar sterkt og innilegt tónverk Sigurðar Sævarssonar nýtur sín mjög vel í frábærum flutningi Schola Cantorum og Caput. Fáguð, djúp og hrífandi plata

Sería II – Tónlist Skúla Sverrissonar fyrir strengjahljóðfæri, blásara, slagverk, hljómborð og fleira. Flytjendur: Skúli Sverrisson, Davíð Þór Jónsson, Amadeo Paceo, Eyvind Kang, Anthony Burr, Kristín Anna, Ólöf Arnalds, Hildur Guðnadóttir, Óskar Guðjónsson. Útgefandi Sería Music. Skúli Sverrisson heldur áfram að vinna með svipaða eiginleika í fyrri Seríuplötu sinni. Hér er samspilið og samvinnan í fyrirrúmi þar sem Skúli og frábærir samstarfsmenn hans mynda fínofinn og á köflum rammgöldróttan tónvef. Mjög áhrifaríkt verk.

Flute Music – Tónlist eftir Toshio Hosokawa. Flytjendur: Kolbeinn Bjarnason, Caput, Snorri Sigfús Birgisson. Útgefandi: Naxos

Kolbeinn Bjarnason sýnir enn og aftur hvílíkur afreksmaður hann er á sviði tónlistarinnar. Hér ræðst hann í flutning á öllum flautuverkum japanska tónskáldsins Toshio Hosokawa en verkin, sem stundum virðast látlaus og einföld, krefjast yfirburða færni og næmi flytjenda. Afar merkileg útgáfa í alla staði.

Hljómplata ársins – Jazz

Horn – Jóel Pálsson

Flytjendur: Jóel Pálsson, Ari Bragi Kárason, Eyþór Gunnarsson, Davíð Þór Jónsson, Einar Scheving. Útgefandi: Flugur. Frumlegar og margslungnar tónsmíðar. Þróttmikil sveit afbragðsgóðra hljóðfæraleikara sem vinna vel saman og skapa einkar blæbrigðaríkt og heildstætt verk.

Reginfirra – Reginfirra

Flytjendur: Ingimar Andersen, Kristján Tryggvi Martinsson, Magnús Trygvason Elíassen, Daníel Friðrik Böðvarsson. Útgefandi: Firra. Tónlist sem iðar af fjöri og tilraunagleði. Ungir og bráðefnilegir tónlistarmenn sem gefa mikil fyrirheit.

The Dream – Sunna Gunnlaugs

Flytjendur: Sunna Gunnlaugs,Loren Stillman, Eivind Opsvik, Scott McLemore. Útgefandi: Sunny Sky Records. Lagræn og seiðandi djasstónlist með áleitinni sveiflu og krydduð með nokkrum stuttum frjálsum spunaköflum.

Hljómplata ársins – Rokk/Popp

A long time listening – Agent Fresco

Útgefandi: RecordRecords

“Frábær plata frá bestu rokksveit landsins nú um stundir. Það hefur verið unun að fylgjast með Agent Fresco vaxa og dafna síðan strákarnir unnu Músíktilraunir með glans fyrir tveimur og hálfu ári. Tilraunir leitandi tónlistarskólastráka eru í dag orðnar að fullburða, framsæknu rokki og prýðir það þennan frábæra frumburð hennar.”

Go – Jónsi

Útgefandi: Frakkur/Smekkleysa

“Jónsi notar öll trikkin sem hann hefur lært á Sigur Rósar ferlinum og bætir við glitrandi perlum úr fjársóðskistunni sinni. Útkoman er slík gersemi að það er leitun að annarri eins plötu. Reynsla og öryggi fara saman við ótrúlega næma söngtúlkun, stórfína spilamennsku og fágaða vinnslu.”

Allt er eitthvað – Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar

Útgefandi: Cod Music

“Jónas fylgir Þar sem malbikið svífur mun ég dansa farsællega eftir. Líkt og á fyrri plötu er allt þægilega á skakk og skjön, lögin, krydduð með brassi, óhljóðum og í einu tilfelli Sinclair Specrum-tölvu fara í óvæntar áttir, statt og stöðugt og maður situr með sperrt eyrun frá upphafi til enda.”

Innundir skinni – Ólöf Arnalds

Útgefandi: One Little Indian/Smekkleysa

“Ólöf grípur átjan mílna skóna og tekur risaskref fram á við eftir að hafa sannað sig svo um munar með plötunni Við og við. Seiðandi melódíurnar stíga línudans á mörkum dulúðar, angurværðar og einlægni. Hún nýtur félagsskaparins við afburða samverkafólk sem magnar áhrif tónsmíða hennar.”

Lúxus upplifun – Ég

Útgefandi: Jörðin

“Að segja að Róbert Örn Hjálmtýsson hafi einstaka sýn á það hvernig setja eigi saman popplag nær engan veginn utan um þær ótrúlegu leiðir sem hann fer inn í þriggja mínútna poppformið. Og það ótrúlegasta við þetta allt saman er að það virkar.”

Búum til börn – Moses Hightower

Útgefandi: Staka

“Tónlistin á frumsmíð Moses Hightower er óvenjuleg blanda af sígildri sálartónlist og íslensku poppi með fyrirtaks textum. Útkoman er ofursvöl og full af tilþrifum og tilfinningu.“

Last train home – Kalli

Útgefandi: Smekkleysa

“Kalli hefur mjög gott tak á aðgengilegu, nútíma kántríi, og sýnir það svo um munar á þessari skotheldu skífu. Lagasmíðarnar flottar og söngurinn afbragð”

Kimbabwe – Retro Stefson

Útgefandi: Kimi Records

“Retro Stefson er einstök í íslenskri poppflóru. Eins og á fyrri plötunni er tónlistin á Kimbabwe hress blanda af poppi og heimstónlist, en nú er sveitin búin að þétta útsetningarnar og auka fjölbreytnina enn frekar.“

Dómnefnd:

Andrea Jónsdóttir

Arnar Eggert Thoroddsen

Árni Óskarsson

Elísabet Indra Ragnarsdóttir

Helgi Jónsson

Jónatan Garðarsson

Pétur Grétarsson-ritari

Trausti Júlíusson

Vernharður Linnet

Tilnefningar fyrir verk ársins 2009

UMSLAG ÁRSINS:

ADHD – ADHD – Ísak Winther hannaði. Tæknilegur mínimalismi af bestu gerð. Hér eru form og fletir skekktir án þess þó að að maður taki eftir því, minna verður meira og niðurstaðan er ótilgerðarleg umgjörð sem á vel við tónlistina.

Stop! Hand Grenade in the Name of Crib Death ‘nderstand – Sudden Weather Change – Oddur Guðmundsson, Logi Höskuldsson, Benjamin Mark Stacey, Klængur Gunnarsson, Bergur Andersen, Dagur Sævarsson og Hörður Sveinsson hönnuðu. Eins og tónlistin, er umslagið hörð, strákaleg og skemmtilega kæruleysisleg strákalist. Þarna er líka mikil fjölbreytni innan rammans, enda unnið í samvinnu af öllum meðlimum sveitarinnar.

IV – Hjálmar – Davíð Örn Halldórsson hannaði. Málverk Davíðs Arnar renna furðulega vel við ferðaljósmyndir sveitarinnar úr heimahögum reggísins, Jamaíku. Portrett af flytjendunum ásamt lagatextum gerir heildarmyndina síðan mátulega persónulega.

Einn heima ep – Prins Póló – Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló) hannaði. Frontur og bakkápa virka á mann eins og tveir góðir atómbrandarar. Íslenskur einkahúmor og einfaldur absúrdismi haldast hönd í hönd.

Swordplay and guitarslay – Retrön – Arnar Ingi Viðarsson, Kári Halldórsson og Kolbeinn Hugi Höskuldsson hönnuðu. Nördaleg einlægni geislar af þessari vísun í Dungeons & Dragons spil níunda áratugarins. Umslagið er umbreytanlegt í kastalavirki með sýki og öllu. Mjög viðeigandi með ævintýralegum metalnum á plötunni.

Riceboy Sleeps – Jónsi og Alex – Jón Þór Birgisson og Alex Somers hönnuðu. Dulúð er ríkjandi í umslagi þessu, sem hannað er af flytjendunum sjálfum. Forsíðumyndin kallar fram draumkennda fegurð og ljúfsáran óhugnað í senn.

Sturlunga – Voces Thules – Brynja Baldursdóttir hannaði. Umslag sem þjónar tilgangi, bæði menningarlega og fagurfræðilega. Í þessum þarfa pakka er að finna forna kvæðatexta ásamt hugleiðingum fræðifólks. Örlygstaðabardaga eru gerð góð skil og þjóðararfinum þjónað.

BJARTASTA VONIN:

Pascal Pinon. Þrátt fyrir að hæverska og jafnvel feimni hafi verið áberandi í fari hljómsveitarinnar Pascal Pinon hefur hún skyggt á marga háværari tónlistarmenn. Tónlistin er lágstemmd og yfirlætislaus, dálítið ,,skólastofuleg”, en skemmtilega útsett og krydduð launfyndnum, skemmtilegum og aðallega íslenskum textum.

Sudden Weather Change. Kraftmikil gítarsveit undir áhrifum frá amerísku jaðarrokki. Fyrsta platan þeirra er ekkert slor, en jafnast þó ekki á við kraftinn og spilagleðina sem einkennir þá fimmmenninga á tónleikum.

Sykur sýndi það bæði á sinni fyrstu plötu, Frábært eða frábært og á tónleikum að hún er ein af skemmtilegri poppsveitum landsins. Flottir taktar, frísklegur hljómur og lífleg sviðsframkoma eru aðalsmerki Sykurs.

Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari hefur sýnt það og sannað að hún er glæsilegur flytjandi, með mikið næmi og skilning á þeim verkefnum sem hún tekst á við en tæp tvö ár eru liðin frá því hún lauk námi við Juilliard-tónlistarskólann í New York. Hún hefur á valdi sínu víðfema verkaskrá en hún hefur einbeitt sér að túlkun og flutningi samtímatónlistar meðfram tónlist fyrri tíma.

Þorvaldur Þór Þorvaldsson trommuleikari, snýr aftur úr framhaldsnámi í músík og stimplar sig inn með öflugu tónleikahaldi og plötu með eigin tónlist.

RÖDD ÁRSINS:

Ágúst Ólafsson, fyrir frábæra frammistöðu á óperusviði og á ýmsum tónleikum. Ágúst býr yfir mikilli dýpt og breidd sem túlkandi.

Haukur Heiðar Hauksson, fyrir tilfinningaríkan og vel útfærðan söng. Haukur Heiðar syngur áreynslulaust og lyftir tónlistinni með góðri túlkun sinni.

Jóhann G. Jóhannsson, fyrir magnaða endurkomu. Jóhann G. var forsprakki Óðmanna og stóð upp úr sem einn besti poppsöngvari landsins. Þrátt fyrir langt hlé sýnir Jóhann G. að hann er enn í fremstu röð.

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, fyrir glæsilega frammistöðu í Eurovision. Jóhanna Guðrún er búin að vera góð lengi og sýndi það þegar hún fékk stóra tækifærið að hún er fyrsta flokks.

Sigríður Thorlacius, fyrir söng sinn með Hjaltalín og á plötunni Á ljúflingshól með Heiðurspiltum. Sigríður hefur fallega rödd og skýra og áreynslulausa framsetningu.

Sigurlaug Gísladóttir (Mr. Silla), fyrir söng sinn með hljómsveitinni Múm. Afar persónuleg og spennandi söngkona sem er sífellt að bæta sig.

Þóra Einarsdóttir, fyrir hlutverk sín í Íslensku óperunni og í titilhlutverkinu í óratoríunni Cecilia. Þóra Einarsdóttir er söngkona á heimsmælikvarða.

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS:

Davíð Þór Jónsson, fyrir fjölþreifni til hljóðfæra, fjölhæfni í stíltegundum tónlistarinnar og eiginleikann að virðast geta komið fram á mörgum stöðum í einu.

Ghostigital, fyrir tónleika á Iceland Airwaves.

Hjaltalín, fyrir tónleika á Listahátíð í Rvk og í Fríkirkjunni á Iceland Airwaves

Retro Belfast (Retro Stefson og FM Belfast), fyrir frumlega samræmingu og samruna á tónleikum

Sinfóníuhljómsveit Íslands, fyrir eftirminnilega tónleika með Gennady Rozhdestvensky á Listahátíð og Daníel Bjarnasyni og Víkingi Heiðari á Myrkum Músíkdögum.

Vikingur Heiðar Ólafsson, fyrir magnaðan píanóleik á tónleikum sínum á árinu, bæði sem einleikari og með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

HÖFUNDUR ÁRSINS:

Daníel Bjarnason, fyrir tónverkin á plötunni Processions. Tónlist Daníels er kraftmikil, dansar á mörkum ótal landamæra og er afar persónuleg.

Einar Tönsberg, fyrir tónverkin á plötunum Antidode með Eberg og Don’t be a stranger með Feldberg. Einar kann betur en flestir þá list að setja saman popplög sem virka. Hann er mjög melódískur, en líka frjór og leitandi þegar það kemur að hljómi og útsetningum.

Hafdís Bjarnadóttir, fyrir tónverkin á plötunni Jæja. Þó að tónsmíðar Hafdísar á Jæja fari út um víðan völl og greina megi í þeim áhrif jafnt frá djassi, þjóðlegri tónlist og poppi þá eiga þær það sameiginlegt að vera góð blanda af smekkvísi og tilraunamennsku.

Hildur Guðnadóttir, fyrir tónverkin á plötunni Without sinking. Djörf, heildstæð og afar persónuleg plata.

Högni Egilsson og Hjaltalín með aðstoð Róberts Reynissonar og Örvars Þóreyjarsonar Smárasonar, fyrir tónverkin á plötunni Terminal með Hjaltalín. Fjölbreytt úrvinnsla á hinu hefbundna í bland við kraftmikla nýsköpun.

Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Örn Tynes, fyrir tónverkin á plötunni Sing along to songs you don’t know með múm. Grípandi, tilraunakennd, framsækin og full af lífsgleði.

TÓNVERK ÁRSINS:

Bow to string, eftir Daníel Bjarnason. Verk Daníels er geysifallegt og um leið nútímalegt og persónulegt. Verkið verður án efa einn af hornsteinum verkasafns Daníels og er um leið þýðingarmikil viðbót í safn íslenskrar sellótónlistar. Verkið er rómantík á nútíma vísu.

Bæn, eftir Gunnar Þórðarson. Í verkinu sýnir Gunnar Þórðarson sannarlega hvers af honum má vænta á sviði klassískrar tónlistar. Bæn er íhugult verk, melódískt og ljóðrænt.

Cecilia, eftir Áskel Másson. Óratoría Áskels um heilaga Sesselju, verndardýrling tónlistarinnar er áhrifamikið verk markað ljóðrænni litadýrð og dulrænni dýpt. Í verkinu skapar Áskell heillandi hljóðheim og þaulhugsuð form – nútímalegan stíl, þótt efniviðurinn sé byggður á fornum minnum.

Processions, eftir Daníel Bjarnason. Glæsilegur píanókonsert þar sem Daníel teflir fram andstæðum blæbrigðum þess næma og kyrrláta gegn krafti og ofsa og hrífandi blæbrigðum í samspili einleikara og hljómsveitar.

LAG ÁRSINS:

Crazy like a bee, lag og texti: Egill Sæbjörnsson, flytjandi: Egill S.

Digging up a tree, lag og texti: Helgi Hrafn Jónsson,flytjandi: Helgi Hrafn Jónsson.

Dreamin‘, lag og texti: Rósa Birgitta Ísfeld og Einar Tönsberg, flytjendur: Feldberg.

Suitcase man, lag: Hjaltalín, texti: Örvar Þóreyjarson Smárason, flytjendur: Hjaltalín.

This heart, lag og texti: Bloodgroup, flytjandi: Bloodgroup.

Taktu þessa trommu, lag og texti: Þorsteinn Einarsson, flytjendur: Hjálmar.

