visir.is

Elfsborg krækir í Hákon Rafn - Vísir

  • ️Ingvi Þór Sæmundsson
  • ️Invalid Date

Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson gengur í raðir Elfsborg í Svíþjóð frá Gróttu í sumar.

Hákon hefur lengi verið orðaður við Elfsborg og nú hefur verið gengið frá félagaskiptunum.

Knattspyrnudeild Gróttu hefur náð samkomulagi við IF Elfsborg um að Hákon Rafn Valdimarsson markvörður gangi til liðs við þá í sumar. Grótta óskar Hákoni innilega til hamingju með samninginn og hlakkar til að fylgjast með ævintýrum hans í Svíþjóð á komandi misserum pic.twitter.com/HX1rYlct73

— Grótta knattspyrna (@Grottasport) April 30, 2021

Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára hefur Hákon verið aðalmarkvörður Gróttu í þrjú tímabil, eitt í 2. deild, eitt í 1. deild og í fyrra lék hann alla átján leiki Seltirninga í Pepsi Max-deildinni.

Hákon var í hópi U-21 árs landsliðsins á EM í síðasta mánuði en kom ekkert við sögu á mótinu.

Elfsborg endaði í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Liðið hefur unnið tvo leiki og tapað einum það sem af er þessu tímabili.