SÍGILD TÓNLIST OG SAMTÍMATÓNLIST – PLATA ÁRSINS:

By the throat – Ben Frost, útgefandi: Bedroom Community. Tónlist Ben Frost er kraftmikil og djúphugsuð án nokkurra málamiðlana. Höfundareinkenni hans eru skýr; áhugaverður samruni lífrænna og ólífrænna hljóða, hávaðatónlistar, sígildrar tónlistar, rafrænu. Þetta er sjötta breiðskífa Ben Frost. Plöturnar eiga það sammerkt að mynda eina samfellda heild og nýja platan er engin undantekning þar á. Hljóð- og eftirvinnsla eins og best verður á kosið og myndræn umgjörð plötunnar er í nánu samtali við tónlistina sjálfa.

Debut – Víkingur Heiðar Ólafsson, útgefandi: Hands On Music. Verkefnaval Víkings Heiðars á þessari plötu er metnaðarfullt og hann tekst á við verk Beethovens og Brahms af mikilli dýpt og þokka. Eins og heiti plötunnar ber með sér er þetta fyrsta plata Víkings en hann hefur fyrir nokkru markað sér sess sem einn af færustu og áhugaverðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, þrátt fyrir ungan aldur.

Guiliani, Sor, Aguado, Carcassi – Kristinn Árnason, útgefandi: 12 tónar. Kristinn H. Árnason leikur af miklu listfengi og næmi fyrir blæbrigðum í stíl. Hann sýnir hér enn og aftur með tæknilegri færni og persónulegri túlkun sinni á klassískum gítarverkum, að hann er í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna.

Haydn píanókonsertar – Edda Erlendsdóttir píanóleikari og Sinfóníuhljómsveit Íslands, útgefandi: Erma. Edda Erlendsdóttir túlkar fjóra píanókonserta Haydns af mikilli fágun og innlifun en hún hefur áður sýnt næman skilning á höfundarverki hans. Túlkun Sinfóníuhljómsveitar Íslands er sömuleiðis leikandi létt og býr yfir smitandi leikgleði. Hljóðritun afbragðs góð

Processions – Daníel Bjarnason, útgefandi: Bedroom Community. Á þessari plötu er að finna þrjú verk eftir Daníel Bjarnason en hann hefur markað sér sess sem eitt af áhugaverðustu tónskáldum af yngri kynslóð. Tónlist hans dansar á mörkum ótal landamæra og er illflokkanleg. Verkin þrjú eru ekki tengd innbyrðis en mynda engu að síður áhugaverða og fallega heild. Flutningur einleikara og Sinfóníuhljómsveitar Íslands er í hæsta gæðaflokki og það sama má segja um hljóðvinnslu og umgjörð plötunnar.

Without sinking – Hildur Guðnadóttir, útgefandi: Touch. Þetta er önnur breiðskífa Hildar en áður sendi hún frá sér plötuna Lost in Hildurness árið 2006. Hljóðheimurinn á nýju plötunni er heillandi og ákaflega sterkur og verkin á plötunni mynda samfellda og sannfærandi heild þar sem selló tónlistarkonunnar er í lykilhlutverki. Hildur skapar sér sérstöðu með þessu djarfa verki og stígur fram sem þroskaður listamaður. Umgjörð og hljóðvinnsla ákaflega vel úr garði gerð.

JAZZPLATA ÁRSINS:

Adhd – Adhd, útgefandi ADHD. Lágstemmd og spennuþrungin í senn. Ákaflega vel spilandi kvartett sem galdrar fram stemmningar í hróplegu ósamræmi við nafn hljómsveitarinnar.

Jæja – Hafdís Bjarndóttir, útgefandi: Hafdís Bjarnadóttir. Hafdís hikar ekki við að leika sér á landamærum saminnar og spunninnar tónlistar. Nýstárlegar hljóðfærasamsetningar og spennandi hljóðheimur.

Mæri – Árni Heiðar Karlsson, útgefandi: Dimma. Melódískur jazz, framandi og kunnuglegur í senn. Píanótríóið er einn af hornsteinum jazzins og Árni Heiðar tekst á við þetta krefjandi form af næmni og smekkvísi.

Spirit of Iceland – Stórsveit Reykajvikur ásamt Bob Mintzer, útgefandi: Stórsveit Reykjavíkur. Stórsveitin festir sig í sessi sem ein mikilvægasta hljómsveit landsins. Með aðkomu Mintzers að íslenskum þjóðararfi sannast að glöggt er gests augað. Framúrskarandi flutningur og sérlega áhugavert hvernig þjóðlegt efni getur tekið alþjóðlegum stakkaskiptum.

POPPPLATA ÁRSINS:

Amanita Muscaria – Lights on the Highway, útgefandi: Lights on the Highway.

Með Amanita Muscaria sannar hljómsveitin, að hún hefur frá útkomu fyrri plötu sinnar (2005) þroskast frá því að vera efnileg og upp í efsta gæðaflokk í íslenskri dægurlagatónlist. Tónlistin er einhverskonar blanda af hippatónlist 6. og 7. áratugarins og gruggtónlist Seattle-sveitanna frá þeim 9. og 10.; lagasmíðar og útsetningar eru fjölbreittar, hljóðfæraleikur til fyrirmyndar og söngur einstaklega góður.

Don’t be a stranger – Feldberg, útgefandi: Cod Music. Samstarf Einars „Eberg“ Tönsberg og Rósu Ísfeld úr Sometime skilaði einni af bestu popp-plötum ársins. Grípandi lagasmíðar, flottur hljómur og karakterríkur söngur.

Dry land – Bloodgroup, útgefandi Record Records. Með Dry Land hætti Bloodgroup að vera efnileg og varð góð. Þau hafa ekki glatað smekknum fyrir stuðmiklu rafpoppi, en á Dry Land er hljóðheimurinn ríkari og lagasmíðarnar þróaðri.

Easy music for difficult people -Kimono, útgefandi: Kimi. Eins og áður eru sérkenni Kimono á Easy music for difficult people, góðar lagasmíðar og flottar pælingar í hljóðfæraleik og útsetningum. Hljómsveit með sterk karaktereinkenni, en samt í þróun.

Get it together – Dikta, Útgefandi: Kölski. Dikta fetar sig áfram upp á við í einkennandi lagasmíðum, þéttri spilamennsku og firnagóðri framsetningu á Get it together. Hljómurinn er til stakrar fyrirmyndar og allt yfirbragð plötunnar mjög sannfærandi.

Sing along to songs you don’t know – Múm, útgefandi: Borgin. Sing along to songs you don’t know sýnir að Múm er hljómsveit í stöðugri þróun. Tónlistin er mun fjölbreyttari en áður, en jafn framsækin. Hugmyndaauðgi Múm-liða kemur bæði fram í hljóðfæraskipaninni, útsetningunum og sjálfum lagasmíðunum.

Terminal – Hjaltalín, útgefandi: Borgin. Á Terminal heldur Hjaltalín áfram að vinna með kammerpoppið sem þau kynntu til sögunnar á Sleepdrunk Seasons, en á Terminal eru lögin fágaðri og meira unnin auk þess sem á plötunni má greina áhrif frá söngleikjatónlist og eðalpoppi sjöunda áratugarins. Sérstaklega heilsteypt og öflug plata.

IV – Hjálmar, útgefandi:Borgin. Eftir þrjár vel heppnaðar alíslenskar reggíplötur fóru Hjálmar til höfuðborgar reggítónlistarinnar, Kingston á Jamaíka til að vinna plötu númr fjögur. Það heyrist á IV. Lagasmíðarnar eru jafn traustar og áður, en nú er hljóðheimurinn litaður af ósviknum hljóðversgöldrum frá Kingston.

Dómnefnd:

Andrea Jónsdóttir

Bergþóra Jónsdóttir

Elísabet Indra Ragnarsdóttir

Einar Bárðarson

Hugleikur Dagsson

Jónatan Garðarsson

Trausti Júlíusson

Ritari: Pétur Grétarsson

Tilnefningar fyrir verk ársins 2008

Bjartasta vonin

Klive, sem er listamannsnafn Úlfs Hanssonar, sýnir mikinn þroska á fyrstu breiðskífu sinni. Hann stundar nám í tónsmíðum í Listaháskóla Íslands og sannar að hann er þess megnugur að hugsa út fyrir fyrirfram ákveðinn ramma. Frumburður Klive er öflug raftónlistarplata sem gefur góð fyrirheit um framtíðina.

Agent Fresco sigraði árið 2008 bæði í Músíktilraunum og íslensku forkeppninni fyrir alþjóðlegu keppninna ,,Battle of the Bands”; kröftug og þétt sveit með góðum hljóðfæraleikurum og söngvara með sterkan ,,karakter” sem gefur sig allan á sviði. Agent Fresco ber með sér ferska strauma og virðist hljómsveitin líkleg til frekari afreka á næstu misserum.

Retro Stefson hefur sinnt tónleikahaldi af krafti á seinni hluta árs 2008. Fyrsta breiðskífa þessa fríska hóps er mjög markvert framlag til íslenskrar popptónlistar. Tónlist hljómsveitarinnar er fjölbreytt og lífleg og framfarirnar hafa verið stöðugar allt frá því að Retro Stefson fór að troða upp þegar liðsmenn voru nemendur í Austurbæjarskólanum.

Dísa (Bryndís Jakobsdóttir) er óvenju þroskuð söngkona og túlkandi sem hefur ótrúlega góð tök á laga- og textagerð miðað við ungan aldur. Hún nálgast dægurtónlistina á persónulegan og skapandi hátt og gerir greinilega miklar kröfur til sjálfrar sín.

FM Belfast. Sjaldan hefur hljómsveit komið með eins ferskan og glaðværan andblæ inn í íslenskt tónlistarlíf og FM Belfast hefur gert. Tónlistarstefnan hefur verið að mótast í nokkurn tíma og náði nýjum hæðum á plötunni How To Make Friends.

Tónverk ársins

ORA – Áskell Másson

ORA er konsert fyrir sex slagverksleikara og sinfóníuhljómsveit sem var frumfluttur í maí 2008 af slagverkshópnum Kroumata og Sinfóníuhjómsveitinni í Lathi í Finnlandi undir stjórn Osmos Vänskä; áhrifamikið, heillandi og ágengt verk sem hefur vakið verðskuldaða athygli.

Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands – Karólína Eiríksdóttir

Karólína samdi verkið að beiðni myndlistarparsins Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar og varð það flutt sem hluti myndlistarsýningarinnar Bæ-Bæ Ísland. Allar greinar stjórnaskrárinnar voru sungnar af sópran, barítón og blönduðum kór við píanó- og kontrabassa undirleik. Óvenjulegt og ögrandi verk, þrungið innri spennu.

Sinfónía nr. 4 – John Speight

Sínfónía í fimm þáttum sem var samin á árunum 2003 til 2007 undir áhrifum frá firrtum heimi, á meðan stórveldin háðu tilgangslaust stríð gegn hryðjuverkum sem höfðu áhrif á fólk um allan heim. Sinfónían var frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands á Myrkum músíkdögum í febrúar 2008.

Plata ársins – Jazz

Fram af – Ómar Guðjónsson

Ómar Guðjónsson er hugmyndaríkur höfundur sem smíðar áhugaverða djassópusa með mjög persónubundnum blæ. Tónlistarflutningur Ómars, Þorgríms Jónssonar og Matthíasar Hemstock skilar góðu verki alla leið.

Í tímans rás – Villi Valli

Villi Valli varpar ljósi á tíðaranda í tónlist sem er óðum að hverfa. Hann nýtur aðstoðar yngra fólks sem vinnur vel úr hugmyndum höfundarins. Heillandi og einlæg plata sem dregur upp lifandi tónmyndir sem spanna breitt svið.

Blátt ljós – Sigurður Flosason

Sigurður vann með sama kvartett á plötunni Bláum skuggum. Honum tekst vel upp í tónsmíðunum og spilverk Sigurðar sjálfs, Péturs Östlund, Jóns Páls Bjarnasonar og Þóris Baldurssonar er fyrsta flokks.

Plata ársins – Sígild og samtímatónlist

Apocrypha – Hugi Guðmundsson

Apocrypha sameinar hefðir sígildra gilda og nútímalegrar tónhugsunar á töfrandi hátt. Verkið krefst mikils af flytjendunum sem standa undir þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar. Samleikurinn skilar hugblæ verksins á mjög sannfærandi hátt.

Fordlandia – Jóhann Jóhannsson

Jóhann heldur áfram að spinna þráð í tónvefnað sem tekur á sig heildrænni umgjörð með hverju nýju verki. Rólyndisleg og seiðandi tónlist hans verður sífellt ágengari með jafnri stígandi á yfirlætislausan og draumkenndan máta.

Demoni Paradiso – Evil Madness

Rafrænn tónspuni sem minnir á brautryðjendur rafsveims og ,,goth”-rokks frá áttunda áratugnum. Hughrif frá hryllingsmyndatónlist og ,,elektró”-poppi blandast þannig að úr verður svífandi og hrynræn tónflétta.

Ró – Mógil

Tilraunkenndur djass með þjóðlegum og klassískum undirtóni er einskonar samnefnari tónsköpunar Mógils. Byggt er á gömlum íslenskum vísnastefjum í bland við nýjan kveðskap sem fær ferskan svip sem skilar sér á áhugaverðri plötu.

All sounds to silence come – Kammersveitin Ísafold

Kammersveitin Ísafold túlkar samtíma- og tuttugustu aldar tónlist af miklum metnaði. Ógnir og umbrot nýliðinnar aldar höfðu mikil áhrif á tónskáldin sem eiga verk á plötunni. Spennuþrungið andrúm þeirra skilar sér í vönduðum samleik.

Plata ársins – Popp/Rokk

Falcon Christ – Dr. Spock

Stórt skref fram á við hjá Dr. Spock sem í upphafi ferilsins var mikið að stæla og skrumskæla. Á Falcon Christ er sveitin búin að skapa sinn eiginn stíl og á sama tíma er tónlistin orðin þéttari, kraftmeiri og villtari.

Fjórir naglar – Bubbi Morthens

Bubbi hefur ætíð verið leitandi í list sinni og kunnað að velja sér samstarfsfólk sem víkkar sjóndeildarhringinn. Pétur Ben veitir honum lið á Fjórum nöglum og þeir skapa fantagóða blöndu af poppi, nýbylgjurokki, ,,gospel”- og ,,soul”-tónlist. Hljómurinn er hrár, útsetningar fjölbreyttar og flutningurinn lifandi.

Jeff Who? – Jeff Who?

Einn helsti styrkleiki Jeff Who? er hæfileiki liðsmanna til að semja grípandi og upplífgandi rokklög. Eins og fyrri plata sveitarinnar er Jeff Who? full af lögum sem auðvelt er að fá á heilann.

Karkari – Mammút

Það er greinilegt að Mammút hefur notað tímann frá fyrstu plötunni vel. Á Karkara er rokkið fjölbreyttara og spilamennskan þéttari. Söngkonan Katrína Mogensen sýnir líka hvers hún er megnug; rödd hennar er sérstök og áhrifamikil.

Me and Armini – Emilíana Torrini

Á Me and Armini segir Emilíana Torrini skilið við rólegheitin sem einkenndu Fisherman’s Woman og sendir frá sér fjölbreytta og líflega plötu sem hefur að geyma allt frá reggíi yfir í bílskúrsrokk.

Með suð í eyrum við spilum endalaust – Sigur Rós

Sigur Rós stígur stórt skref í átt til nýrra hluta sem veitir þeim ótal nýja möguleika. Þeir opna gluggann upp á gátt á plötu sem er dálítið ,,bítlaleg” á köflum, enda unnin að hluta til í Abbey Road hljóðverinu. Með suð… er alþýðalegt listaverk frá einni af bestu hljómsveitum Íslandssögunnar.

Skiptar skoðanir – Múgsefjun

Tónlistin á Skiptum skoðunum er skemmtilegt sambland af poppi, ,,indí”-rokki og þjóðlagatónlist. Óvenjuleg hljóðfæraskipan setur sterkan svip á útkomuna. Hér hjálpast allt að: texta- og lagasmíðar eru góðar, uppbygging laganna oft skemmtileg og útsetningar áhugaverðar.

Rödd ársins

Emilíana Torrini

Emilíana byrjaði ung að syngja og hefur vaxið með hverju nýju verkefni sem hún hefur tekið sér fyrir hendur og er svo sannarlega komin í fremstu röð sem söngkona og flytjandi. Á nýjustu plötunni sinni dustar hún rykið af stórsöngkonutöktunum sem blunda í barka hennar en hún hefur ekki beitt mikið eftir að hún varð alþjóðlegur listamaður.

Páll Óskar Hjálmtýsson

Það er leitun að söngvara sem nýtur annarra eins vinsælda meðal fólks á öllum aldri. Páll Óskar kann þá list manna best að skemmta og nýtur þess til fullnustu.

Egill Ólafsson

Egill er fulltrúi allra tíma í tónlist og sýndi enn á ný á þessu ári, t.d. með Þursaflokknum, hversu mikið vald hann hefur á röddinni, túlkun söngtexta og leikrænum þáttum tónlistarflutnings.

Katrína Mogensen

Katrína stendur fullkomlega undir því lofi sem á hana var borið þegar Mammút vann í Músíktilraunum árið 2004. Hún á stóran þátt í hversu vel tekst til á nýju Mammút-plötunni, Karkari.

Jón Þór Birgisson

Með magnaðri söngrödd og einstakri tjáningu hefur Jónsi í Sigur Rós haft áhrif langt út fyrir landsteinana svo að eftir hefur verið tekið um víða veröld.

Lag ársins

Gobbledigook – Sigur Rós

Gobbeldigook er gjörólíkt öðru efni sem Sigur Rós hefur sent frá sér. Óvenjuleg smíð sem einkennist af flottum takti, tralli, klappi og skemmtilegri raddsetningu.

Pabbi minn er ríkari en pabbi þinn – Bragi Valdimar Skúlason

Pabbi minn er ríkari en pabbi þinn gæti verið einkennislag nýliðins útrásartíma. Óborganlegur textinn fær aukna vigt með frábærum flutningi.

Inní mér syngur vitleysingur – Sigur Rós

Virkilega gott, framúrsækið popplag með frumlegum texta…ef ekki ljóði; er þetta innrím eða endarím eða vitleysa…eða allt í einu? Sigur Rós sameinar hér framsækna tónlist og skemmtilegt lag við alþýðu skap.

Kalin slóð – Múgsefjun

Múgsefjun stimplaði sig sterklega inn á sinni fyrstu plötu hjá íslensku þjóðinni með þessu lagi, sem ber einkenni lagasmíða sveitarinnar: Kaflaskipt, þjóðlegt lag, nútímalegt, með góðu viðlagi og áhugaverðum og vel sömdum texta.

Þú komst við hjartað í mér – Toggi og Páll Óskar

Páll Óskar var með þetta lag á sinni vinsælu plötu Allt fyrir ástina, sem kom út 2007. Hjaltalíns-fólk sá fegurðina í lagi og texta færði það enn nær hjarta þjóðarinnar í rólegri útgáfu sinni; börn, gamalmenni og allir þar á milli sungu með.

Tónlistarflytjandi ársins

Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari

– fyrir heildarflutning á tónverkinu Tuttugu tillit til Jesúbarnsins eftir Olivier Messiaen. Einstakur listviðburður og mögnuð listræn upplifun.Að baki liggur djúpt innsæi Önnu Guðnýjar í tónlistina, óbrigðul færni og þrotlaus vinna í rúmt ár.

Björk

– fyrir tónleika í Langholtskirkju og Náttúrutónleika í Laugardal. Björk og félagar buðu landsmönnum á ókeypis tónleika í Laugardalnum 28. júní og luku 17 mánaða tónleikaferðalagi víða um heim á tónleikum í Langholtskirkju 26. ágúst 2008.

Þursaflokkurinn og Caput

– fyrir tónleika í Laugardalshöll. Þursaflokkurinn gekk í endurnýjun lífdaga í Laugardalshöll 23. febrúar þar sem tónleikagestir fengu allt sem þeir óskuðu eftir; að upplifa hinn sérstæða Þursaanda sem er engu líkur.

Sigur Rós

– fyrir tónleika í Laugardalshöll og Náttúrutónleika í Laugardal. Sigur Rós skrapp heim til Íslands til að taka þátt í Náttúrutónleikunum í júní og lauk svo heimsferð sinni með einum bestu tónleikum sem haldnir hafa verið í Laugardalshöll þann 23. nóvember.

Dr. Spock

– fyrir tónleikahald á árinu. Dr. Spock bætti sig jafnt og þétt allt árið og sannaði að þrátt fyrir dáraskap og glens er þetta meiriháttar rokksveit sem slær aldrei slöku við og leggur sig fram um að ná hámarskárangri.

Höfundur ársins

Bragi Valdimar Skúlason

Bragi Valdimar dregur upp myndrænar og eftirtektarverðar skyndimyndir í orðsnjöllum og fjölbreyttum lögum og söngtextum á barnaplötunni Gilligill og Baggalútsplötunni Nýjasta nýtt.

Sigur Rós

Sigur Rós nær að stækka sjóndeildarhringinn og víkka út laga- og textasmíðar sínar á hugkvæman og húmorískan hátt á plötunni Með suð í eyrum við spilum endalaust.

Áskell Másson

Áskell heldur áfram að vinna með óravíddir slagverksins innan tónaheims sinfóníunnar og tekst að finna nýja og spennandi nálgunarfleti ásláttarhljóðfæra og hefðbundinna sinfónískra hljóðfæra.

Emiliana Torrini

Emiliana sannar á nýjan leik hversu góð tök hún hefur því að setja saman aðgengileg og áhugaverð popplög sem eru bæði fjölbreytt og heildstæð í senn.

Jóhann Jóhannsson

Jóhann fetar sig áfram eftir þeirri braut sem hann hefur mótað á undanförnum árum og semur hugnæma tónlist sem byggir m.a. á sérstæðum atburðum og samfélagslegum stúdíum hans á þeim.

Dómnefnd :

Andrea Jónsdóttir

Bergþóra Jónsdóttir

Elísabet Indra Ragnarsdóttir

Jónatan Garðarsson

Ólafur Páll Gunnarsson

Ragnar Kjartansson

Trausti Júlíusson

Formaður:Þorgeir Tryggvason.

Tilnefningar fyrir verk ársins 2007

Fjölbreytt tónlist

Hljómplata ársins: Popp/dægurtónlist

Allt fyrir ástina – Páll Óskar

,,Júrótrass” er orð sem notað er yfir hluta evrópskrar danstónlistar. Á vissan hátt fellur tónlistin á þessari plötu undir þennan umdeilda flokk en lyftir honum á hærra plan vegna glæsilegs flutnings, útsetninga og alls frágangs. Lögin eru skemmtileg og melódísk, takturinn frísklegur út í gegn og rofnar aldrei þar sem lögin eru faglega tengd saman, eins og sæmir góðum plötusnúði. Textarnir eru kapítuli út af fyrir sig í svona umhverfi; vitræn þroskasaga manns í gegnum brokkgengt ástalíf.

Frágangur/Hold er mold – Megas & Senuþjófarnir

Megas sendi frá sér plötutvennuna Frágang og Hold er mold með Senuþjófunum. Á þessum tveim plötum eru alls 28 lög sem sýna að það er engin þurrð hjá Megasi. Hann á greinilega nóg eftir enn. Í útsetningunum er horft til baka til hans gömlu meistaravera frá áttunda áratugnum, og textar, lög og söngur Megasar eru framúrskarandi.

Tímarnir okkar – Sprengjuhöllin

Sprengjuhöllin boðar endurreisn íslenska poppsins. Tímarnir okkar stendur undir öllu lofinu sem á hana hefur verið hlaðið; lagasmíðarnar eru grípandi, útsetningarnar skemmtilegar og textarnir ná að fanga tíðarandann á einstakan hátt.

Hljómplata ársins: Rokk/jaðartónlist

Benny Crespo’s Gang Þessi fyrsta og nafnlausa plata hljómsveitarinar inniheldur rokkaða, taktskipta og nokkuð flókna tónlist, sem minnir á ,,prog”-risa 8. áratugarins að viðbættum ferskum og nýjum vindum. Meðvitund um fortíðina í tónlist, frjó hugsun, áhugi og kraftur einkennir Benny Crespo´s gang, að viðbættum hæfileikum liðsmanna sveitarinnar.

Mugiboogie – Mugison

Áður einsmannssveitin Mugison stígur djarflega fram á sjónarsviðið á ný og í þetta skiptið er Mugison studdur af einkar kraftmikilli hljómsveit og heppnast sú blanda afar vel. Gargandi hammond, rokk og ról leitt af örvæntingarfullri og villimannslegri tjáningu Mugisonar. Frábærar lagasmíðar þar sem hver einasti tónn er framreiddur með blóði, svita og tárum.

Sleepdrunk Seasons – Hjaltalín

Það vantar ekki metnaðinn hjá hljómsveitinni Hjaltalín. Lagasmíðarnar á Sleepdrunk seasons eru flóknari en gengur og gerist í dægurtónlist en jafnframt melódískar og grípandi. Útsetningarnar eru óvenjulegt sambland af poppi og klassík og söngur og annar flutningur eru til fyrirmyndar.

Hljómplata ársins: Ýmis tónlist

Frá heimsenda – Forgotten lores

Forgotten lores hefur allt til að bera sem góð hipp-hopp sveit getur óskað sér: góða taktsmiði og plötusnúða og rappara í sérflokki. Þeir Byrkir, Diddi Fel og ClassB hafa bæði hugmyndaflug og gott vald á íslenskri tungu og auk þess ótrúlegt flæði. Þeir fara á kostum á Frá heimsenda sem kom út í árslok 2006.

Við & við – Ólöf Arnalds

Við og við er frumlegasta og sérstakasta plata ársins að margra mati. Fallegar laglínur, sérstakur söngstíll og persónulegir textar eru meðal þess sem einkennir þessa einstöku plötu sem mætti staðsetja einhversstaðar á mörkum popps og þjóðlagatónlistar.

Volta – Björk

Björk heldur áfram að sækja á nýjar slóðir tónlistarlega á Volta. Hún býr m.a. til tryllta takta með Timbaland, syngur af tilfinningaþrunginni innlifun með Antony og hverfur aftur til anda pönksins í Declare independence. Malískur kora-snillingur og íslensk lúðrasveit setja líka mark sitt á þessa fjölbreyttu plötu.

Tónlistarflytjandi ársins

Björk

Björk fylgir plötunni sinni Volta eftir með heimstónleikaferð sem hófst með stórtónleikum í Laugardalshöll 9. apríl 2007. Þar flutti hún bæði ný lög og gömul í gjörbreyttum útsetningum, m.a. með fulltingi tíu stúlkna lúðrasveitar. Þeir tónleikar voru einn af hápunktum ársins fyrir marga, og ekki bara Íslendinga.

Gusgus

Tónleikar með Gusgus á NASA er fyrir löngu orðinn fastur punktur í tilveru margra íslenskra tónlistaráhugamanna. Þeir hafa undanfarin ár oft verið einn af hápunktum Airwaves-hátíðarinnar og árið 2007 stappfyllti Gusgus NASA hvað eftir annað og viðtökurnar voru alltaf jafn góðar.

Megas & Senuþjófarnir

Samstarf Megasar og Senuþjófanna hefur tekist sérstaklega vel. Þeir gerðu saman plöturnar Frágang og Hold er mold og fylgdu þeim eftir með tónleikaferð um landið. Hrifningin var jafn mikil í Bræðslunni á Borgarfirði eystra, Edinborgarhúsinu á Ísafirði og í Laugardalshöllinni í Reykjavík.

Lag ársins

Allt fyrir ástina – Niclas Kings/Daniela Vecchia/Örlygur Smári/Páll Óskar

Þrumandi danstónlist, fín melódía og grípandi viðlag með vel saman settum texta, m.a. með tilvitnunum í Sofðu unga ástin mín og kærleiksboðskap Páls postula. Flutningur er glæsilegur og undirstrikast af frábærum söng Páls Óskars. Lag sem heillaði fólk á ýmsum aldri árið 2007. Eitt mest spilaða lag ársins í útvarpi.

Englar & dárar – Ólöf Arnalds

Hér tvinnast saman í texta og tónum fortíð og nútíð í gegnum einstakan flutning Ólafar, bæði söng og hljóðfæraleik, og útkoman er bæði frumleg og alþýðleg. Lagið er skemmtilegt og grípandi, textinn fellur við það eins og flís við rass, bæði alvarlegur og fyndinn, forn og nútímalegur í senn: ,,Miðri Ártúnsbrekku í/erum stödd í Brasilí…Læriló og ríngalíng”; Englar og dárar bæði fanga fegurðarskynið og kitla skopskynið.

Goodbye July/Margt að ugga – Högni Egilsson

Hljómsveitin Hjaltalín vakti verðskuldaða athygli með þessu sérstæða lagi snemma árs 2007. Þetta er ein djarflegasta og óhefðbundnasta tónsmíð sem hljómað hefur í vinsældaspilun í seinni tíð. Eins og nafnið gefur til kynna tvinnast saman ólík stef, grípandi taktur og hressilegt viðlag á ensku um hana Elaine sem hverfist svo skyndilega yfir í tregafulla strengi og flutning á íslenskri þjóðvísu.

Verðbólgin augu – Björn Jörundur Friðbjörnsson

Björn Jörundur sannar einu sinni enn að hann er meðal okkar langbestu laga- og textahöfunda og hér fangar hann núið á kaldhæðinn hátt mitt í evru-umræðunni. Lagið er grípandi og flutningurinn frábær. Hvað sem verður um blessaða krónuna þá yrðu Verðbólgin augu henni verðugur minnisvarði.

Verum í sambandi – Snorri Helgason/Bergur Ebbi

Með þessu fallega og skemmtilega lagi, sem margan hefur snert djúpt, söng Sprengjuhöllin sig að innstu hjartarótum þjóðarinnar. Snorri Helgason fer fyrir Sprengjuhöllinni í þessum angurværa texta sínum, um sár sambandsslit, sem fólk hefur tekið undir með af mikilli innlifun.

Lagahöfundur ársins

Megas

Það eru tæplega 30 ný lög eftir Megas á Frágangi og Hold er mold og flest þeirra standa vel fyrir sínu. Þau eru staðfesting á því að Megas er einn af öflugustu lagasmiðum landsins.

Snorri Helgason (Sprengjuhöllinni)

Sprengjuhöllin átti þrjú af vinsælustu lögum ársins 2007: Verum í sambandi; Glúmur og Keyrum yfir Ísland. Þau eru öll samin af Snorra Helgasyni. Frekari rökstuðningur er óþarfur.

Högni Egilsson (Hjaltalín)

Tónlistin á Sleepdrunk seasons streymir áfram eins og fljót með einstaka flúðum öðruhverju á leiðinn að fallegum óshólmum. Dægurtónlist og klassík fallast í faðma í hugvitsamlegum útsetningum á fjölbreyttum lagasmíðum Högna.

Textahöfundur ársins

Bergur Ebbi Benediktsson (Sprengjuhöllinni)

Bergi tekst á einstakan hátt að fanga tíðarandann í íslensku samfélagi með hversdagslegu og hnyttnu orðfæri. Honum liggur margt á hjarta og textarnir eru því oft mikill orðaflaumur í stað hefðbundinna kvæða. Bergur er beinskeittur og mælir fyrir munn sinnar kynslóðar, á hennar tíma – nákvæmlega í nútíðinni.

Megas

Megas er með lærðustu mönnum í kveðskap á Íslandi, en það nægir þó ekki til að búa til góða dægurlagatexta. Megas hefur aldrei setið fastur í reglum heldur bætir stöðugt við gamlan arf okkar með tilraunum og frumleika. Hann hefur verið sjálfkjörinn í textahöfundaútnefningarflokkinn allt frá því að fyrsta platan hans kom út og er svo enn, næstum fjórum áratugum síðar.

Þorsteinn Einarsson (Hjálmum)

Það eru fáir textahöfundar af ungu kynslóðinni sem leyfa sér að vera með meiningar, vera pólitískir og áleitnir. Textar Þorsteins endurspegla hugsjónamanninn, þeir eru gagnrýnir en afar ljóðrænir í senn. Honum tekst að yrkja falleg ljóð til náttúrunnar og lítilmagnans án þess að gerast klisjukenndur. Kveðskapur hans er tímalaus.

Söngkona ársins

Björk

Lögin á Volta eru mjög margvísleg og gefa Björk sem aldrei fyrr tækifæri til að sýna hið mikla vald sem hún hefur á röddinni og breiddina sem hún hefur í túlkun. Hér er allt frá barnslegu hvísli yfir í gargandi pönk og túlkunin undirstrikar umfjöllunarefnið hvert svo sem það er.

Eivör

Nýjasta plata Eivarar, Mannabarn, kom út bæði á ensku og færeysku. Söngur hennar á báðum tungumálunum er glæsilegur að vanda en færeyska útgáfan skorar líklega enn hærra hjá löndum hennar og flestum Íslendingum. Eivör er fædd með einstaka söngrödd og söngstíllinn er bæði náttúrulegur og agaður í senn, sem kemst allt vel til skila á Mannabarni.

Urður Hákonardóttir (Gusgus)

Í Urði býr þeldökk og þokkafull sálarsöngkona sem sómir sér vel í teknóhljóðheimi Gusguss. Það eru fáar íslenskar söngkonur sem geta leikið þennan stíl eftir sem Urður hefur tileinkað sér og hefur orðið frábært vald á.

Söngvari ársins

Högni Egilsson (Hjaltalín)

Raddbeiting Högna er mikilvægt krydd í tónlist Hjaltalíns og þessi sérstaka hljómsveit verður enn eftirtektarverðari vegna hennar. Högni er söngvari með áberandi karakter.

Mugison

Mugison syngur af algjörri innlifun og tilfinningar og geðsveiflur eiga sér greiða leið í gegnum barka hans. Hann var góður strax á fyrstu plötu en er kominn enn lengar á þessari þriðju. Óhamið náttúrubarn út í gegn.

Páll Óskar

Páll Óskar er einn af bestu söngvurum þjóðarinnar og er búinn að vera lengi. Það er ekki bara að röddin sé falleg, heldu er meðferð Páls á texta og tilfinning fyrir innihald hans áberandi góð, sem kemur einkar vel fram á Allt fyrir ástina.

Jazz

Hljómplötur:

Agnar Már Magnússon: Láð. Önnur tríóskífa Agnars Más, sem að þessu sinni kveðst á við þjóðararfinn á innhverfum djassnótum. Lögin eru ýmist frumsamin eða unnin uppúr gömlum stemmum og sálmum.

Einar Scheving: Cycles. Fyrsta skífa trommarans unga. Lögin tíu mynda sterka heild og mætti kalla svítu; eru alþjóðleg í eðli sínu en bera þó sterkt norrænt yfirbragð og ríma vel við hljóðfæraleikarana sem flytja.

Sigurður Flosason: Bláir skuggar. Saxafónleikarinn þrautreyndi glímir hér við blúsinn í ólíkum myndum, bæði innan og utan hefðbundins blúsramma. Með honum leika nokkrir reyndustu djassleikurum Íslands,

Flytjendur:

Bonsom. Djassrokkuð hljómsveit ungra manna, sem búa yfir mikilli reynslu, og tekst að varpa pönkuðum frjálsdjassblæ á tónlist sína.

Sigurður Flosason. Afkastamesti djasslistamaður þjóðarinnar sem aldrei kastar höndum til nokkurs verks. Hefur gefið út enn eina snilldardjassskífu á árinu og kynnt aðra sem er á leiðinni.

Stórsveit Samúels J. Samúelssonar. Ótrúlegt afrek hjá básúnuleikaranum unga að stofna fönkaða djassstórsveit með kornungum mönnum, gefa út athyglisverða skífu með sveitinni og halda tónleikan um land allt.

Tónverk:

Agnar Már Magnússon: Daboli. Seiðandi impressjónísk tónsmíð með alþjóðlegu sem íslensku ívafi.

Björn Thoroddsen: Ice West Einföld en grípandi laglína sem vísar til marvíslegra hrynrænna áhrifa.

Eyjólfur Þorleifsson: Bonsom Kraftmikið lag með klassísku sem latnesku ívafi og rokkaðri undiröldu.

Sígild og samtímatónlist

Hljómplötur

Jón Leifs: Edda I.

Gunnar Guðbjörnsson, Bjarni Thor Kristinsson, Schola Cantorum, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hermann Bäumer. (BIS) Ómetanleg heimild um höfundarverk Jóns Leifs. Hér er um að ræða frumhljóðritun á fyrsta hluta Eddu-óratoríunnar, stærsta og metnaðarfyllsta verki þessa einstaka tónskálds. Verkið gerir miklar kröfur til flytjenda sem standa sig frábærlega. Er þar vert að minnast sérstaklega á framúrskarandi frammistöðu kórsins Schola Cantorum. Með plötunni fylgja ítarlegar upplýsingar um tónsmíðina og tónskáldið. Margra ára vinna liggur að baki þessari útgáfu sem er mikið þrekvirki.

Melódía. Kammerkórinn Carmina. Stjórnandi: Árni Heimir Ingólfsson. (SMK). Sönghandritið Melódía er merk heimild um tónlistariðkun Íslendinga fyrr á öldum og á þessari plötu hljómar úrval laga sem fæst hafa verið hljóðrituð áður. Kammerkórinn Carmina hefur á undanförnum árum bætt fjöður í hatt íslensks tónlistarlífs en kórinn sérhæfir sig í flutningi endurreisnartónlistar og hefur vakið eftirtekt fyrir framúrskarandi flutning og spennandi efnisskrár. Túlkun söngvara og barrokkhljóðfæraleikara á þessum diski tekur mið af flutningsstíl fyrri alda og er innlifaður og fágaður. Nýjar útsetningar á gömlum lögum eru heillandi, tengja íslenska tónlistarsögu við tónlistarhefðir meginlandsins sem gefur plötunni spennandi vídd. Lagasamsetning er sannfærandi og heildstæð. Bæklingur hefur að geyma ítarlegur og gagnlegar upplýsingar um handritið. Hljómgæði eru fyrsta flokks og útlit plötunnar og innihald allt sýnir sterka heildarhugsun og listræna dýpt.

Roto con moto. Njúton. Tónverk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson, Önnu Sigríði Þorvaldsdóttur, Guðmund Stein Gunnarsson, Inga Garðar Erlendsson, Kolbein Einarsson, Steingrím Rohloff, Huga Guðmundsson. (SMK) Njúton hefur sýnt sig og sannað á undanförnum árum sem mikilvægt afl í íslensku tónlistarlífi. Hópurinn hefur sýnt listrænan metnað og áræði, verið dýrmætur vettvangur fyrir nýsköpun og tilraunamennsku. Á plötunni er að finna tónsmíðar sem allar eru samdar sérstaklega fyrir hópinn og er flutningur mjög góður, kraftmikill og blæbrigðaríkur. Hljóðupptaka og hljóðvinnsla plötunnar er afbragðs góð og slær þar við nýjan tón í plötuútgáfu innan “sígildrar” samtímatónlistar. Hönnun plötunnar sýnir einnig sterka heildarhugsun að baki útgáfunni og eykur á listræn áhrif.

Tónverk

Hlynur Aðils Vilmarsson: Akihabara fyrir sinfóníuhljómsveit. Frumlegt og sterkt verk. Rætur tónskáldsins í ólíkum tónlistargeirum styrkja tónmálið þannig að úr verður afar sannfærandi og grípandi tónsmíð með miklum andstæðum og ríkulegum blæbrigðum. Hlynur Aðils er spennandi tónskáld, með persónulega rödd.

Hugi Guðmundsson. Apochrypha fyrir barokkhljóðfæri, slagverk, mezzósópran og gagnvirk rafhljóð. Hljóðfærasamsetningin er frumleg og tekst Huga einkar vel að spinna úr þessum hljóðheimi afar sterkt og áhrifamikið tónverk. Samspil hins gamla og nýja er seiðandi og persónulegt tónmál og tónhugsun Huga nýtur sín til fullnustu.

Sveinn Lúðvík Björnsson: Og í augunum blik minninga fyrir strengjakvartett: Afar fínlegt og spennandi tónverk eins og Sveins Lúðvíks er von og visa. Tónhugsun Sveins Lúðvíks og tónmál er persónulegt og hefur verið afar áhugavert að fylgjast með þróun hans sem tónskáld á undanförnum árum.

Flytjendur

Ágúst Ólafsson kom víða við á árinu 2007. Hann fór með stórt hlutverk í óperunni Flagari í framsókn eftir Stravinsky og fór einnig með hlutverk í óperu Strauss, Ariadne á Naxos og í Óperuperlum, allt sýningum í Íslensku óperunni. Hann kom fram á tvennum tónleikum með barrokksveitinni Camerata Drammatica, fór með hlutverk Jesús í Jóhannesarpassíu Bachs ásamt Kór Áskirkju, kom fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Völuspá eftir Jón Þórarinsson, hélt ljóðatónleika ásamt Gerrit Schuill í Kirkjuhvoli, kom fram með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, söng finnska tangótónlist, frumflutti Messutónlist eftir Atla Heimi Sveinsson og söng einsöng í Kindertotenlieder eftir Mahler ásamt Kammersveitinni Ísafold. Frammistaða Ágústs í öllum þessum fjölbreyttu verkefnum hefur verið frábær og sýnir að hann býr yfir mikilli listrænni vídd og aga. Tæknilegt vald hans er afburða gott; túlkun hans hófstillt en innlifuð og mjög sannfærandi, hvort sem er í Stravinsky, Mahler, Bach, Jóni Þórarinssyni eða rómantískum ljóðasöng.

Elfa Rún Kristinsdóttir kom fram á nokkrum afar eftirminnilegum tónleikum á árinu og sýndi þar mikla dýpt og innlifaða túlkun jafnframt því að hafa einstakt vald á hljóðfærinu sínu. Verkefnaval hennar á Tíbrártónleikum og á tónleikum á Listahátíð í Reykjavík var smekklegt og ferskt og túlkun hennar öll djúp og hófstillt. Elfa Rún setur tónlistina alltaf í öndvegi, býr yfir miklum blæbrigðum og lit í túlkun sinni og hefur mikla og persónulega útgeislun. Eftirminnilegir eru tónleikar hennar í turni Hallgrímskirkju þar sem hún flutti d-moll partítu J.S. Bachs, túlkun hennar á tveimur einleikskonsertum eftir Bach ásamt Kammersveit Reykjavíkur og tónleikar í Skálholtskirkju ásamt Kammersveitinni Ísafold en þar var tónlist 20. aldarinnar í öndvegi. Elfa Rún hefur mikla breidd, henni lætur vel að túlka tónlist ólíkra tónlistarskeiða allt frá barrokki til 21. aldarinnar.

Kammersveitin Ísafold hefur frá upphafi sýnt dirfsku og mikinn listrænan metnað, sinnt íslenskri nýsköpun jafnframt því að flytja fjölmörg lykilverk erlendra tónskálda frá 20. öld en mörg erlendu verkanna sem Ísafold hefur flutt hafa ekki hljómað hér á landi fyrr. Sú listræna stefna verið afar mikilvæg fyrir íslenskt tónlistarlíf og veitt ferskum straumum inn í það. Sveitin er skipuð frábærum hljóðfæraleikurum og tónleikar hennar eru ávallt sérlega vandaðir og heilsteyptir, túlkunin sannfærandi og tekur mið af hverju verkefni fyrir sig. Árið 2007 hélt sveitin tvenna öðruvísi Vínartónleika í Íslensku óperunni, kom fram á tónleikum í Langholtskirkju og hélt tvenna tónleika í Skálholtskirkju auk þess sem hún gaf út sína fyrst plötu. Hún frumflutti verk eftir Daníel Bjarnason og lék verk eftir tónskáldin Arvo Pärt, Salvatore Sciarrino, Iannis Xenakis, Alfred Schnittke, Morton Feldman, Wolfgang Rihm, Pierre Boulez, Alexander Goehr, Sir Harrison Birtwistle, Edison Denisov, Dmitri Smirnoff, Igor Stravinsky, Gustaf Mahler.

Önnur verðlaun

Bjartasta vonin:

Benny Crespo’s Gang

Það er mikið að gerast á fyrstu plötu sveitarinnar sem kom út seinni hluta árs 2007. Því verður margur hissa sem sér þessa hljómsveit í fyrsta sinn; að hún skuli standa undir þessari metnaðarfullu, fjölbreyttu og orkumiklu tónlist sinni á sviði einungis fjögurra mann. Benny Crespo´s gang virðist iða í sköpunarskinninu.

Bloodgroup

Bloodgroup sendi frá sér sína fyrstu löngu plötu á sl. ári. Sticky situation nefnist hún og inniheldur svala danstónlist. Eitt laganna, Hips again, kemst hátt á lista yfir bestu lög ársins. Á hljómleikum er hljómsveitin spræk og skemmtileg og sýnir að binda má við hana miklar vonir.

Hjaltalín

Hljómsveitin hefur yfir sér bæði íslenskan og erlendan blæ, klassískan og dægurlegan, rokk- og popplegan, auk þess sem hún er fjölmenn…; Gæti verið vísir á ringulreið, en Hjaltalín, bæði með sinni ágætu plötu og skemmtilegri frammistöðu á hljómleikum, hefur gefið bjartar vonir um að hún eigi áhugaverða framtíð fyrir sér.

Seabear

Hljómsveitin Seabear sendi frá sér sínu fyrstu breiðskífu á árinu, The ghost that carried us away. Hún er einkar vönduð og vel heppnuð. Sindri Már Sigfússon fer fyrir sveitinni sem leikur melódískt og hlýlegt kántrískotið indírokk. Klukkuspil, fiðla og banjó auk hefðbundinnar hljóðfæraskipunar skapa sérstaka stemmningu og eftirminnilegan hljóm. Seabear er hljómsveit sem hefur þegar fundið sinn sérstaka tón og spennandi verður að fylgjast með í náinni framtíð.

Graduale Nobili

Stjórnandi: Jón Stefánsson. Kórinn er skipaður stúlkum á aldrinum 17 til 24 ára. Skipaður einvala liði ungra kvenna. Efnisskrá spennandi – túlkun frábær og fágun og agi mikill.

Tilnefningar og umsagnir dómnefndar vegna verka ársins 2006

Popp – Hljómplata ársins

Hafdís Huld: Dirty Paper Cup

Frábær frumraun söngkonunnar sem byrjaði að ferðast um heiminn með Gus Gus þegar hún var aðeins 15 ára gömul.

Benni Hemm Hemm: Kajak

Afskaplega mikill gleðigjafi. Popp með lúðrasveitaívafi er sjaldgæft og því sérstakt.

Sálin & Gospel: Lifandi í Laugardalshöll

Sálin er hljómsveitin sem íslenska þjóðin elskar að elska, aftur og aftur…

Rokk & jaðar – Hljómplata ársins

Reykjavík!: Glacial Landscapes, Religion, Opression & Alcohol

Ein ferskasta rokkplata sem komið hefur út á Íslandi í langan tíma.

Pétur Ben: Wine for my Weakness

Pétur er mikill lagahöfundur sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni og sjá þróast. Honum virðast allir vegir færir.

Lay Low: Please Don´t Hate Me

Heillandi nýliði sem kom, sá og sigraði með sinni fyrstu plötu. Frábær frumraun rísandi listamanns!

Dægurtónlist – Hljómplata ársins

Ýmsir: Pældu í því sem pælandi er í

Lög Megasar fá nýtt líf í ferskum útsetningum ýmissa og ólíkra flytjenda. Skemmtileg fjölbreytni sem undirstrikar snilld höfundarins… það er margt í mörgu.

Bogomil Font og Flís: Bananaveldið

Hressandi plata með suðrænni stemmningu og virkilega snjöllum textum héðan úr norðri. Skemmtilegt, fyndið og beitt.

Baggalútur: Aparnir í Eden

Baggalútsmenn hafa náð að fullkomna stílinn sinn með hæfilegri blöndu af kántrítónlist og kímni.

Ýmis tónlist – Hljómplata ársins

Ghostigital: In Cod We Trust

Besta rafrokkplata sem komið hefur út á Íslandi; hrá, frumleg og kraftmikil.

Barði Jóhannsson: Haxan

Falleg tónlist og stendur fyrir sínu án kvikmyndarinnar. Klassík fyrir popparana… ?-).

Skúli Sverrisson: Sería

Einn óvæntasti gleðigjafi ársins. Yndislegar útsetningar, flutningur hnökralaus, söngur Ólafar Arnalds frábær. Algjör gullmoli!

Popp, rokk & jaðar, dægurtónlist og ýmis tónlist deila með sér eftirfarandi verðlaunum:

Flytjandi ársins

Baggalútur

Hrikalega flott hljómsveit á tónleikum, vel heppnaðar plötur, frábærir textar og æðislegar útsetningar.

Björgvin Halldórsson

Annað af B-unum stóru sem átti glæsilegan hljómleik á árinu. SöngvarINN!

Bubbi Morthens

Hitt stóra B-ið… ótrúlegt; einn kall með gítar opg heil íþróttahöll tekur undir fullum hálsi – með textana á hreinu.

Lag ársins

Baggalútur og Björgvin Halldórsson: Allt fyrir mig

Björgvin Halldórsson sýnir okkur hvernig sá syngur sem röddina hefur – og með húmor. Slær sjálfum sér eiginlega við. Hann lyftir laginu með yfirvegun í háar hæðir.

Lay Low: Please Don´t Hate Me

Gítarleikur, söngur, laglína, texti og túlkun… allt gengur upp. Næstum fullkomið lag!

Ghostigital: Not Clean

Stríðsrekstur Íslendinga (þorskastríðið) gerður upp í kraftmiklu og stórskemmtilegu lagi. Fortíð og nútíð samtvinnuð í framtíðarlegum hljómum.

Söngkona ársins

Regína Ósk

Eftir að hafa staðið bakatil á sviðinu árum saman og sungið bakraddir með öllum helstu söngstjörnum landsins stekkur Regína Ósk fram fyrir flesta kollega sína á vel heppnaðri plötu.

Andrea Gylfadóttir

Andrea er og verður ein af betri söngkonum sem Íslendingar eiga og hafa átt. Hún er sjúkleg á nýju Todmobile plötunni, og stendur sig líka vel með Birni Thoroddsen. Sýnir enn og aftur hversu fjölbreytt hún er og mikill listamaður.

Lay Low

Ein sérstakasta gulrótin í matjurtagarðinum þetta misserið. Sérstakur, nýr og spennandi tónn.

Söngvari ársins

Bubbi Morthens

Átti frábært ár, spilaði fyrir 5000 í Laugardalshöll á afmælisdaginn sinn þegar hann varð fimmtugur, og tugi þúsunda í sjónvarpinu þar að auki í leiðinni. Óþarfi að segja meira.

Friðrik Ómar

Stimplar sig sterkur inn með sinni fyrstu sólóplötu og sýnir það og sannar að hann er kominn til að vera.

Pétur Ben

Ein af björtustu vonum íslensks tónlistarlífs 2006.

Jazz

Hljómplata ársins

Atlantshaf: Atlantshaf

Atlantshaf er fyrsta skífa samnefndrar hljómsveitar, en þeir félagar hafa numið vestan hafs og austan. Þetta er evrópskur jazz eins og hann gerist bestur með rætur í tónlist Miles Davis fyrir rafvæðinguna.

Jóel Pálsson: Varp

Varp er fjórða hljómsveitarskífa tenórsaxófónleikarans og tónskáldsins Jóels Pálssonar. Á þessari skífu heyrum við fullþroska listamann, sem hefur tekist að móta einstaklega persónulegan stíl með rætur í norrænum jazzi, þar sem séríslenskum tóni bregður jafnt fyrir sem alþjóðlegum.

Tómas R. Einarsson: Romm Tomm Tomm

Romm Tomm Tomm er þriðja skífa Tómasar R. Einarssonar þar sem hann leiðir saman jazz og kúbanska tónlist. Þessi samruni tekst einstaklega vel þar sem vel byggðar tónsmíðar haldast í hendur við frábæra jazzsólóa undir kúbönskum hryn.

Flytjandi ársins

Hilmar Jensson

Hilmar er jafnvígur á flestar tegundir jazz- og spunatónlistar. Með tríói sínu Tyft hefur hann rutt nýjar brautir, en hann er jafn skapandi í glæsilegum einleiksspuna sínum á Varpi Jóels Pálssonar.

Kristjana Stefánsdóttir og kvartett Sigurðar Flosasonar

Kristjana Stefánsdóttir er ókrýnd drottning íslenskrar jazzsönglistar. Í ár hefur hún unnið margan listrænan sigur, ekki síst er hún hljóðritaði 24 lög Sigurðar Flosasonar ásamt kvartetti höfundar sem skipaður er fulltrúum þriggja kynslóða íslenskra jazzleikara.

Útlendingahersveitin

Í Útlendingahersveitinni leika helstu snillingar bíboppsins á Íslandi. Þeir búa víðsvegar í veröldinni, en hafa komið nokkrum sinnum saman til að leika tónlist sína jafnt sem standarda. Þroskaðir listamenn með áratuga reynslu og þekkingu á klassískum jazzi.

Lag ársins

Ásgeir Ásgeirsson: Passing through

Titillag nýrrar skífu gítarleikarans Ásgeirs Ásgeirssonar þar sem honum tekst að skrifa eftirminnilega laglínu sem jafnframt er uppspretta líflegs spuna.

Einar Valur Scheving: Líf

Undurfögur ballaða, sem minnir um margt á hinar klassísku ballöður jazzins, en er fyrst og fremst íslensk í einfaldleika sínum.

Jóel Pálsson: Innri

Upphafsópus Varps Jóels Pálssonar. Rafrænn hrynur undirstrikar norrænar rætur höfundar sem blæs magnþrungna laglínu sína glæsilega.

Sígild og samtímatónlist

Hljómplata ársins

Tónamínútur

Flautuverk Atla Heimis Sveinssonar.

Flytjendur: Áshildur Haraldsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Atli Heimir Sveinsson og Kristinn H. Árnason.

Framúrskarandi flutningur Áshildar Haraldsdóttur á öllum flautuverkum eins fremsta tónskálds þjóðarinnar. Verkin spanna mikið litróf eins og Atla Heimis er von og vísa, samin við ólík tækifæri og gefur það breiða og litríka mynd af tónskáldaferli hans. Umgjörð öll eins og best verður á kosið.

Í rökkri

Sönglög Magnúsar Blöndals Jóhannssonar.

Flytjendur: Ásgerður Júníusdóttir, Árni Heimir Ingólfsson og fleiri.

Mjög metnaðarfull útgáfa á sönglögum eins merkasta tónskálds Íslands en fæst laganna hafa nokkru sinni komið út áður. Að auki hljóma rafrænar endurvinnslur nokkurra tónskálda af yngri kynslóð á sönglögum Magnúsar og er það mjög í anda þessa merka frumkvöðuls á sviði íslenskrar raftónlistar. Túlkun Ásgerðar Júníusdóttur og Árna Heimis Ingólfssonar á söngperlum Magnúsar Blöndals er hrífandi og öll umgjörð og hljóðvinnsla plötunnar er afar heilsteypt.

Þorlákstíðir

Flytjendur: Voces Thules

Vönduð og glæsileg útgáfa í alla staði og einstök heimild um tónlistariðkun Íslendinga á miðöldum. Flutningur Voces Thules er afar innlifaður og sannfærandi og hljóðvinnsla og umgjörð eins og best verður á kosið. Algert tímamótaverk og merkt innlegg í sögu þjóðar.

Flytjandi ársins

Frank Aarnink slagverksleikari

Frank Aarnink hefur tekið afar virkan þátt í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum með Sinfóníuhljómsveit Íslands, CAPUT, Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku óperunni svo eitthvað sé nefnt og sýnt og sannað listræna getu og metnað. Einleikstónleikar hans í Norræna húsinu á haustmánuðum voru sérlega metnaðarfullir og vel heppnaðir þar sem hann lék nýlegar tónsmíðar fyrir slagverk, þar af verk sem var sérsamið fyrir hljóðfæraleikarann. Kammertónleikar í kammertónlistarröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Frank gegndi stóru hlutverki voru einnig til marks um að hér er afburða hljóðfæraleikari á ferð.

Stefán Jón Bernharðsson hornleikari

Starf Stefáns Jóns Bernharðssonar með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku óperunni og ýmsum kammerhópum sýnir svo ekki verður um villst að hér er einn snjallasti hljóðfæraleikari landsins á ferð, með tæknilega yfirburði og mikið músíkalskt næmi. Síðastliðið sumar vann hann það þrekvirki að leika hornpartinn í tríói Ligetis á Kirkjubæjarklaustri en sá flutningur fékk frábærar viðtökur og gagnrýni. Ekki má gleyma árangri hans í stærra samhengi en að undanförnu hefur Stefán unnið til verðlauna í þremur alþjóðlegum hornleikarakeppnum.

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari

Víkingur Heiðar Ólafsson hefur sýnt það og sannað að hann er í hópi bestu píanóleikara landsins þrátt fyrir ungan aldur. Afköst hans á árinu 2006 eru með ólíkindum og hefur hann unnið hvern listsigurinn á fætur öðrum, á Kirkjubæjarklaustri, með Kammersveit Reykjavíkur, CAPUT og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Verkefnaskrá hans er víðfeðm eins og sjá má af tónleikum hans hérlendis á árinu þar sem hann hefur spilað jöfnum höndum Mozart og Beethoven, Ligeti og Snorra Sigfús Birgisson en hvert verkefnið á fætur öðru hefur hann leyst af hendi með glæsibrag og sýnt mikinn listrænan metnað.

Tónverk ársins

Áskell Másson: Fiðlukonsert

Áskell Másson hefur verið sérlega afkastamikill og skapandi á árinu 2006. Fiðlukonsertinn er eitt nokkurra verka hans sem frumflutt voru á árinu en auk hans má nefna verkin Bois chantant, Quatrain og Innhverfar sýnir. Fiðlukonsertinn ber sterk höfundareinkenni tónskáldsins, kraft og hrynræna skerpu, litauðgi og einstaka færni í að skrifa fyrir hljóðfæri.

Hugi Guðmundsson: Equilibrium IV

Hugi hefur þrátt fyrir ungan aldur þegar þróað með sér afar persónulegt og heillandi tónmál sem heyra má í þessu verki, ferskt og klisjulaust. Lifandi og rafræn hljóð eru afar fallega samofin og í verkinu býr lágvær en seiðmagnaður kraftur sem nær að fanga hlustandann.

Karólína Eiríksdóttir: Skuggaleikur

Karólínu nær á sannfærandi hátt að halda öllum þráðum saman í þessu stóra og mikla verki og dregur fram mjög sterka og djúpa mynd af magnaðri sögu. Ekki má gleyma þætti skáldsins Sjón í verkinu sem höfundur óperutexta. Einstakt tónmál Karólínu fer ekki á milli mála hér, gegnsætt og úthugsað, hljóðfærasamsetningin skemmtileg og val söngradda sömuleiðis. Karólínu tekst einstaklega vel að skrifa fyrir þessa samsetningu.

Myndband ársins

Trabant: The One

– höfundar myndbands: Reynir Lyngdal og Trabant

Metnaðarfullt og vel unnið. Vessar tónlistarinnar komast vel til skila á frumlegan hátt. Okkur er skemmt.

Hafdís Huld: Tomoko

– höfundar myndbands: Hafdís Huld, Álfrún Örnólfsdóttir og Helen Woods

Einfalt og skemmtilegt eins og lagið sjálft. Hugmynd sem virkar þrátt fyrir einn ramma. Segir sögu.

Ghostigital: Northern Lights

– höfundar myndbands: Alexander og Kristján Zaklynsky

Hrátt og ferskt. Fullkomlega í anda tónlistarinnar, syndir á móti straumnum. Gott í lognmollu.

Plötuumslag ársins

Lay Low: Please Don´t Hate Me

– hönnun umslags: Villi Warén

Myndskreyting og letur vinna mjög vel saman. Endurspeglar gleði og kraft en um leið visst sakleysi og einfaldleika sem einkennir tónlistina. Myndbyggingin vísar skemmtilega í titilinn: Lay Low. Lína sem gengur sem rauður þráður í gegnum allan pakkann og teikning af listakonunni sem liggur á línunni. Lágstemmd hönnun en um leið kraftmikil vegna sterkra kontrasta hvíts og svarts.

Ampop: Sail to the Moon

– hönnun umslags: Isak Winther

Lætur lítið yfir sér en við nánari skoðun kemur hún sífellt á óvart. Prentunin og pappírsvalið óvenjulegt. Áferðin á pappírnum og mynstrið vinna vel saman og mynda eina skemmtilega heild. Lágstemmt samspil ljóss og skugga. Endurspeglar dulúð og vekur upp forvitni til að skoða innihaldið nánar. Býður uppá að maður vilji handfjatla diskinn.

Toggi: Puppy

– Alli Metall

Stílhrein og falleg hönnun. Sterkir kontrastar sem skila sér utan sem innan í umslaginu. Einföld og sterk form sem eru áleitin vegna mikilla andstæðna á milli ljóss og skugga. Áhugavert og stendur með innihaldi disksins.

Bjartasta vonin*

Elfa Rún Kristinsdóttir

21 árs gamall fiðluleikari sem gerði sér lítið fyrir síðastliðið sumar og bar sigur úr býtum í einni virtustu tónlistarsamkeppni hins klassíska tónlistarheims, Bach-keppninni í Leipzig. Elfa Rún hefur tekið nokkuð virkan þátt í íslensku tónlistarlífi þrátt fyrir að vera enn við nám í Þýskalandi – spilað með ýmsum kammerhópum og heillað hlustendur með djúpri og innlifaðri túlkun og óaðfinnanlegri tækni.

Jakobínarína

Efnilegasta hljómsveit landsins, skipuð kornungum piltum sem hafa fundið sinn einstæða kraftmikla tón. Þeir vöktu mikla athygli öðru sinni á Airwaves eins og sjá má af umfjöllun innlendra og erlendra tónlistargagnrýnenda og blaðamanna og slógu í gegn á tónlistarhátíðinni South by southwest í Austin, Texas.

Pétur Ben

Vakti mikla athygli á árinu með frábærri fyrstu plötu og tónlist við kvikmyndina Börn. Afburðagóður hljóðfæraleikari með mikla útgeislun á sviði og spennandi lagahöfundur sem gaman verður að fylgjast með áfram.

*Rás eitt og Rás tvö eru sérstakir samstarfsaðilar að verðlaununum Bjartasta vonin. Samstarfið felst m.a. í dagskrárgerð, hljóðritunum, kynningu á vettvangi evrópskra útvarpsstöðva (EBU) og á vef RÚV.

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir verk ársins 2005

Heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna hlaut Guðmundur Jónsson óperusöngvari.

Hvatningarverðlaun Samtóns hlaut Kópavogsbær fyrir frumkvæði í byggingu og rekstri menningarstofnana.

Fjölbreytt tónlist

Popp – hljómplata ársins

Emilíana Torrini – Fisherman’s

WomanAmpop – My Delusions

Hjálmar – Hjálmar

Ragnheiður Gröndal – After the Rain

Jónsi – Jónsi

Rokk/jaðartónlist – hljómplata ársins

Sigur Rós – Takk

Ég – Plata ársins

Daníel – Swallowed a Star

Kimono – Arctic Death Ship

Trabant – Emotional

Dægurtónlist – hljómplata ársins

Bubbi – Ást/…Í 6 skrefa fjarlægð frá paradís

Baggalútur – Pabbi þarf að vinna

Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar – Ég skemmti mér

Ingibjörg Þorbergs – Í sólgulu húsi

Orri Harðar – Trú

Ýmis tónlist – hljómplata ársins

Benni Hemm Hemm – Benni Hemm Hemm

Björk – The Music from Drawing Restraint 9

JFM – Piano

Schpilkas – So long Sonja

Stórsveit Nix Noltes – Orkídeur Hawaí

Flokkarnir popp, rokk/jaðartónlist, dægurtónlist og ýmis tónlist deila með sér eftirfarandi verðlaunum:

Flytjandi ársins

Sigur Rós

Dr. Spock

Hjálmar

Stuðmenn

Trabant

Lag og texti ársins

Baggalútur – Pabbi þarf að vinna

Bubbi – Ástin mín

Sálin hans Jóns míns – Undir þínum áhrifum

Emilíana Torrini – Sunnyroad

Ég – Eiður Smári Guðjohnsen

Söngkona ársins

Emilíana Torrini

Hildur Vala

Ragnheiður Gröndal

Ragnhildur Gísladóttir

Regína Ósk

Söngvari ársins

Bubbi

Daníel Ágúst Haraldsson

Stefán Hilmarsson

Jón Þór Birgisson

Jón Jósep Snæbjörnsson

Myndband ársins

Emilíana Torrini – Sunnyroad

Ampop – My Delusions

Brúðarbandið – Brúðarbandsmantran

Ég – Kaupiði plötu ársins

Sigur Rós – Hoppípolla

Plötuumslag ársins

Sigur Rós – Takk

Benni Hemm Hemm – Benni Hemm Hemm

Hermigervill – Sleepwork

Hudson Wayne – The Battle of the Bandidos

Trabant – Emotional

Bjartasta vonin

Benni Hemm Hemm

Ampop

Baggalútur

Garðar Thór Cortes

Jakobínarína

Jazz

Hljómplata ársins

Kvartett Sigurðar Flosasonar – Leiðin heim

Cold Front – Cold Front

Kvartett Arne Forchhammer – Kvartett Arne Forchhammer

Kristjana og Agnar – Ég um þig

Ziegler-Scheving kvintettinn – Ziegler-Scheving kvintettinn

Flytjandi ársins

Stórsveit Reykjavíkur

Cold Front

Flís

Jón Páll Bjarnason

Kvartett Sigurðar Flosasonar

Lag ársins

Cold Front – Cold Front

Agnar Már Magnússon – Ég um þig

Eyjólfur Þorleifsson – Ég leitaði þín

Sigurður Flosason – Stjörnur

Sigurður Flosason- Leiðin heim

Sígild og samtímatónlist

Hljómplata ársins

Frá Strönd til fjarlægra stranda – Helga Ingólfsdóttir leikur á sembal

ENTER eftir Atla Ingólfsson – CAPUT og Arditti kvartettinn flytja

Fiðlan á 17. öld – Jaap Schröder leikur á fiðlu

Hvert örstutt spor (Bestu lögin 1975-2005) – Diddú syngur

Monologues/Dialogues – Rúnar Óskarsson leikur íslenska bassaklarinettutónlist

Flytjandi ársins

Íslenska óperan- fyrir flutning á Tökin hert eftir Benjamin Britten.

Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari – fyrir frábæran árangurá viðburðaríku ári, jafnt á innlendum sem erlendum vettvangi.

Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari – fyrir störf sín sem konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og glæsilegt tónleikahald á árinu, þ.á.m. flutning á öllum sónötum Ludwigs van Beethoven, fyrir fiðlu og píanó, ásamt Gerrit Schuil.

Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari- fyrir glæsilega debúttónleika á árinu og frábæran píanóleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og Blásarakvintett Reykjavíkur.

Þórunn Björnsdóttir og Skólakór Kársness – fyrir frábært starf á undanförnum árum og þátttöku í tónlistarviðburðum á árinu, þ.á.m. flutningi á Bergmáli þeirra Sjóns, Ragnhildar Gísladóttur, Stomu Yamash´ta og Barna- og kammerkórs Biskupstungna á Listahátíð í Reykjavík og Expo heimssýningunni í Japan.

Tónverk ársins

Ardente – Haukur Tómasson

Adoro te devote – Hugi Guðmundsson

Drottinn er styrkur minn – John Speight

Sónata fyrir flautu og píanó – Atli Heimir Sveinsson

Tvær tokkötur – Þorsteinn Hauksson

Poppplata ársins

Mugimama, Is This Mugimusic? – Mugison

Tilnefndir:

Hello Somebody – Jagúar

Eivör – Eivör Pálsdóttir

Medúlla – Björk

Meðan ég sef – Í svörtum fötum

Rokkplata ársins

Hljóðlega af stað – Hjálmar

Tilnefndir:

Guerilla Disco – Quarashi

Electric Fungus – Brain Police

Slowblow – Slowblow

Home of the Free Indeed – Jan Mayen

Dægurtónlist, plata ársins

Vetrarljóð – Ragnheiður Gröndal

Tilnefndir:

Tvíburinn – Bubbi Morthens

Jón Ólafsson – Jón Ólafsson

Smásögur – Brimkló

Betra en best – Mannakorn

Söngvari ársins

Páll Rósinkranz

Tilnefndir:

Jón Jósep Snæbjörnsson

Björgvin Halldórsson

Mugison

Jens Ólafsson

Söngkona ársins

Ragnheiður Gröndal

Tilnefndir:

Eivör Pálsdóttir

Björk Guðmundsdóttir

Guðrún Gunnardóttir

Margrét Eir

Flytjandi ársins

Jagúar

Tilnefndir:

Quarashi

Mugison

Hjálmar

Brain Police

Lag ársins

Murr Murr – Mugison

Tilnefndir:

Stun Gun – Quarashi

Fallegur Dagur – Bubbi

Sunnudagsmorgunn – Jón Ólafsson

Dís – Jóhann Jóhannsson/Ragnheiður Gröndal

Bjartasta vonin

Hjálmar

Tilnefndir:

Jan Mayen

Stranger

Þórir G. Jónsson

Sígild og samtíma tónlist

Tónverk ársins

Sinfónía eftir Þórð Magnússon

Tilnefndir:

Flow and Fusion eftir Þuríði Jónsdóttur

Grettir eftir Þorkel Sigurbjörnsson

Sería fyrir 10 hljóðfæri eftir Hauk Tómasson

Sjö byltur svefnleysingjans eftir Harald Vigni Sveinbjörnsson

Plata ársins

Verk fyrir selló og píanó. Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Edda Erlendsdóttir píanóleikari spila tónverk eftir Enescu, Janacek, Kodaly og Martinu.

Tilnefndir:

Ferskir vindar. Camilla Söderberg flytur íslenskar tónsmíðar fyrir blokkflautu og rafhljóð.

Glímt við Glám. Símon H. Ívarsson leikur gítartónsmíðar eftir Gunnar Reyni Sveinsson.

Virðulegu forsetar eftir Jóhann Jóhannsson. CAPUT, Guðmundur Sigurðsson, Hörður Bragason, Matthías M.D. Hemstock, Skúli Sverrisson og Jóhann Jóhannsson flytja.

Það er óskaland íslenskt. Kór Áskirkju flytur íslensk ættjarðarlög undir stjórn Kára Þormar. (Kór Áskirkju).

Flytjandi ársins

Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari

Tilnefndir:

Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari

CAPUT-hópurinn

Íslenska óperan – fyrir flutning á Sweeney Todd eftir Stephen Sondheim.

Sinfóníuhljómsveit Íslands – Rumon Gamba fyrir flutning á sinfóníum Dmitri Sjostakovich.

Bjartasta vonin

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari

Tilnefndir:

Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari

Áki Ásgeirsson / Berglind María Tómasdóttir –Aton

Daníel Bjarnason – Kammersveitin Ísafold

Eyjólfur Eyjólfsson tenór

Birna Helgadóttir / Freyja Gunnlaugsdóttir / Una Sveinbjarnardóttir – Tríó Gorki Park

Jazzflokkur

Plata ársins

Dansaðu fíflið þitt dansaðu!, Sammi & Tómas R og Jagúar

Tilnefndir:

Lúther, Björn Thoroddsen

Kör, B-3

Skuggsjá, Jóel Pálsson/Eyþór Gunnarsson

Beautiful monster, Rodent

Tónverk ársins

Ástin eftir Tómas R. Einarsson (Dansaðu fíflið þitt dansaðu)

Tilnefndir:

Kaleidoscope eftir Árna Egilson

Þórdísardans eftir Andrés Þór Gunnlaugson

Evil beaver eftir Hauk Gröndal

Kör eftir Ásgeir Jón Ásgeirsson

Í dauðans höndum eftir Björn Thoroddsen

Flytjandi

Samúel Jón Samúelsson og stórsveitin Jagúar

Tilnefndir:

B-3

Björn Thoroddsen

Jóel Pálsson/ Eyþór Gunnarsson

Rodent

Ýmis tónlist

Hljómplata ársins

Sálmar – Ellen Kristjánsdóttir

Tilnefndir:

Nói Albínói – Slowblow

Draumalandið – Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson

Silfurplötur Iðunnar

Hjörturinn skiptir um dvalarstað – Hróðmar I. Sigurbjörnsson

Önnur verðlaun

Umslag ársins

Mugison – Mugimama, is this monkey music?

Tilnefndir:

Slowblow – Slowblow

Brain Police – Electric fungus

Múm – Summer make good

Ske – Feelings are great

Myndband ársins

Björk – Oceana

Tilnefndir:

Dúkkulísurnar – Halló Sögustelpa

Mínus – The Long Face

Maus – Liquid substance

Jan Mayen – On Mission

Björk – Who is it?

Útflutningsverðlaunin Reykjavík Loftbrú

Bang Gang og Barði Jóhannsson

Heiðursverðlaun hátíðarinnar

Helga Ingólfsdóttir semballeikari

Hvatningarverðlaun Samtóns

Ágúst Einarsson fyrir bókina Hagræn áhrif tónlistar

Íslensku tónlistarverðlaunin 2002

Það var Samtónn, heildarsamtök tónlistarhreyfingarinnar á Íslandi sem stóð að Íslensku tónlistarverðlaununum 2002 í fyrsta sinn. Það var áberandi þetta árið hve margir listamenn sem eru eða hafa haslað sér völl erlendis fengu verðlaun þetta árið. Í þessu samhengi má nefna Sigur Rós, Arnar Guðjónsson söngvara Leaves, Skúla Sverrisson, Jóel Pálsson og Heru Hjartardóttur. Þetta er kannski tímanna tákn, landvinningar íslenskra tónlistarmann erlendis hafa í raun sjaldan eða aldrei verið markvissari.

Tilnefningar 2002

– verðlaunahafar eru efstir í hverjum flokki

Lag ársins 2002

Julietta 2 – Ske

Catch – Leaves

Lag nr. 4 – Sigurrós

Ég sjálft – Írafár

Þú fullkomnar mig – Sálin

Við Gróttu – Bubbi

Hljómplata ársins 2002

( ) – Sigurrós

Sól að morgni – Bubbi Morthens

Paradís – KK

Breathe – Leaves

Móri – Móri

Life, Death, Happiness & Stuff – Ske

Tónlistarflytjandi ársins 2002

Sigur Rós

Apparat Organ Quartet

Bubbi

Ensími

Leaves

Múm

Söngvari ársins 2002

Arnar Guðjónsson

Björn Jörundur Friðbjörnsson

Bubbi

Egill Ólafsson

Jón Þór Birgisson

Páll Rósinkranz

Söngkona ársins 2002

Hera Hjartardóttir

Birgitta Haukdal

Margrét Eir Hjartardóttir

Ragnhildur Gísladóttir

Urður Hákonardóttir

Þórunn Antónía

Jazz tónverk ársins 2002

Weeeping Rock – Skúli Sverrisson og Eyvind Kang

Kúbanska – Tómas R. Einarsson

Meski – Davíð Þór Jónsson

Yggur – Jóel Pálsson

Jazz hljómplata ársins 2002

Septett – Jóel Pálsson

Fagra veröld – Sunna Gunnlaugsdóttir

Raddir þjóðar – Sigurður Flosason og Pétur Grétarsson

Rask – Davíð Þór Jónsson

Tyft – Hilmar Jensson

Jazz tónlistarflytjandi ársins 2002

Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson

Björn Thoroddsen

Davíð Þór Jónsson

Jóel Pálsson

Tómas R. Einarsson

Sígild hljómplata ársins 2002

Baldr eftir Jón Leifs – Sinfóníuhljómsveit Íslands, stjórnandi: Kari Kropsu

Bon appétit – Barokkhópurinn

Einleiksverk fyrir fiðlu – Guðný Guðmundsdóttir

Kristinn Hallsson, bassbariton safndiskur

Tíminn og vatnið eftir Atla Heimi Sveinsson – Kammersveit Reykjavíkur

Vorkvæði um Ísland – Hamrahlíðarkórinn, stjórnandi: Þorgerður Ingólfsdóttir

Sígildur flytjandi ársins 2002

Hamrahlíðarkórinn og Þorgerður Ingólfsdóttir

Caput

Kammersveit Reykjavíkur

Kolbeinn Bjarnason

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sígilt tónverk ársins 2002

Barn er oss fætt – John Speight

Hyr – Áskell Másson

Strengjakvartett nr. 2 – Þórður Magnússon

Langur Skuggi – Haukur Tómasson

Gríma – Jón Nordal

Myndband ársins 2002

Listen – Singapore Sling

Brighter – Ensími

Allt sem ég sé – Írafár

Dag sem dimma nátt – Í svörtum fötum

If – Land og Synir

Dance you down – Gus Gus

Hljómplata ársins 2002 í flokknum “Annað”

Eftir þögn – Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson

Englabörn – Jóhann G. Jóhannsson

Guð og gamlar konur – Anna Pálína Árnadóttir

Raddir þjóðar – Sigurður Flosason og Pétur Grétarsson

Söngvaskáld – Hörður Torfason

Bjartasta von ársins 2002

Býdrýgindi

Hera

Singapore Sling

Santiago

Worm is green

Afkvæmi Guðanna

Poppstjarna ársins

Birgitta Haukdal

Hvatningarverðlaun

Hr. Örlygur

Heiðursverðlaun

Ingibjörg Þorbergs

Árið 2001

Íslensku tónlistarverðlaunin 2001 voru nokkuð frábrugðin fyrri verðlaunum því vægi sígildrar tónlistar og jazztónlistar var orðið meira en áður. Verðlaununum var nú skipt í þrjá yfirflokka: Popp- og Rokktónlist, Sígilda tónlist og Jazz tónlist. Að auki kvað við nýjan tón því rapptónlist var nú orðin meira áberandi en áður þó hún félli að flokknum Popp og Rokktónlist. Það kom líka á daginn að rappararnir í XXX Rottveiler hundum komu, sáu og sigruðu flesta flokka þó svo að gamlir hundar eins og Sálin hans Jóns míns með Stefán Hilmarsson í fararbroddi hafi tekið verðlaun einnig.

Tilnefningar 2001

– verðlaunahafar eru efstir í hverjum flokki

Lag ársins 2001

Á nýjum stað – Sálin hans Jóns míns

The Real Me – Svala

Bent nálgast – XXX Rottweiler

Pagen Poetry – Björk

Wake Up Slowly – Lace

Hljómplata ársins 2001

XXX Rottweilerhundar – XXX Rottweilerhundar

Björk – Vespertine

Fabúla – Kossafar á ilinni

The Funerals – Pathetic Me

Sálin hans Jóns míns – Logandi ljós

Tónlistarflytjandi ársins 2001

XXX Rottweilerhundar

Björk

Bubbi Morthens + Stríð og Friður

Sálin Hans Jóns Míns

Stuðmenn

Megas

Söngvari ársins 2001

Stefán Hilmarsson

Bubbi Morthens

Egill Ólafsson

Páll Óskar Hjálmtýsson

Páll Rósinkranz

Söngkona ársins 2001

Björk Guðmundsdóttir

Birgitta Haukdal

Margrét Kristín Sigurðardóttir (Fabúla)

Ragnhildur Gísladóttir

Svala Björgvinsdóttir

Jazz tónverk ársins 2001

Serenity – Hilmar Jensson

Mean Operator – JFM

Proximity – Jóel Pálsson

Jazz hljómplata ársins 2001

Klif – Jóel Pálsson

Núll einn – Agnar Már Magnússon

Q – Árni Heiðar Karlsson

Made in Reykjavik – Jakob Fríman Magnússon

Kristjana – Kristjana Stefánsdóttir

Djúpið – Sigurður Flosason

Jazz tónlistarflytjandi ársins 2001

Sigurður Flosason

Jóel Pálsson

Óskar Guðjónsson og Eyþór Gunnarsson

Agnar Már Magnússon

Guitar Islancio

Klassísk hljómplata ársins 2001

Jón Leifs: Söngvar – Finnur Bjarnason og Örn Magnússon

Heyr himna smiður – Schola cantorum

Minn heimur og þinn – Ásgerður Júníusdóttir

Páll Ísólfsson: Complete Original Piano Music – Nína Margrét Grímsdóttir

Sönglög – Rannveig Fríða Bragadóttir og Gerrit Schull

Klassískur flytjandi ársins 2001

Hörður Áskelsson og Mótettukórinn

Nína Margrét Grímsdóttir

Jón Stefánsson og stúlknakórinn Graduale Nobili

Kammersveit Reykjavíkur og Rut Ingólfsdóttir

Klassískt tónverk ársins 2001

Víólukonsert eftir Kjartan Ólafsson

Passía eftir Hafliða Hallgrímsson

…into That Good Night… eftir John Speight

Requiem eftir Szymon Kuran

Rauður hringur eftir Þuríði Jónsdóttir

Myndband ársins 2001

Viðrar vel til Loftárasa – Sigur Rós

Á nýjum stað – Sálin hans Jóns míns

Sönn íslensk sakamál – XXX Rottweiler

Pagan Poetry – Björk

Malone Lives – Quarashi

Hljómplata ársins 2001 í flokknum “Annað”

Get the funk out – Jagúar

Dust to Dust – Hilmar Örn Hilmarsson

Fagur fiskur í sjó – Edda Heiðrún Backman

Gullregnið – Rússíbanar

Hallilúja – Haraldur Gíslason

Kristnihald undir jökli – Quarashi

Bjartasta von ársins 2001

XXX Rotweilerhundar

Sign

Trabant

Védís Hervör

Úlpa

Svala Björgvins

Íslensku tónlistarveðlaunin voru ekki afhent fyrir útgáfuárið 2000

Árið 1999

Það var hljómsveitin Sigur Rós sem fékk langflestar tilnefningar árið 2000, átta talsins. Þeir tóku síðan fimm verðlaun fyrir Hljómplötu ársins, Hljómsveit ársins, áttu söngvara- og gítarleikara ársins í einum og sama manninum, Jóni Þór Birgissyni auk þess sem hljómsveitinar var valin Lagahöfundar ársins. Ensími og Maus voru einnig nokkuð áberandi þetta árið.

Tilnefningar 1999

– verðlaunahafar eru efstir í hverjum flokki

Lag ársins 1999

Okkar nótt – Sálin hans Jóns míns

Flugufrelsarinn – Sigur Rós

Kerfisbundin þrá – Maus

Vínrauðvín – Ensími

Ladyshave – Gusgus

Hljómplata ársins 1999

Ágætis byrjun – Sigur Rós

BMX – Ensími

This is Normal – Gusgus

Xeneizes – Quarashi

Í þessi sekúndubrot sem ég flýt – Maus

Flytjandi ársins 1999

Selma Björnsdóttir

Björk

Bubbi Morthens

Emilíana Torrini

Páll Óskar Hjálmtýsson

Hljómsveit ársins 1999

Sigur Rós

Maus

Quarashi

Ensími

Sálin hans Jóns míns

Söngvari ársins 1999

Jón Þór Birgisson

Daníel Ágúst Haraldsson

Hreimur Örn Heimisson

Stefán Hilmarsson

Páll Óskar Hjálmtýsson

Söngkona ársins 1999

Emilíana Torrini

Andrea Gylfadóttir

Björk

Hafdís Huld

Selma Björnsdóttir

Hljómborðsleikari ársins 1999

Eyþór Gunnarsson

Jóhann Jóhannsson

Kjartan Sveinsson

Kjartan Valdemarsson

Þórir Baldursson

Bassaleikari ársins 1999

Haraldur Þorsteinsson

Eggert Gíslason

Guðni Finnsson

Ingi S. Skúlason

Georg Hólm

Trommuleikari ársins 1999

Daníel Þorsteinsson

Jóhann Hjörleifsson

Jón Örn Arnason

Mattías Heimstock

Sigtryggur Baldursson

Gítarleikari ársins 1999

Jón Þór Birgisson

Guðmundur Pétursson

Franz Gunnarsson

Eðvarð Lárusson

Hilmar Jensson

Blásturshljóðfæraleikari ársins 1999

Jóel Pálsson – Saxófónn

Birkir Freyr Mattíasson – Trompet

Óskar Guðjónsson – Saxófónn

Samúel J. Samúelsson – básúna

Sigurður Flosason – saxófónn

Lagahöfundur ársins 1999

Sigur Rós

Ensími

Guðmundur Jónsson

Hreimur Örn Heimisson

Magnús Eiríksson

Textahöfundur ársins 1999

Birgir Örn Steinarsson

Bubbi Morthens

Emilíana Torrini

Magnús Eiríksson

Stefán Hilmarsson

Klassísk hljómplata ársins 1999

Finlandia – Sinfóníuhljómsveit Íslands

Baroque Recorder Triosonatas – Camilla Söderberg

Guitar Islancio – Guitar Islancio

Austurbæjarbíó 3. mars 1984 – Garðar Cortez

Mozart: Forleikir og aríur – Sigurður Bragason

Jazzleikari ársins 1999

Eyþór Gunnarsson

Hilmar Jensson

Jóel Pálsson

Mattías Hemstock

Sigurður Flosason

Bjartasta von ársins 1999

Múm

Mínus

Brain Police

Suð

Toy Machine

Tónlistarviðburður ársins 1999

12. ágúst 1999 – Sálin hans Jóns míns

Árið 1998

Verðlaun fyrir árið 1999 voru mun dreifðari en oft áður. Þó voru þrír flytjendur sem fengju tvenn verðlaun hver. Það voru Ensími sem áttu bæði Lag ársins og voru valin Bjartasta vonin, Botnleðja átti hljómplötu ársins og var valin Hljómsveit ársins og Björk Guðmundsdóttir fékk verðlaun sem Flytjandi ársins og Söngkona ársins.

Tilnefningar 1998

– verðlaunahafar eru efstir í hverjum flokki

Lag ársins 1998

Atari – Ensími

Brjótum það sem brotnar – 200.000 Naglbítar

Farin – Skítamórall

Húsmæðragarðurinn – Nýdönsk

Losing hand – Lhooq

So alone – Bang Gang

Síðan hittumst við aftur – SSSól

Hljómplata ársins 1998

Magnyl – Botnleðja

Húsmæðragarðurinn – Nýdönsk

Kafbátamúsík – Ensími

Lhooq – Lhooq

Neondýrin – 200.000 Naglbítar

Prím – Jóel Pálsson

Vonbrigði – Sigur Rós

Flytjandi ársins 1998

Björk Guðmundsdóttir

Bubbi Morthens

Magga Stína

Móa

Páll Óskar Hjálmtýsson

Hljómsveit ársins 1998

Botnleðja

200.000 Naglbítar

Ensími

Stuðmenn

Sóldögg

Söngvari ársins 1998

Egill Ólafsson

Bergsveinn Árelíusson

Jón Þór Birgisson

Páll Óskar Hjálmtýsson

Stefán Hilmarsson

Söngkona ársins 1998

Björk Guðmundsdóttir

Andrea Gylfadóttir

Ellen Kristjánsdóttir

Magga Stína

Sara Guðmundsdóttir

Hljómborðsleikari ársins 1998

Eyþór Gunnarsson

Jóhann Jóhannson

Jón Ólafsson

Kjartan Valdemarsson

Þórir Baldursson

Bassaleikari ársins 1998

Skúli Sverrisson

Jakob Smári Magnússon

Jóhann Ásmundsson

Ragnar Páll Steinarsson

Róbert Þórhallsson

Trommuleikari ársins 1998

Matthías Hemstock

Gunnlaugur Briem

Jóhann Hjörleifsson

Ásgeir Óskarsson

Ólafur Hólm Einarsson

Gítarleikari ársins 1998

Friðrik Karlsson

Guðmundur Pétursson

Hilmar Jensson

Stefán Hjörleifsson

Þórður Árnason

Blásturshljóðfæraleikari ársins 1998

Jóel Pálsson – Saxófónn

Samúel J. Samúelsson – Básúna

Snorri Sigurðsson – Trompet

Veigar Margeirsson – Trompet

Óskar Guðjónsson – Saxófónn

Lagahöfundur ársins 1998

Björn Jörundur Friðbjörnsson

Gunnar Hjálmarsson

Jóel Pálsson

Jóhann Helgason

Vilhelm Anton Jónsson

Textahöfundur ársins 1998

Súkkat

Bubbi Morthens

Kristján Hreinsson

Megas

Stefán Hilmarsson

Klassísk hljómplata ársins 1998

Klassík

Epitaph

Fjórði söngur Guðrúnar

Gítarverk

Únglingurinn i skóginum

Jazzleikari ársins 1998

Eyþór Gunnarsson

Hilmar Jensson

Jóel Pálsson

Skúli Sverrisson

Óskar Guðjónsson

Bjartasta von ársins 1998

Ensími

200.000 Naglbítar

Bang Gang

Funkmaster 2000

Ragnar Sólberg

Tónlistarviðburður ársins 1998

Popp í Reykjavík

Heiðursverðlaun

Magnús Eiríksson

Árið 1997

Ótvíræður sigurvegari ársins 1997 var Björk Guðmundsdóttir þegar verðlaunin voru haldin á Hótel Sögu. Hún gerði sér lítið fyrir og fékk verðlaun fyrir Lag ársins, Hljómplötu ársins, Flytjandi ársins, Söngkona ársins og Lagahöfundur ársins. Hún var einnig tilnefnd sem textahöfundur ársins en varð að lúta í lægra haldi fyrir meistara Megasi sem vann þau verðlaun annað árið í röð.

Tilnefningar 1997

– verðlaunahafar eru efstir í hverjum flokki

Lag ársins 1997

Jóga – Björk

Bachelorette – Björk

Flókið, einfalt – Vinyll

Friður – Sóldögg

Égímeilaðig – Maus

Hljómplata ársins 1997

Homogenic – Björk

Abbababb – Dr. Gunni og vinir hans

Fallegir ósigrar – Andhéri

Lof mér að falla að þínu eyra – Maus

Quarashi – Quarashi

Flytjandi ársins 1997

Björk Guðmundsdóttir

Berglind Ágústsdóttir

Bubbi Morthens

Dr. Gunni

Megas

Hljómsveit ársins 1997

Maus

Quarashi

Sigur Rós

Subterranean

Sóldögg

Söngvari ársins 1997

Daníel Ágúst Haraldsson

Birgir Örn Steinarsson

Bubbi Morthens

Jón Þór Birgisson

Stefán Hilmarsson

Söngkona ársins 1997

Björk Guðmundsdóttir

Elísabet Ólafsdóttir

Emiliana Torrini

Ragna Kjartansdóttir

Sigríður Beinteinsdóttir

Hljómborðsleikari ársins 1997

Jón Ólafsson

Eyþór Gunnarsson

Fríða Rós Valdimarsdóttir

Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir

Þórhallur Bergmann

Bassaleikari ársins 1997

Jakob Smári Magnússon

Bogi Reynisson

Eggert Gíslason

Gunnar Tynes

Haraldur Þorsteinsson

Trommuleikari ársins 1997

Gunnlaugur Briem

Daníel Þorsteinsson

Jóhann Hjörleifsson

Númi Þorkell Thomasson

Sölvi Blöndal

Ólafur Hólm Einarsson

Gítarleikari ársins 1997

Friðrik Karlsson

Gunnar Óskarsson

Guðmundur Pétursson

Páll R. Pálsson

Ásgeir J. Ásgeirsson

Blásturshljóðfæraleikari ársins 1997

Óskar Guðjónsson – Saxófónn

Guðni Franzson – Klarinett

Jóel Pálsson – Saxófónn

Sigurður Flosason – Saxófónn

Veigar Margeirsson – Trompet

Lagahöfundur ársins 1998

Björk Guðmundsdóttir

Björn Jörundur Friðbjörnsson

Bubbi Morthens

Gunnar Hjálmarsson

Maus

Textahöfundur ársins 1997

Megas

Birgir Örn Steinarsson

Björk Guðmundsdóttir

Bubbi Morthens

Stefán Hilmarsson

Klassísk hljómplata ársins 1997

Ljóð án orða – Bryndís Halla Gylfadóttir og Steinunn B. Ragnarsdóttir

Franz Schubert, söngljóð – Rannveig Fríð Bragadóttir og Gerrit Schuil

Geysir og önnur hljómsveitarverk eftir Jón Leifs – Sinfóníuhljómsveit Íslands

Guitar – Johann Sebastian Bach – Kristinn Árnason

Sól ég sá – Hljómeyki og Mótettukór Hallgrímskirkju

Óperuaríur – Kristinn Sigmundsson og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Jazzleikari ársins 1997

Óskar Guðjónsson

Björn Thoroddsen

Eyþór Gunnarsson

Pétur Östlund

Sigurður Flosason

Bjartasta von ársis 1997

Subterranean

Sigur Rós

Soðin fiðla

Vinyll

Á túr

Tónlistarviðburður ársins 1997

Endurkoma Nýdönsk

Heiðursverðlaun

Jón Múli Árnason

Ársins 1996

verður minnst sem ársins þegar þrír piltar úr Hafnarfirði komu með nýjan tón inn í íslenska tónlistarflóru. Þetta var hljómsveitin Botnleðja sem sannarlega stóðst væntingar sem bjartasta von ársins áður. Botnleðja hirti öll helstu verðlaunin, Lag ársins, Hljómplötu ársins og Flytjanda ársins. Önnur úrslit voru nokkuð dreifðari eins og sjá má hér að neðan.

Tilnefningar 1996

– verðlaunahafar eru efstir í hverjum flokki

Lag ársins 1996

Hausverkun – Botnleðja

Eins og er – Stefán Hilmarsson

The boy who giggled so sweet – Emiliana Torrini

Villtir morgnar – Anna Halldórsdóttir

Voodooman – Todmobile

Hljómplata ársins 1996

Fólk er fífl – Botnleðja

Eins og er – Stefán Hilmarsson

I believe in you – Páll Rósinkranz

Köld eru kvennaráð – Kolrassa krókríðandi

Merman – Emiliana Torrini

Seif – Páll Óskar Hjálmtýsson

Ómissandi fólk – KK og Magnús Eiríksson

Flytjandi/Hljómsveit ársins 1996

Botnleðja

Emiliana Torrini

Kolrassa krókríðandi

Mezzoforte

Todmobile

Söngvari ársins 1996

Páll Rósinkranz

Bjarni Arason

Bubbi Morthens

Páll Óskar Hjálmtýsson

Stefán Hilmarsson

Söngkona ársins 1996

Emiliana Torrini

Anna Halldórsdóttir

Andrea Gylfadóttir

Björk Guðmundsdóttir

Margrét Kristín Sigurðardóttir (Fabúla)

Hljómborðsleikari ársins 1996

Eyþór Gunnarsson

Jón Ólafsson

Kjartan Valdemarsson

Máni Svavarsson

Pálmi Sigurhjartarson – Sniglabandið

Bassaleikari ársins 1996

Eiður Arnarsson

Jakob Smári Magnússon

Jóhann Ásmundsson

Ragnar Páll Steinarsson

Róbert Þórhallsson

Trommuleikari ársins 1996

Gunnlagur Briem

Einar Valur Scheving

Haraldur Freyr Gíslason

Jóhann Hjörleifsson

Matthías Hemstock

Gítarleikari ársins 1996

Friðrik Karlsson

Eðvarð Lárusson

Guðmundur Pétursson

Kristján Kristjánsson (KK)

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson

Blásturshljóðfæraleikari ársins 1996

Óskar Guðjónsson – Saxófónn

Jóel Pálsson – Saxófónn

Sigurður Flosason – Saxófónn

Stefán S. Stefánsson – Saxófónn

Veigar Margeirsson – Trompet

Lagahöfundur ársins 1996

Máni Svavarsson, Friðrik Sturluson og Stefán Hilmarsson

Bubbi Morthens

Jóhann Helgason

Magnús Eiríksson

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson

Textahöfundur ársins 1996

Megas

Andrea Gylfadóttir

Bubbi Morthens

Magnús Eiríksson

Stefán Hilmarsson

Klassísk hljómplata ársins 1996

Nortern Light/Sor ponce – Kristinn Árnason

Koma – Þorkell Sigurbjörnsson/Hljómeyki

Rachmaninov, píanókonsert nr.2 í c-moll – Þorsteinn Gauti Sigurðarson

W.A. Mozart, Grand partita – Blásarakvintett Reykjavíkur o.fl.

Íslensk þjóðlög, safn Engel Lund – Marta G. Halldórsdóttir og Örn Magnússon

Jazzleikari ársins 1996

Sigurður Flosason – Saxófónn

Björn Thoroddsen – Gítar

Eyþór Gunnarsson – Píanó

Hilmar Jensson – Gítar

Stefán S. Stefánsson – Saxófónn

Bjartasta von ársins 1996

Anna Halldórsdóttir

Dead Sea Apple

Margrét Kristín Sigurðardóttir – Fabula

Quarashi Slowblow

Heiðursverðlaun

Gunnar Þórðarsson

Árið 1995

var byrjað að læða klassíkinni inn og nýr flokkur, Klassísk hljómplata ársins, leit dagsins ljós. Það var Schwanenengesang með Kristni Sigmundssyni og Jónasi Ingumundarsyni sem hreppti þau verðlaun. Annars var það Björk Guðmundsdóttir sem var ótvíræður sigurvegari þetta árið, hún hlaut verðlaun í fimm flokkum af sex mögulegum. Það var hljómplatan Post sem færði henni þessar viðurkenningar. Þarna kemur líka við sögu hljómsveitin Botnleðja sem Bjartasta vonin, en sú hljómsveit átti eftir að láta verulega að sér kveða síðar.

Tilnefningar 1995

– verðlaunahafar eru efstir í hverjum flokki

Lag ársins 1995

Army of me – Björk

Grand Hotel – KK

I You We – Jet Black Joe

I know – Jet Black Joe

Isobel – Björk

Hljómplata ársins 1995

Post – Björk

Croucie d’ou lá – Emiliana Torrini

Drullumall – Botnleðja

Gleðifólkið – KK

Veröld smá og stór – Ásgeir Óskarsson

Flytjandi/Hljómsveit

Björk Guðmundsdóttir

Emiliana Torrini

Jet Black Joe

KK

Páll Óskar Hjálmtýsson

Söngvari ársins 1995

Páll Óskar Hjálmtýsson

Egill Ólafsson

Kristján Kristjánsson (KK)

Páll Rósinkranz

Stefán Hilmarsson

Söngkona ársins 1995

Björk Guðmundsdóttir

Andrea Gylfadóttir

Ellen Kristjánsdóttir

Emiliana Torrini

Guðrún Gunnarsdóttir

Hljómborðsleikari ársins 1995

Eyþór Gunnarsson

Atli Örvarsson

Hrafn Thoroddsen

Jón Ólafsson

Kjartan Valdemarsson

Bassaleikari ársins 1995

Jóhann Ásmundsson

Jakob Smári Magnússon

Ragnar Páll Steinarsson

Róbert Þórhallsson

Skúli Sverrisson

Trommuleikari ársins 1995

Gunnlagur Briem

Birgir Baldursson

Einar Valur Scheving

Tómas Jóhannesson

Ásgeir Óskarsson

Gítarleikari ársins 1995

Guðmundur Pétursson

Eðvarð Lárusson

Firðrik Karlsson

Gunnar Bjarni Ragnarsson

Guðmundur Jónsson

Blásturshljóðfæraleikari ársins 1995

Óskar Guðjónsson – Saxófónn

Eiríkur Örn Pálsson – Trompet

Jóel Pálsson – Saxófónn

Sigurður Flosason – Saxófónn

Veigar Margeirsson – Trompet

Lagahöfundur ársins 1995

Björk Guðmundsdóttir

Gunnar Bjarni Ragnarsson

Guðmundur Jónsson

Kristján Kristjánsson (KK)

Ásgeir Óskarsson

Textahöfundur ársins 1995

Kristján Kristjánsson (KK)

Björk Guðmundsdóttir

Friðrik Erlingsson – Borgardætur

Stefán Hilmarsson

Klassísk hljómplata ársins 1995

Schwanengesang – Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson

Animato – Caput, Gítar – Kristinn Árnason, Píanó – Steinunn Birna Árnadóttir

Trio Nordica – Trio Nordica

Jazzleikari ársins 1995

Eyþór Gunnarsson – Píanó

Björn Thoroddsen – Gítar

Einar Valur Scheving – Trommur

Kjartan Valdemarsson – Píanó

Óskar Guðjónsson – Saxófónn

Bjartasta von ársins 1995

Botnleðja

Gus Gus

Matthías Matthíasson

Maus Sælgætisgerðin

Heiðursverðlaun

Guðmundur Steingrímsson

Árið 1994

var hátiðin haldin á Hótel Íslandi, sem nú ber nafnið Broadway. Enn voru það félagar úr Rokkdeild FÍH sem báru hitann og þungann af hátíðinn ásamt Jónatani Garðarssyni og Viktori Steinarssyni sem höfðu bæst í hópinn. Bætt hafði verið við flokkum frá árinu áður, meðal annars Jazzleikara ársins en þau verðlaun hlaut Eyþór Gunnarsson sem hefur komið töluvert við sögu verðlaunanna í gegnum tíðina. Jet Black Joe voru nokkuð áberandi auk sigurvegarana frá árinu 1993, Todmobile. Verðlaun fyrir hljómplötu ársins féllu þó í skaut Unun, sem þótti efnilega hljómsveit á alþjóðavísu. Þarna spratt líka fram á sjónarsviðið annar flytjandi sem átti eftir að gera það gott úti í hinum stóra heimi, Emilíana Torrini.

Tilnefningar 1994

– verðlaunahafar eru efstir í hverjum flokki

Lag ársins 1994

Higher and higher – Jet Black Joe

Brotin loforð – Bubbi Morthens

Einmana – SSSól

Gott mál – Tweety

Hann mun aldrei gleym’enni – Unun og Rúnar Júlíusson

Lög unga fólksins – Unun

Taboo – Spoon

Upprisan – Björn Jörundur Friðbjörnsson

Ást í viðlögum – Unun

Ég gef mér – Kolrassa krókríðandi

Hljómplata ársins 1994

Æ – Unun

3 heimar – Bubbi

B.J.F. – Björn Jörundur Friðbjörnsson

Bít – Tweety

Fuzz – Jet Black Joe

Kombóið – Kombó Ellenar

Milljón á mann – Páll Óskar og milljónamæringarnir

Olympia – Olympia

Pinocchio – Bubbleflies

Spoon – Spoon

Flytjandi/Hljómsveit ársins 1994

Jet Black Joe

Bubbi

Ham

Kolrassa krókríðandi

Pláhnetan

Páll Óskar Hjálmtýsson og milljónamæringarnir

SSSól

Spoon

Tweety

Unun

Söngvari ársins 1994

Páll Rósinkranz

Björgvin Halldórsson

Bubbi Morthens

Egill Ólafsson

Helgi Björnsson

Páll Óskar Hjálmtýsson

Pálmi Gunnarsson

Rúnar Júlíusson

Sigurjón Kjartansson

Stefán Hilmarsson

Söngkona ársins 1994

Emiliana Torrini

Andrea Gylfadóttir

Björk Guðmundsdóttir

Ellen Kristjánsdóttir

Elísa Geirsdóttir

Heiða

Margrét Eir Hjartardóttir

Móeiður Júníusdóttir

Sigrún Hjálmtýsdóttir

Svala Björgvinsdóttir

Hljómborðsleikari ársins 1994

Jón Ólafsson

Atli Örvarsson

Eyþór Gunnarsson

Hrafn Thoroddsen

Jóhann Jóhannson

Kjartan Valdemarsson

Máni Svavarsson

Pálmi Sigurhjartarson

Ástvaldur Traustason

Þórir Baldursson

Bassaleikari ársins 1994

Eiður Arnarsson

Birgir Bragason

Björn Árnason

Gunnar Hjálmarsson

Haraldur Þorsteinsson

Jakob Smári Magnússon

Jóhann Ásmundsson

Pálmi Gunnarsson

Starri Sigurðsson

Þórður Högnason

Trommuleikari ársins 1994

Gunnlagur Briem

Arnar Ómarsson

Birgir Baldursson

Einar V. Scheving

Hafþór Guðmundsson

Ingólfur Sigurðsson

Jóhann Hjörleifsson

Ásgeir Óskarsson

Ólafur Hólm Einarsson

Óli Björn Ólafsson

Gítarleikari ársins 1994

Guðmundur Pétursson

Davíð Magnússon

Eyjólfur Jóhansson

Eðvarð Lárusson

Friðrik Karlsson

Gunnar Bjarni Ragnarsson

Sigurður Gröndal

Stefán Hjörleifsson

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson

Þór Eldon

Hljóðfæraleikari ársins í flokknum “Önnur hljóðfæri”

Kristján Kristjánsson (KK) – Kassagítar

Eyþór Arnalds – Selló

Guðmundur Steingrímsson – Harmónikka

Jens Hansson – Saxófónn

Pétur Grétarsson – Slagverk

Sigurður Flosason – Saxófónn

Sigurður Jónsson – Saxófónn

Szymon Kuran – Fiðla

Veigar Margeirsson – Trompet

Óskar Guðjónsson – Saxófónn

Lagahöfundur ársins 1994

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson

Björn Jörundur Friðbjörnsson

Bubbi Morthens

Eyþór Arnalds

Móeiður Júníusdóttir

Gunnar Bjarni Ragnarsson

Gunnar Hjálmarsson

Þór Eldon

Höskuldur Lárusson

Magnús Eiríksson

Sigurjón Kjartansson

Textahöfundur ársins 1994

Andrea Gylfadóttir

Bjartmar Guðlaugsson

Björn Jörundur Friðbjörnsson

Bubbi Morthens

Davíð Þór Jónsson

Elísa Geirsdóttir

Gunnar Hjálmarsson

Þór Eldon

Megas

Stefán Hilmarsson

Jazzleikari ársins 1994

Eyþór Gunnarsson

Björn Thoroddsen

Einar Valur Scheving

Guðmundur Ingólfsson

Guðmundur Steingrímsson

Sigurður Flosason

Tómas R. Einarsson

Ólafur Stephensen

Þórir Baldursson

Þórður Högnason

Bjartasta von ársins 1994 – hljómsveit

Spoon

Birthmark

Bong

Dos Pilas

Maus

Olympia

Scope

Skárr’en ekkert

Tweety Unun

Bjartasta von ársins 1994 – einstaklingar

Emiliana Torrini – Spoon

Birgir Örn Thoroddsen – Curver

Daníel Þorsteinsson – Maus

Guðmundur Steingrímsson – Skárr’en ekkert

Heiða – Unun

Hlynur Aðils – Strigaskór #42

Margrét Eir Hjartardóttir – Hárið

Siggi Björns

Sigurjón Kjartansson – Olympia

Svala Björgvinsdóttir – Scope

Heiðursverðlaun

Ragnar Bjarnason

Árið 1993

Fyrsta verðlaunaathöfnin fór fram á Hótel Sögu 1993. Tilnefnt var í 14 flokkum sem báru nokkurn keim af því að það voru fyrst og fremst tónlistarmenn í popp og rokk geiranum sem voru að klappa hverjir öðrum á bakið. Það var líka tilgangurinn, verðlaunahátíðin var öðrum þræði hugsuð sem árshátíð tónlistarmanna í poppbransanum. Það voru Todmobile sem fengu langflest verðlaunin að þessu sinni.

Tilgangur Íslensku tónlistarverðlaunanna hefur frá upphafi verið að varpa kastljósi á íslenska tónlist og verðlauna þá aðila sem þykja hafa skarað fram úr á liðnu ári.

Tilnefningar 1993

– verðlaunahafar eru efstir í hverjum flokki.

Lag ársins 1993

Stúlkan – Todmobile

Freedom – Jet Black Joe og Sigríður Guðnadóttir

Ljósaskipti – Nýdönsk

Líf – Stefán Hilmarsson

Musculus – Ham

Sumarið er tíminn – GCD

Venus as a boy – Björk

Ég vil brenna – Todmobile

Það er gott að elska – Bubbi

Hljómplata ársins 1993

Spillt – Todmobile

Daybreak – Mezzoforte

Debut – Björk

Hunang – Nýdönsk

Lífið er ljúft – Bubbi

Mr. Empty – Sigtryggur dyravörður

SSSól – SSSól

Saga rokksins 1988-1993 – Ham

Svefnvana – GCD

You ain’t here – Jet Black Joe

Flytjandi/Hljómsveit ársins 1993

Todmobile

Bogomil Font og milljónamæringarnir

Ham

Mezzoforte

Nýdönsk

Páll Óskar Hjálmtýsson

SSSól

Sigtryggur Dyravörður

Sniglabandið

Texas Jesús

Söngvari ársins 1993

Daníel Ágúst Haraldsson

Bubbi Morthens

Helgi Björnsson

Jóhannes Eiðsson

KK

Páll Rósinkranz

Stefán Hilmarsson

Söngkona ársins 1993

Björk Guðmundsdóttir

Andrea Gylfadóttir

Berglind Björk Jónasdóttir

Ellen Kristjánsdóttir

Ingibjörg Stefánsdóttir

Móeiður Júníusdóttir

Sigríður Beinteinsdóttir

Hljómborðsleikari ársins 1993

Eyþór Gunnarsson

Atli Örvarsson

Jón Ólafsson

Kjartan Valdemarsson

Máni Svavarsson

Pálmi Sigurhjartarson

Ástvaldur Traustason

Bassaleikari ársins 1993

Eiður Arnarsson – Todmobile

Björn Blöndal

Friðrik Sturluson

Haraldur Þorsteinsson

Jakob Smári Magnússon

Jóhann Ásmundsson

Þorleifur Guðjónsson

Trommuleikari ársins 1993

Gunnlaugur Briem

Birgir Baldursson

Hafþór Guðmundsson

Ingólfur Sigurðsson

Matthías Hemstock

Tómas Jóhannesson

Ólafur Hólm Einarsson

Gítarleikari ársins 1993

Guðmundur Pétursson

Björgvin Gíslason

Friðrik Karlsson

Jón Elvar Hafsteinsson

Sigurður Gröndal

Stefán Hjörleifsson

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson

Hljóðfæraleikari ársins 1993 í flokknum “Önnur hljóðfæri”

Sigtryggur Baldursson – Slagverk

Björn Thoroddsen – Kassagítar

Bubbi Morthens – Kassagítar

Einar Bragi Bragason – Saxófónn

Eyþór Arnalds – Selló

Kristján Kristjánsson (KK) – Kassagítar

Sigurður Flosason – Saxófónn

Sigurður Sigurðsson – Munnharpa

Veigar Margeirsson – Trompet

Þórður Högnason – Kontrabassi

Lagahöfundur ársins 1993

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson

Björk Guðmundsdóttir

Björn Jörundur Friðbjörnsson

Bubbi Morthens

Rúnar Júlíusson

Daníel Ágúst Haraldsson

Friðrik Sturluson

Stefán Hilmarsson

Gunnar Bjarni Ragnarsson

Sigurjón Kjartansson og Jóhann Jóhannsson

Stefán Hjörleifsson

Textahöfundur ársins 1993

Andrea Gylfadóttir

Björk Guðmundsdóttir

Bubbi Morthens

Daníel Ágúst Haraldsson

Friðrik Sturluson

Hafþór Ólafsson og Gunnar Örn Jónsson

Helgi Björnsson

Kristján Kristjánsson (KK)

Stefán Hilmarsson

Sverrir Stormsker

Endurgerð ársins 1993

Starlight – Jet Black Joe

Bei mir bist du schön – Borgardætur

Er hann birtist – Sigríður Guðnadóttir

Fækkaðu fötum – SSSól

Ljúfa líf – Páll Óskar Hjálmtýsson

Mambó – Bogomil Font og milljónamæringarnir

Pinball wizard – Björgvin Sigurðarson o.fl.

Sendu nú vagninn þinn – Björgvin Halldórsson

Án þín – Móeiður Júníusdóttir

Ég veit að þú kemur – Stjórnin

Bjartasta vonin árið 1993

Orri Harðarson

Heiðursverðlaun

Björgvin Halldórsson